Alls bárust 36 umsagnir við drögin. Tekið var tillit til innsendra umsagna eins og tilefni gafst til við nánari útfærslu frumvarpsins. Lög nr. 154/2019, um breytingu á lögum um virðisaukaskatt og lögum um tekjuskatt,(vistvæn ökutæki o.fl.), voru samþykkt á Alþingi þann 17. desember 2019, sjá nánar: https://www.althingi.is/altext/stjt/2019.154.html
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 29.10.2019–12.11.2019.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 18.06.2020.
Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um virðisaukaskatt og tekjuskatt sem fela í sér ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.
Með frumvarpi þessu eru lagðar til nýjar tímabundnar skattaívilnanir vegna vistvænna-, nýorku- og hreinorkubifreiða auk þess sem lagðar eru til breytingar á þeim ívilnunum sem nú eru í gildi vegna innflutnings og sölu á rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðum. Þá eru nýjar tímabundnar skattaívilnanir jafnframt lagðar til fyrir rafmagns- og vetnisbifhjól, létt bifhjól sem ganga fyrir rafmagni og reiðhjól. Lagt er til að ívilnanirnar verði festar í sessi til nokkurs tíma.
Markmið frumvarpsins er að greiða fyrir orkuskiptum í samgöngum í samræmi við stefnu stjórnvalda í þeim efnum fyrir tilstilli efnahagslegra hvata.
Helstu efnisatriði frumvarpsins eru eftirfarandi:
• Að gildistími virðisaukaskattsívilnana fyrir rafmagns- og vetnisbifreiðar verði framlengdur til og með 31. desember 2023.
• Að fjárhæðarmörk heimildar til niðurfellingar virðisaukaskatts og undanþágu frá skattskyldri veltu við kaup á rafmagns- eða vetnisbifreið verði hækkuð.
• Að virðisaukaskattsívilnun fyrir tengiltvinnbifreiðar falli niður eftir 31. desember 2020.
• Að fjöldi rafmagns-, vetnis og tengiltvinnbifreiða sem njóta virðisaukaskattsívilnana verði aukinn.
• Að heimilt verði að fella niður virðisaukaskatt eða telja til undanþeginnar veltu fjárhæð að ákveðnu hámarki vegna innflutnings bifhjóls sem knúið er rafmagni eða gengur fyrir vetni, létt bifhjóls sem knúið er rafmagni eða reiðhjóls.
• Að núverandi heimild til að endurgreiða byggjendum og eigendum íbúðarhúsnæðis 60% þess virðisaukaskatts sem þeir hafa greitt af vinnu manna við uppsetningu hleðslustöðva í eða við íbúðarhúsnæði verði aukin upp í 100%.
• Að byggjendum og eigendum íbúðarhúsnæðis verði veitt heimild til endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á hleðslustöðvum í eða við íbúðarhúsnæði.
• Að útleiga handhafa leyfis til að reka ökutækjaleigu, eignaleigu eða fjármögnunarleigu á vistvænum bifreiðum verði undanþegin virðisaukaskattsskyldri veltu.
• Að heimilt verði við innflutning eða sölu á hópbifreið í almenningsakstri sem notar eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni sem orkugjafa, að fella niður virðisaukaskatt eða telja hann til undanþeginnar veltu.
• Að atvinnurekstraraðilum verði heimilað að fyrna að fullu á kaupári niður að niðurlagsverði eignar ökutæki sem nýta eingöngu metan, metanól, rafmagn eða vetni að því gefnu að nýorkuökutæki sé að öllu leyti nýtt í skattskyldri starfsemi lögaðila eða sjálfstætt starfandi einstaklings.
100 þús kr þak á reiðhjóli er allt of lágt, ætti að vera eitt og hið sama fyrir rafmagnsreiðhjól og hefðbundið hjól.
Ódýrustu samgönguhjól kosta um eða yfir 100 þús og eru þá án alls annars búnaðar, auðvelt er að fara langleiðina í 200 þús fyrir slíkt hjól þegar bæst hefur við nauðsynlegur útbúnaður svo sem aurhlífar, bögglaberi, nagladekk og ljós.
Fyrir utan það að betri samgönguhjól kosta 150 - 200 þús án slíks nauðsynlegs útbúnaðar.
bestu þakkir
Guðmann Bragi Birgisson
Peloton ehf er innflutnings og söluaðili á reiðhjólum, bæði rafhjólum og hefðbundnum hjólum ásamt fylgihlutum.
Eftirfarandi eru ábendingar okkar varðandi frumvarpið:
Vísað er til i.liðar 1.gr. frumvarpsins þar sem lagt er til að virðisaukaskattur verði felldur niður af „hefðbundnum“ reiðhjólum (stafliður c. Í 2. og 3. mgr) við innflutning og sölu að hámarki 100.000 kr. Í staflið b. sömu málsgreina er samsvarandi niðurfelling lögð til af rafhjólum að hámarki 400.000 kr.
Með vísan til greinargerðar og markmiða frumvarpsins almennt hvað varðar loftslagsmál og minnkunar álags á samgöngumannvirki skýtur skökku við að hámarksmörk fyrir hefðbundin reiðhjól skuli vera einungis 100.000 kr en 400.000 kr fyrir rafhjól. Eðlilegt hefði verið að hefðbundin hjól nyti sambærilegra ívilnana eins og rafhjól þar sem gildi þeirra miðað við markmið frumvarpsins hlýtur að vera sambærilegt. Til viðbótar má svo nefna aukin áhrif til heilsueflingar og almennrar hreyfingar. Lagt er til að þessi mörk verði samræmd í frumvarpinu.
Þessu til stuðnings má einnig benda á að talsverð skekkja er í upphæðarmörkum sem tilgreind eru í drögunum varðandi hefðbundin reiðhjól annars vegar og rafhjól hins vegar. Skoðun á verði hefðbundinna samgönguhjóla í verslunum hérlendis gefur tilefni til að ætla að meðalverð slíkra hjóla af þeim gæðum sem nauðsynleg eru til að nota við samgöngur allt árið liggi í kringum 150-200 þús. Samsvarandi meðalverð rafhjóla liggur á bilinu 300-350 þús. Ef niðurstaðan er sú að styðjast við mismunandi hámarksfjárhæðir í þessum flokkum væri rétt að horfa til hærri hámarskupphæðar fyrir hefðbundin hjól eða upphæð sem næmi uþb 200.000 í stað 100.000.
Vísað er 2. mgr 4.gr. um gildistöku. Þar er tilgreind hækkun hámarksfjárhæðarmarka vegna rafmagns- og vetnisbifhjóla þann 1 júlí 2020. Ekki er tilgreind samsvarandi hækkun hámarksfjárhæða fyrir rafhjól og reiðhjól. Lagt er til að tilsvarandi hækkun verði tilgreind um þessi ökutæki.
Fh Peloton ehf.
Bjarni Birgisson
Framkvæmdastjóri.
Líst almenn vel á þessar tillögur.
90% ferða minna til og frá vinnu eru á reiðhjóli. Hjól sem ég kýs að nota kosta 200 - 300 þús. kr. Slík hjól eru með "nennara" eins og vinnufélagi minn orðar það. Því finnst mér hámark niðurfellingar virðisaukaskatts af reiðhjólum of lágt, en lagt er til að hámarkið sé 24 þús. kr. af reiðhjólum á meðan hámarkið er 96 þús. kr. af rafmagnshjólum.
Almennt séð góðar tillögur en ég verið að gera athugasemd við hámarks upphæð vegna reiðhjóla það eru engin gild rök fyrir því að hafa það eitthvað lægra en vegna kaupa á rafmagnsreiðhjólum.
Ég fagna þessari hugmynd. En 100.p kr er of lát. Það sama seigji ég um rafmgnshjólin það er of látt. Mín tila er sú að það æti einginn skatur á hjólum hvort sem reiðhjólum eða rafmagnshjólaum! Nú ef fóla ætla að stíga skrefið og koma vistvænum farkostum í forgang þá verða menn að stíga ALLA leið!
Haraldur Tryggvason
Tímanleg og góð þingsályktunartillaga, en niðurfelling vsk fyrir venjuleg reiðhjól upp að kr. 100.000 er of lágt. Ætti að vera það sama og fyrir rafmagnshjól. Samgönguhjól með búnaði fyrir íslenskt veðurfar og aðstæður kostar á bilinu kr. 200.000 - 300.000.
Í ákvæðum þar sem finna má "heimild" til þess að fella niður virðisaukaskatt af reiðhjólum og rafmagnsknúnum reiðhjólum er að finna mjög gróflega mismunun. Heimilt er að fella niður virðisaukaskatt af nokkurfalt dýrari rafmagnsknúnum reiðhjólum en fótknúnum. Það er mjög einkennilegt þar sem ef skoðaðar eru sömu undirtegundir reiðhjóla annars vegar með rafmagnsmótor og hins vegar aðeins fótknúnum, eða mjög sambærilegar týpur, þá kemur í ljós að munurinn er ekki svo mikill. Það er líka mjög áhugavert hvað fjárhæðin er lág þar sem varla er hægt að finna meðalgott ódýrt hjól fyrir þá sem hjóla mikið (eins og þeir sem nota þau til samgangna t.d.) fyrir 100.000 kr. sem þessi 24.000 kr. niðurfelling miðast við.
Margir þeirra sem byrja að æfa hjólreiðar og ganga lengra og lengra í því, hvort sem er með félagi eða einir og sér, fara út í það að nota reiðhjólið meira og meira til samgangna og smita út frá sér. Þessi hjól sem þessir aðilar fjárfesta í kosta oft talsvert meira en þessi mörk viða við. Maður veltir fyrir sér hvort það þurfi að vera mörk eða hví ætti að miða við svona ódýr hjól? Er ekki allt í lagi að ýta líka undir hreyfingu, heilbrigði og þannig í kjölfarið eykst svo kannski notkun reiðhjóla líka sem samgöngutæki.
Með sömu rökum ættu sömu ívilnanir í vsk að gilda um seglbáta, árabát, kayak og önnur farartæki sem losa ekki CO2
Góð tillaga, en of lág upphæð fyrir venjuleg reiðhjól.
Annað er að rafmagnshlaupahjól eru að verða mjög vinsæll ferðamáti og ætti að hvetja til notkunar á þeim með niðurfellingu á vsk á þeim líka.
Góðan dag
Ég fagna breyttum reglum um niðurfellingu á vsk á reiðhjól, en vil koma með ábendingu að upphæðirnar, bæði á "venjulegt" reiðhjól og rafmagnshjól eru ekki raunhæfar. Í fyrsta lagi ættu þær, að mínu mati, að vera jafn háar þar sem bæði hjólin geta ýtt undir umhverfisvænan ferðamáta, og ef þær verða ekki jafn háar þurfa þær amk að vera hærri, um 200 þús kr hærri á hvora hjólategund að mínu mati.
Með von um að þessar upphæðir verði hækkaðar
bkv Rakel Rós
Varðandi viðmið um niðurfellingu virðisaukaskatts á reiðhjólum (fótstignum eða rafmagnshjólum) langar mig að benda á að verð á frambærilegum reiðhjólum er mun hærra en sú fjárhæð sem miðað er við. Með öðrum orðum þýðir það að fólk sem kýs að nota dýrari hjól til samgönguhjólreiða heldur kemur til með að greiða virðisaukaskatt af sínum fararskjótum. Í þessu sambandi er rétt að benda á að, eins og í svo mörgu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur, er mun ánægjulegra að hjóla á vönduðu reiðhjóli fremur en ódýru lakara hjóli. Af því má leiða líkum að fólk fáist frekar til að nota reiðhjól sem eru dýrari og af betri gæðum.
Undirritaður er einn þeirra sem nota reiðhjól árið um kring og á til þess fjölmörg hjól sem henta hverri árstíð og undirlagi sem hjólað er á. Sé raunverulega vilji til að fá fleiri til að nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta, árið um kring væri skynsamlegt að hækka viðmið um niðurfellingu af virðisaukaskatti svo að dýrari hjól beri ekki virðisaukaskatt.
Ennfremur langar mig að benda á að skjólgóður fatnaður sem notaður er til vetrarhjólreiða og öryggisbúnaður (s.s. ljós, hjálmar, vetrardekk, hlífðarfatnaður, skór, skóhlífar o.fl.) er nauðsynlegur og hefur mikið að segja um upplifun á samgönguhjólreiðum í myrkri, rigningu og snjó. Mig langar að draga athyglina að því að ívilnanir fyrir þessa vöruflokka gætu gert mikið í því að stuðla að heilsárs samgönguhjólreiðum. Jafnvel þó að fólk notist við ódýr hjól til samgönguhjólreiða þá verður fólk að vera þannig búið að því sé hlýtt og þurrt þegar á áfangastað er komið. Að öðrum kosti verða hjólreiðar ekki fýsilegur kostur nema þá daga sem sólar og yls nýtur við.
Frumvarpið ætti að gera ráð fyrir hjólum, rafhjólum en jafnframt svokölluðum nytjahjólum.
Nytjahjól, oft kölluð cargo-hjól, hafa sótt í sig veðrir beggja vegna Atlantshafsins undanfarin ár og má m.a. nefna að skv. Zweirad-Industrie-Verband í Þýskalandi voru nýskráðir rafmagnsbílar aðeins 36,062 á meðan nýskráð nytjarafhjól voru 39,200 árið 2018.
Erlendis hafa fyrirtæki á borð við DHL, DPD, GLS o.fl. nýtt sér nytjarafhjólin fyrir vöruafhendingar í þéttbýli og hér heima hefur Íslandspóstur nýtt því sem næst þessu kemst svokölluð rafmagns-þríhjól með góðum árangri í sínu starfi. Hér eru því tækifæri til að hvetja fyrirtæki til vistvænni samgöngumáta.
Meiru máli skiptir þó að ungar fjölskyldur með börn á leik- og grunnskólaaldri eru jafnframt þær sem þurfa ekki bara að ferðast með sjálft sig heldur einnig börnin sín og halda úti stóru heimili í matarinnkaupum og öðru. Nytjarafhjól gerir þeim kleift að gera það án bílsins, sér í lagi í minni bæjarfélögum. Þetta er jafnframt sá hópur sem er að stíga út á vinnumarkaðinn, jafnvel kaupa sér fasteign eða ennþá á leigamarkaði og tekjur til ráðstöfunar því takmarkaðar.
Það kemur því spánskt fyrir sjónir að þröskuldurinn sé 6.5 milljónir fyrir að kaupa sér t.d. hybrid jeppling en ekki sé gert ráð fyrir að nytjarafhjól sem kosta á bilinu 650.000-1.200.000 hljóti ívilnun líka.
Með því að gera ráð fyrir flokknum nytjahjól væri hér ekki verið að bjóða ívilnanir til að kaupa sér hjól sem hugsuð eru til afþreyingar og yndisauka heldur til að létta álagið á samgöngukerfinu og hvetja til vistvænni samgöngumáta en að keyra einkabílinn.
Ég legg til að hámarks niðurfelling sé sú sama á rafmangsreiðhjólum og hefðbundnum reiðhjólum. Það er lýðheilsumál að þjóðin fari að hreyfi sig meira þar sem við sem erum alltof feit og sérstaklega börn. Sannarlega er einhver hreyfing fólgin í því að hjóla á rafmagnshjóli en hún er þó töluvert minni en á hefðbundnu hjóli. Þrátt fyrir að rafmagnshjól séu oftar dýrari er hvorki rétt né sanngjarnt að það sé hærri niðurfelling á þeim.
........................................................................................................................................................................
Hámark niðurfellingar virðisaukaskatts af rafmagnsreiðhjólum er 96 þúsund krónur og af hefðbundnum reiðhjólum 24 þúsund samkvæmt tillögunum sem þýðir að að hægt verður að kaupa rafmagnsreiðhjól sem kostar 400 þúsund krónur án þess að greiða virðisaukaskatt og reiðhjól sem kostar 100 þúsund krónur án þess að virðisaukaskattur komi til.
Til þess er málið varðar.
Hvert er hlutlægt og mælanlegt markmið aðgerðarinnar? Hvernig verður árangur aðgerðarinnar mældur? Hver er spá um árangur aðgerðarinnar hvað kolefnislosun varðar, t.a.m.? Hafa slíkar skattaívilnanir borið ætlaðan árangur hjá öðrum löndum við orkuskipti og minnkun losunar kolefnis?
Ég fagna breyttum reglum um niðurfellingu á vsk á reiðhjól, en vil koma með ábendingu um að eðlilegt hefði verið að hefðbundin hjól nyti sambærilegra ívilnana eins og rafhjól þar sem gildi þeirra miðað við markmið frumvarpsins hlýtur að vera sambærilegt. Ég legg til að bæði niðurfelling á hefðbundnum hjólum og rafhjólum væri 500. þúsund.
Albert Jakobsson
Málið er mjög gott en það verður að hækka fjárhæðina fyrir venjuleg reiðhjól sem er undanþegin skatti.
Reiðhjól eru umtalsvert umhverfisvænni fyrir umhverfið heldur en rafmagnshjól eða rafmagns hlaupahjól. Ég hjóla mikið og hef engan áhuga eða þörf á rafmagnshjóli.
Góð heilsárs reiðhjól kosta miklu meira en 100 þkr, nær lagi er 300 þkr (á bilinu 200-500 þkr).
Takk kærlega
Ég hef stundað samgönguhjólreiðar í nokkur ár, þannig hef reynslu af því allt árið. Það verður að segjast að það er talsvert erfitt að stunda þær á veturna (haust og vor) nema vegalengdin sé stutt. Ástæðurnar eru vegna roks, stígar ekki hreinsaðir nægilega vel/oft og þarf að fara lengri leið til að vera á almennilegum stígum.
Ég tel að rafmangshjól sé eina leiðinn til að fá einhvern fjölda til að stunda samgönguhjólreiðar allt árið og styð því þessa tillögu heilshugar.
Varðandi upphæðina þá tek undir að upphæðin fyrir venjuleg hjól mætti hækka í 200.000.
Upphæðin þarf líka að hækka með verðlagsþróun t.d. tengd við vísitölu
Undirritaður fagnar þeim hluta af þessu frumvarpi sem snýr að ívilnunum á reiðhjólum, jafnt rafknúnum að hluta eða heild sem og hefðbundnum reiðhjólum.
Ég vil þó gera athugasemd við upphæðirnar sem lagðar eru fram; annars vegar „Af léttu bifhjóli eða reiðhjóli sem knúið er rafmagni að hámarki 96.000 kr.“ sem samsvarar hámarksverði upp á 400 þús. og hins vegar „Af reiðhjóli með stig- eða sveifarbúnaði og öðrum tegundum reiðhjóla að hámarki 24.000 kr.“ sem samsvarar hámarksverði upp á 100 þús. Þessar tölur koma svo fram í tillögum að undanþágum frá skattskyldri veltu.
Þessar upphæðir fundust mér lágar. Ég gerði mér því ferð í nokkrar hjólreiðabúðir 2. nóv. sl. og kannaði verð á rafmagnshjólum fyrir samgönguhjólreiðar, og hefðbundnum reiðhjólum fyrir samgönguhjólreiðar sem voru með sambærilegum búnaði og 400 þús. kr. rafmagnshjól að áliti mínu og starfsmanna viðkomandi verslana.
Niðurstaða þessarar könnunar var að algengt verð á miðlungs entry-level rafmagnssamgönguhjólum er 360-440 þús. og því mjög í lægri kantinum að hafa hámarksviðmiðið 400 þús. Eðlilegra viðmið væri e.t.v. 500-600 þús. til þess að dekka betur algeng rafmagnshjól.
Eins og áður sagði þá ræddi ég við starfsmenn og spurði hvað sambærilegt ekki-rafmagnshjól myndi kosta (m.v. bremsur, gírbúnað, ljós, bretti, o.sv.frv.) og 125-160 þús. var algengt svar. Ég spurði líka um entry-level en samt þokkaleg malarhjól (gravel bikes), sem henta líka vel í samgönguhjólreiðar, og 175 þús. var algeng tala. Að hámarksviðmiðið sé 100 þús. í frumvarpinu er því alltof lágt. Eðlilegra viðmið væri e.t.v. að lágmarki 250-300 þús.
Upphæðirnar þurfa að taka reglulegum breytingum.
Hjólreiðabúðir hafa frekari gögn um annars vegar hvað samgönguhjólreiðafólk kaupir og hins vegar hvað telst vera 'þokkalegt' til að henta íslenskum aðstæðum, t.d. til að þola bleytu og seltu og að geta sett nagladekk undir hjólin og bretti og ljós á þau.
Með vinsemd og virðingu,
Erlendur S. Þorsteinsson.
Undirritaður er stjórnarmaður í Landssamtökum hjólreiðamanna og hjólreiðadómari hjá Hjólreiðasambandi Íslands en þessi umsögn er ekki á vegum þeirra samtaka. Undirritaður hjólar reglulega til og frá vinnu, á öllum árstíðum.
Rafmagnsbifhjól hafa í flestum tilfellum neikvæð umhverfisáhrif.
Bifhjól og létt bifhjól í flokki II eru í afar takmörkuðu mæli notuð sem samgöngu- eða atvinnutæki, mun oftar til skemmtunar og yndisauka eiganda. Tilgangur ívilnana vegna vistvænna ökutækja er að greiða fyrir orkuskiptum í samgöngum og gera samgöngur umhverfisvænni. Tilgangurinn er ekki að auðvelda kaup á leiktækjum sem í öllum tilfellum hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif ef lífsferill þeirra er greindur, frá framleiðslu til urðunar/endurvinnslu. Það þarf vart að taka fram að framleiðsla rafknúinna bifhjóla hefur í för með sér veruleg neikvæð umhverfisáhrif.
Í drögum að frumvarpi um skattaívilnanir vegna vistvænna ökutækja, og meðfyglgjandi útskýringum, er ekki sett fram greining eða rökstuðningur fyrir því hvernig rafmagns- og vetnisbifhjól, eða létt bifhjól geta gert samgöngur umhverfisvænni. Því legg ég til að allar tillögur að ívilnunum fyrir bifhjól og létt bifhjól í flokki II, verði fjarlægðar úr drögunum þangað til að farið hefur fram fullnægjandi greining á umhverfisáhrifum og mögulegum ávinningi af notkun slíkra farartækja.
Hvatning til kaupa á umhverfisvænni fararskjóta myndi sæma sér betur ef ívilnanir til hefðbundinna reiðhjóla væru hærri. Sé horft til sambærilegra ívilnana til rafmagnsbíla, ná niðurfellingar skatta rúmlega þrem milljörðum króna á síðasta ári, en ef virðisaukaskattur af öllum reiðhjólum árið 2018 var 383 milljónir króna. Ef markmiðið er að stuðla að umhverfisvænni og bættari samgöngum á Íslandi verður niðurfelling innflutningsgjalda á hefðbundin reiðhjól að vera hærri. Eðlilegt væri að hvor flokkur, þ.e. rafmagnshjólin og reiðhjólin nytu betri kjara en nú hefur verið sett fram að hálfu ráðherra. Mín tillaga að endurbótum er að hækka hvorn niðurfellingarflokk í 500.000 kr., þannig að innflutningsgjöld verði lögð af fyrir fyrstu hálfu milljónina á öllum reiðhjólum sem flutt eru til landsins, hvort sem talað er um rafknúin eða ekki.
Meðfylgjandi er umsögn SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.).
ViðhengiHjólafærni á Íslandi vekur athygli á að vistvæn vélknúin ökutæki eru almennt þyngri en bensín og dísel vélknúin ökutæki og því enn frekari ástæða til að gera athugasemd við nagladekkjanotkun slíkra ökutækja. Með þyngdinni er viðbúið að þau spæni enn frekar upp loftmengandi svifryki sem ógnar heilsu, einkum í þéttbýli.
Hjólafærni á Íslandi vekur einnig athygli á að í frumvarpinu er ekki horft til þeirra reiðhjóla sem vænlegust eru til að leysa af hólmi ýmis konar smáflutninga í þéttri byggð - með svokölluðum nytjahjólum(cargo bikes) sem hafa reynst sérlega vel á Íslandi, einkum séu þau með rafmagni. Slík hjól eru ekki í almennri sölu í landinu en það hlýtur að vera daga spursmál, hvenær þau ryðja sér rúm hér á landi.
Nytjahjólin eru öllu jafna dýr í innkaupum. Það hafa 20 slík hjól verið keypt til landsins í gegnum samfélagsverkefnið Hjólað óháð aldri. Þau reiðhjól hafa kostað í kringum 1.000.000 kr. og virðisauki bætst svo við eftir það. Eins eru til alls konar reiðhjól sem einkanlega myndu nýtast fötluðum - og þau reiðhjól geta hæglega kostað hátt á aðra milljón króna.
Þannig að þakið á rafmagnsreiðhjólunum sem liggur til grundavallar í þessu ívilnanna frumvarpi, eru afar takmarkandi og til samanburðar við ívilnanir sem settur eru fram með rafmagnsbílum og rafmagnsbifhjólum, þá er þetta algjörlega ófullnægjandi.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Bílgreinasambandsins um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.).
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn BSRB.
Kær kveðja,
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
ViðhengiVið leggjum til eftirfarandi breytingar á drögunum um breytingar á lögum um virðisaukaskatt nr. 50/1988:
Eftirfarandi breytingar verði á ákvæði til bráðabirgða XXIV í lögunum:
a. Í stað orðanna „rafmagns-, vetnis- eða tengiltvinnbifreiðar“ tvisvar sinnum í 1. mgr. kemur: rafmagns-, metanóls- eða vetnisbifreiðar.
b. 2. mgr. orðast svo: Tollstjóra er heimilt við tollafgreiðslu að fella niður virðisaukaskatt af rafmagns-, metanól- eða vetnisbifreið að hámarki 1.560.000.
c. 1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Við skattskylda sölu bifreiðar er skattaðila heimilt að undanþiggja frá skattskyldri veltu fjárhæð að hámarki 6.500.000 kr. vegna rafmagns-, metanóls- eða vetnisbifreiðar.“
Rök fyrir þessum tillögum eru í meginatriðum þessi:
Hér á landi er mögulegt að nýta rafmagn til að knýja bifreið á tvennan hátt: með því að hlaða rafhlöðu eða búa til eldsneyti úr vetni sem framleitt er með rafgreiningu vatns.
Ef vetniskosturinn er valinn, er hægt að nota vetnið beint sem eldsneyti, eða framleiða úr vetninu fljótandi eldsneyti. Því fylgir sá ávinningur að fljótandi eldsneyti er mun hagkvæmari orkuberi og ódýrara í framleiðslu og dreifingu í strjálbýlu landi en vetni. Iðnverksmiðja sem byggð er á íslenskri tækni til að framleiða metanól úr vetni er þegar til staðar við orkuverið í Svartsengi.
Áhrif þessara þriggja tegunda bifreiða á spurn eftir og notkun hefðbundins jarðefnaeldsneytis er sú sama, þ.e. í stað bíla sem knúnir eru bensín eða dísil, koma bílar sem knúnir eru innlendri raforku af endurnýjanlegum uppruna og innflutningur á jarðefnaeldsneyti dregst saman. Tilgangur þess að bæta metanólbifreiðum á þennan lista er að gefa almenningi fleiri valkosti í kaupum á nýorkubílum og að jafna samkeppnisstöðu þeirra kosta sem standa til boða innanlands til að auka nýtingu rafmagns í samgöngum.
Upprunalegu ákvæðin í kafla XXIV voru lögfest með gildistöku laga nr. 69/2012. Þegar ákvörðun var tekin um að framlengja þessi ákvæði í fjárlögum 2016, sagði fjármálaráðherra í greinargerð:
“Tilgangur ákvæðisins er að styrkja samkeppnishæfni umræddra ökutækja gagnvart hefðbundnum bensín- og dísilknúnum ökutækjum með það að markmiði að efla og flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum. Ljóst er að sú ívilnun sem felst í ákvæðinu hefur skipt sköpum þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum." (Leturbreyting CRI)
Við teljum með því að bæta við metanólbílum sem valkosti sem flýtt getur fyrir orkuskiptum, getur reynst hagfelldari fyrir almenning og byggður er á nýtingu innlends hráefnis og orku, séu meiri líkur á því að markmið í orkuskiptum náist. Einnig má benda á það að í frumvarpsdrögunum eru ákvæði um ívilnanir fyrir hópbifreiðar sem leggja metanólbifreiðir að jöfnu við bifreiðir knúnar rafmagni eða vetni.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn frá VETNIS ehf um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.) frá fjármála- og efnahagsráðherra.
ViðhengiÁgæti viðtakandi,
Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.).
Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.
Bestu kveðjur
F.h. SAF
Gunnar Valur Sveinsson
ViðhengiMeðfylgjandi eru hugleiðingar Rafbílasambands Íslands við drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.)
ViðhengiIB ehf/ Ingimar Baldvinsson 12,11,2019
IB ehf flytur inn Bandarískar bifreiðar.
Ég undrast að ekkert er minnst á metangas bifreiðar og eða uppbyggingu á metangas stöðvum utan RKV og Akureyri í umræddu frumvarpi.
Það er undarlegt að við innfluttning á metangas bifreið sem kemst um tífalda þá vegalengd sem tengiltvinnbílar komast og er margfallt umhverfisvænni er greitt 65% vörugjald og engin endurgreiðsla á virðisauka, einungis fást endurgreiddar 1,250,000 kr af vörugjaldi, þetta ásamt því að styðja ekki við uppbyggingu fleirri metanstöðva
gerir að verkum að við brennum metangasi í stórum stíl í stað þess að stuðla að notkun þessa innlenda orkugjafa.
Til viðbótar við umsögn Rafbílasambandsins hér á undan; Rafbílasambandið setur spurningarmerki við 3 ára regluna.
Ef eldri bílar en þriggja ára fengju ívilnun gæti það veitt auknum krafti í notaða markaðinn og flýtt þátttöku tekjulægri hópa í orkuskiptunum.
Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.), mál nr. 272/2019.
Virðingarfyllst,
Björg Ásta Þórðardóttir,
lögfræðingur SI
ViðhengiGræna Orkan, Samstarfsvettvangur um orkuskipti, fagnar framlögðum tillögum til breytinga. Um er að ræða afar metnaðarfullar tillögur sem eru í samræmi við skýrslu starfshóps um „Skatta á ökutæki og eldsneyti 2020-2025“ og birt var í ágúst 2018. Þær eru einnig í góðu samræmi við stefnu stjórnvalda og er Græna Orkan sannfærð um að tillögurnar muni hraða orkuskiptum. Sérstaklega er mikilvægt að sjá tillögur sem snúa að stærri tækjum, svo sem niðurfellingu virðisaukaskatts á almenningsvögnum. Framlenging gildistíma ívilnana fyrir fólksbíla er einnig afar mikilvæg en þó skal tekið hér fram að ekki er tímabært að fella brott virðisaukaskattsívilnun fyrir tengiltvinnbifreiðar.
Þegar á heildina er litið munu þessar tillögur hafa jákvæð áhrif á innleiðingu vistvænna farartækja á næstu árum og samfara aukinni byggingu innviða má leiða að því líkur að notkun á vistvænu eldsneyti muni aukast á næstu árum.
Meðfylgjandi er umsögn Landssamtaka hjólreiðamanna um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta (ívilnanir vegna vistvænna ökutækja o.fl.).
Virðingarfyllst,
Árni Davíðsson
formaður
www.LHM.is
Viðhengi1. Það er margt gott í tillögum þessum og fagna ég þeim í heild sinni. Hins vegar er ýmislegt sem mætti betur fara.
2. Fjölskylda mín hefur þegar fest kaup á fjórum rafhjólum til daglegra nota til og frá vinnu. Þess vegna fagna ég því að sá möguleiki verði gerður aðgengilegri. Þetta er mjög jákvætt bæði frá lýðheilsu – og umhverfis sjónarmiðum.
3. Heilt yfir ganga orkuskiptin/orkuskiptaáætlun stjórnavalda allt of hægt fyrir sig. Ástæðan er einfaldlega sú að jarðefnaeldsneyti er alltof ódýrt í innkaupum og rafbílar ennþá of dýrir. Undanþága frá skattskyldri veltufjárhæð vegna rafmagnsbifreiða stendur í dag í 6 milljónum króna og hefur ekki hækkað frá árinu 2012. Taka ber það land til fyrirmyndar sem mestum árangri hefur náð í rafbílavæðingu sem er Noregur. Þar er ekkert hámark á undanþágu skattskyldrar veltu vegna kaupa á rafbílum. Dæmið þaðan sýnir að ekkert annað dugar til.
4. Augljóslega er með frumvarpinu verið að reyna að ná til hinna ýmsu þjóðfélagshópa og passað að hinir velstæðu þjóðfélagsþegnar fái ekki of mikið uppí hendurnar.
Staðreyndin er sú að framboð hreinna rafbíla er enn verulega takmarkað. Huga þarf að valmöguleikum barnmargra fjölskylda sem einungis vilja hafa einn bíl á heimilinu.
Skv. vefsíðunni https://ev-database.org/ eru einungis í boði 27 hreinir rafbílar framleiddir í heiminum í dag og einungis þeir dýrustu sem raunverulega má flokka sem fjölskyldubíla. Sá ódýrasti er líklega Audi etron 50 sem kostar um 7,4 milljónir króna.
5. Til þess að staðalfjölskyldan á Íslandi, geti átt raunverulegan kost á því að ferðast um í rafmagnsbíl verður því að hækka mörkin í a.m.k. 7,5 milljónir og helst að afnema mörkin að fullu.
6. Ítreka að það er margt gott í þessu en hámarkið verður að hækka til að fólk á meðaltekjum eigi að eiga möguleika á að kaupa hreinan rafmagnsbíl sem fjölskyldubíl.