Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 31.10.–13.11.2019

2

Í vinnslu

  • 14.11.2019–26.5.2020

3

Samráði lokið

  • 27.5.2020

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-265/2019

Birt: 31.10.2019

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að frumvarpi til laga um lýsingar verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði

Niðurstöður

Niðurstaða málsins var sú að taka tillit til athugasemdar frá Kauphöll Íslands um að hækka þyrfti undanþágufjárhæð 3. gr. frumvarpsins úr 5.000.000 evrum í 8.000.000 evrur.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1129/2017 um lýsingu sem birta skal við almenn útboð verðbréfa eða vegna töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum markaði.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið felur í sér innleiðingu lýsingarreglugerðarinnar í íslenskan rétt með því að setja ný heildarlög um lýsingar verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem miða að því að auðveldara og ódýrara verði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að afla fjármagns innan EES. Meðal annars er kveðið á um nýja tegund lýsingar, ESB-vaxtarlýsingu, sem ætlað er að einfalda kerfi og kröfur vegna smárra útgáfa verðbréfa óskráðra fyrirtækja eða útboðs verðbréfa lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem skráð eru á vaxtarmarkað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þá er fyrirkomulag vegna síðari útgáfu einfaldað og ferli fyrir tíða útgefendur gert skjótara og einfaldara.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

benedikt.hallgrimsson@fjr.is