Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.10.–12.11.2019

2

Í vinnslu

  • 13.11.2019–17.6.2020

3

Samráði lokið

  • 18.6.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-272/2019

Birt: 29.10.2019

Fjöldi umsagna: 36

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.)

Niðurstöður

Alls bárust 36 umsagnir við drögin. Tekið var tillit til innsendra umsagna eins og tilefni gafst til við nánari útfærslu frumvarpsins. Lög nr. 154/2019, um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um tekjuskatt,(vistvæn ökutæki o.fl.), voru samþykkt á Alþingi þann 17. desember 2019, sjá nánar: https://www.althingi.is/altext/stjt/2019.154.html

Málsefni

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um virðisaukaskatt og tekjuskatt sem fela í sér ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpi þessu eru lagðar til nýjar tímabundnar skattaívilnanir vegna vistvænna-, nýorku- og hreinorkubifreiða auk þess sem lagðar eru til breytingar á þeim ívilnunum sem nú eru í gildi vegna innflutnings og sölu á rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðum. Þá eru nýjar tímabundnar skattaívilnanir jafnframt lagðar til fyrir rafmagns- og vetnisbifhjól, létt bifhjól sem ganga fyrir rafmagni og reiðhjól. Lagt er til að ívilnanirnar verði festar í sessi til nokkurs tíma.

Markmið frumvarpsins er að greiða fyrir orkuskiptum í samgöngum í samræmi við stefnu stjórnvalda í þeim efnum fyrir tilstilli efnahagslegra hvata.

Helstu efnisatriði frumvarpsins eru eftirfarandi:

• Að gildistími virðisaukaskattsívilnana fyrir rafmagns- og vetnisbifreiðar verði framlengdur til og með 31. desember 2023.

• Að fjárhæðarmörk heimildar til niðurfellingar virðisaukaskatts og undanþágu frá skattskyldri veltu við kaup á rafmagns- eða vetnisbifreið verði hækkuð.

• Að virðisaukaskattsívilnun fyrir tengiltvinnbifreiðar falli niður eftir 31. desember 2020.

• Að fjöldi rafmagns-, vetnis og tengiltvinnbifreiða sem njóta virðisaukaskattsívilnana verði aukinn.

• Að heimilt verði að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki vegna innflutnings bifhjóls sem knúið er rafmagni eða gengur fyrir vetni, létt bifhjóls sem knúið er rafmagni eða reiðhjóls.

• Að núverandi heimild til að endurgreiða byggjendum og eigendum íbúðarhúsnæðis 60% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna við uppsetningu hleðslustöðva í eða við íbúðarhúsnæði verði aukin upp í 100%.

• Að byggjendum og eigendum íbúðarhúsnæðis verði veitt heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á hleðslustöðvum í eða við íbúðarhúsnæði.

• Að útleiga handhafa leyfis til að reka ökutækjaleigu, eignaleigu eða fjármögnunarleigu á vistvænum bifreiðum verði undanþegin virðisaukaskattsskyldri veltu.

• Að heimilt verði við innflutning eða sölu á hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa, að fella niður virðisaukaskatt eða telja hann til undanþeginnar veltu.

• Að atvinnurekstraraðilum verði heimilað að fyrna að fullu á kaupári niður að niðurlagsverði eignar ökutæki sem nýta eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni að því gefnu að nýorkuökutæki sé að öllu leyti nýtt í skattskyldri starfsemi lögaðila eða sjálfstætt starfandi einstaklings.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa skattamála

fjr@fjr.is