Samráð fyrirhugað 31.10.2019—13.11.2019
Til umsagnar 31.10.2019—13.11.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 13.11.2019
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um lýsingar verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði

Mál nr. 265/2019 Birt: 31.10.2019 Síðast uppfært: 01.11.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 31.10.2019–13.11.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1129/2017 um lýsingu sem birta skal við almenn útboð verðbréfa eða vegna töku verðbréfa til viðskipta á skipulegum markaði.

Frumvarpið felur í sér innleiðingu lýsingarreglugerðarinnar í íslenskan rétt með því að setja ný heildarlög um lýsingar verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar sem miða að því að auðveldara og ódýrara verði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki að afla fjármagns innan EES. Meðal annars er kveðið á um nýja tegund lýsingar, ESB-vaxtarlýsingu, sem ætlað er að einfalda kerfi og kröfur vegna smárra útgáfa verðbréfa óskráðra fyrirtækja eða útboðs verðbréfa lítilla og meðalstórra fyrirtækja sem skráð eru á vaxtarmarkað fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þá er fyrirkomulag vegna síðari útgáfu einfaldað og ferli fyrir tíða útgefendur gert skjótara og einfaldara.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.