Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.10.–12.11.2019

2

Í vinnslu

  • 13.–28.11.2019

3

Samráði lokið

  • 29.11.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-270/2019

Birt: 29.10.2019

Fjöldi umsagna: 27

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fjölskyldumál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (lenging á rétti til fæðingarorlofs).

Niðurstöður

Ráðuneytið hefur við lokafrágang frumvarpsins farið yfir þær umsagnir sem bárust en telur hins vegar ekki rétt að breyta efni þess. Er það mat ráðuneytisins að sú tilhögun á skiptingu fæðingarorlofsréttar milli foreldra sem lögð er til í frumvarp¬inu sé til þess fallin að koma til móts við þau ólíku sjónarmið sem fram koma í framan¬greindum umsögnum auk þess að vera í samræmi við markmið laga um fæðingar- og foreldra¬orlof um að tryggja barni samvistir við báða foreldra og að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.

Málsefni

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, sem fela í sér lengingu fæðingarorlofs.

Nánari upplýsingar

Frumvarp þetta er lagt fram til breytinga á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs lengist úr níu mánuðum samkvæmt gildandi lögum í tólf mánuði og að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum, annars vegar vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur á árinu 2020 og hins vegar vegna barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar.

Tilefni frumvarps þessa er að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er meðal annars gert ráð fyrir lengingu á rétti foreldra til fæðingarorlofs. Enn fremur skuldbundu stjórnvöld sig, í tengslum við lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem samkomulag náðist um vorið 2019, til að efla fæðingarorlofskerfið með því að lengja samanlagðan rétt foreldra til fæðingarorlofs. Þá kemur fram í fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2020–2024 að gert sé ráð fyrir að samanlagður réttur foreldra til fæðingarorlofs verði lengdur úr níu mánuðum í tólf mánuði og að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum á árunum 2020 og 2021.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar

frn@frn.is