Samráð fyrirhugað 25.10.2019—08.11.2019
Til umsagnar 25.10.2019—08.11.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 08.11.2019
Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á höfundalögum nr. 73/1972 (aðild að alþjóðasáttmála og innleiðing tilskipunar um tiltekna notkun einstaklinga sem eiga við sjón- eða lestarhömlun að stríða)

Mál nr. 266/2019 Birt: 25.10.2019 Síðast uppfært: 02.12.2019
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Leikskólar, grunnskólar, starfsnám og stjórnsýsla mennta- og menningarmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (25.10.2019–08.11.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum til að samræma reglur um gerð eintaka af höfundavernduðum verkum fyrir þá sem stríða við sjón- eða lestrarhömlun.

Mennta- og menningarmálaráðherra áformar að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum nr. 73/1972. Í frumvarpinu er lagt til að ákvæðum 19. gr. höfundalaga um takmarkanir á einkarétti höfunda til hagsbóta fyrir þá sem ekki geta nýtt sér venjulegt prentað mál til lesturs verði breytt í samræmi við ákvæði Marakess-sáttmálann frá 2013 um að greiða fyrir aðgengi þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða glíma við aðra prentleturshömlun að útgefnum verkum og ákvæði tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1564 frá 13. september 2017 um tiltekna leyfilega notkun á tilteknum verkum og öðru efni sem er verndað af höfundarrétti og skyldum réttindum í þágu blindra, sjónskertra eða þeirra sem glíma við aðra prentleturshömlun og um breytingu á tilskipun 2001/29/EB um samræmingu tiltekinna þátta höfundaréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu.

Lagt er til að settar verði í höfundalög fimm nýjar greinar, 19. gr. a. – e., sem varða gerð eintaka af höfundavörðum verkum á aðgengilegu formi sem einstaklingar sem á við sjón- eða lestrarhömlun að stríða. Í þeim greinum er að finna skilgreiningar á hugtökum, ákvæði um hverjir geti gert slík eintök og hverjir geti notað þau, ákvæði um bætur til rétthafa og að lokum ákvæði um starfsreglur viðurkenndra eininga sem geta gert eintök á aðgengilegu formi og miðlað þeim til annarra viðurkenndra eininga í ríkjum EES svæðisins og eftir aðild Íslands að Marakess-sáttmálanum til annarra aðildarríkja hans. Þá er lagt til að ákvæðum núgildandi 19. gr. og annarra ákvæða sem vísa til hennar verði breytt til samræmis við ný ákvæði.

Nýju ákvæðin fela ekki í sér efnisbreytingu á 19. gr. núgildandi höfundalaga að öðru leyti en því að lagt er til að heimilað verði að nota eintök, sem gerð eru í aðildarríkjum Marakess-sáttmálans og aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) samkvæmt takmörkunum sem nú er að finna í 19. gr., hér á landi og öfugt. Aðrar breytingar varða framsetningu og skilgreiningar í takmörkunarákvæði höfundalaga vegna eintakagerðar og dreifingar verka til handa prentleturshömluðum einstaklingum til samræmis við sáttmálann og tilskipunina auk minni háttar breytinga á öðrum ákvæðum höfundalaganna til þannig að þau endurspegli ný ákvæði 19. gr. a. – e.

Við gerð frumvarpsins hefur verið höfð hliðsjón af innleiðingu annarra Norðurlandaþjóða á Marakess tilskipuninni og Marakess-sáttmálanum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Blindrafélagið - 30.10.2019

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áformum mennta- og menningarmálaráðherra að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum nr. 73/1972 til samræmis við ákvæði Marakechsáttmálaansfrá 2013.

Fyrir hönd Blindrafélagsins,

Kristinn Halldór Einarsson

Framkvæmdastjóri.

Afrita slóð á umsögn

#2 Rithöfundasamband Íslands - 07.11.2019

Umsögn frá Rithöfundasambandi Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Friðbjörg Ingimarsdóttir - 07.11.2019

Samráðsgátt – Mennta- og menningarmálaráðuneyti

Frá Hagþenki, félag höfunda fræðirita og kennslugagna.

Efni: umsögn um frumvarp að breytingu á höfundalögum nr. 73/1972, vegna innleiðingar á Marrakesh – tilskipun um tiltekna notkun einstaklinga, sem eiga við sjón- eða lestrarhömlun að stríða, á höfundavernduðum verkum.

Hagþenkir er félag höfunda fræðirita og kennslugagna, stofnað í júlí 1983 og hlaut löggildinu menntamálaráðuneytisins 1987. Félagmenn eru 700 talsins. Samkvæmt samkomulagi Hagþenkis og Rithöfundasambands Íslands er það Rithöfundasambandið sem er samningsaðili við Mennta- og menningarmálaráðuneytið vegna Hljóðbókasafns Íslands.

Stjórn Hagþenkis tekur að fullu undir umsögn og ábendingar Rithöfundasambands Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda e - 07.11.2019

Komið sæl

Hjálögð er umsögn Miðstöðvarinnar um breytingu á höfundarlögumnr. 73/1972.

Með kveðju

Margrét María Sigurðardóttir forstjóri

Afrita slóð á umsögn

#5 Heiðar Ingi Svansson - 08.11.2019

Efni: Athugasemdir Félags íslenskra bókaútgefenda vegna lagafrumvarps um breytingu á höfundalögum nr. 73/1972.

Í hjálögðu viðengi er umsögn félagsins um þessi frumvarpsdrög.

Með kveðju,

Heiðar Ingi Svansson, formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Hljóðbókasafn Íslands - 02.12.2019

Umsögn um innleiðingu Marrakesh tilskipunarinnar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta g einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu - 02.12.2019

Viðhengi