Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.10.–11.11.2019

2

Í vinnslu

  • 12.11.2019–8.12.2020

3

Samráði lokið

  • 9.12.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-268/2019

Birt: 28.10.2019

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði

Niðurstöður

Umsagnir bárust frá Sýslumannafélagi Íslands, Fljótdalshéraði, Skútustaðahreppi, Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og sveitarfélaginu Skagafirði. Umsagnirnar höfðu flestar að geyma athugasemdir við mat ráðuneytisins að fækkun forstöðumanna myndi leiða til hagræðingar í rekstri og bæta þjónustu sýslumannsembættanna. Frumvarpið var ekki lagt fram á þingi.

Málsefni

Lagðar eru til breytingar á lögunum með það að markmiði að stuðla að hagræðingu í ríkisrekstri og bættri þjónustu.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 50/2014 um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði. Markmiðið er að skapa aðstæður svo ráðherra og sýslumenn geti náð fram fjárhagslegri hagræðingu í rekstri embættanna og stuðlað að nauðsynlegri framþróun í málefnum sýslumanna.

Til að ná settum markmiðum þykir mikilvægt að lögfesta heimild til handa ráðherra til að bregðast við á skilvirkan hátt ef embætti sýslumanns losnar. Þannig er lagt til að ráðherra verði heimilað að skipa annan sýslumann til allt að fimm ára til að gegna lausu embætti samhliða eigin embætti, teljist slíkt rekstrarlega hagkvæmt og skynsamt, án þess að auglýsa þurfi starfið laust til umsóknar. Með frumvarpinu er enn fremur lagt til að settum eða skipuðum sýslumanni yfir fleiri embættum verði heimilað að ákveða verkaskiptingu milli starfsmanna embættanna til að stuðla að aukinni sérhæfingu og gera aðrar nauðsynlegar ráðstafanir sem leitt geta til fjárhagslegrar hagræðingar í rekstri og bættrar þjónustu. Með þessu móti má áætla að sýslumanni takist að hagræða í rekstri embættanna vegna samlegðaráhrifa, auk þess að stuðla að bættum afköstum og vandaðri og samræmdari stjórnsýslu. Um er að ræða sambærilega heimild og nú er að finna í bráðabirgðaákvæði IV laganna en þar sem sú lagaheimild var í upphafi hugsuð tímabundið vegna fyrri skipulagsbreytinga, þykir rétt að lögfesta varanlega heimild sýslumanns til að hagræða í rekstri og bæta þjónustu við framangreindar aðstæður. Samhliða er lagt til að ákvæði til bráðabirgða I-IV verði felld brott þar sem þau hafi takmarkaða þýðingu í dag.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

postur@dmr.is