Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 31.10.–14.11.2019

2

Í vinnslu

  • 15.11.2019–25.5.2020

3

Samráði lokið

  • 26.5.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-273/2019

Birt: 31.10.2019

Fjöldi umsagna: 0

Annað

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024

Niðurstöður

Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árin 2020-2024 var sett í opið samráðferli þar sem allir gátu sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina, markmið hennar og innihald. Því ferli lauk í nóvember og í meðfylgjandi hlekk má sjá útkomuna og endanlega áætlun.

Málsefni

Sóknaráætlun Vesturlands fyrir árin 2020-2024 hefur verið sett í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina; markmið hennar og innihald. Umsagnarfrestur er til og með 14. nóvember nk.

Nánari upplýsingar

Sóknaráætlun Vesturlands 2020-2024 er þróunaráætlun landshlutans og felur í sér stöðumat hans, framtíðarsýn, markmið og áherslur til að ná fram þeirri framtíðarsýn. Sóknaráætlun Vesturlands byggir á fimm grunnþáttum; velferð, umhverfi, samgöngur, menning og atvinna. Þá voru allir þessir grunnþættir tengdir við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í áætluninni eru sett fram skýr mælanleg markmið og áherslur sem verða leiðarljós við val á áhersluverkefnum sem og við úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Sóknaráætlun fyrir Vesturland var unnin á tímabilinu mars - október 2019. Haldið var fjölmennt íbúaþing þar sem Vestlendingum gafst kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samráðsvettvangur Sóknaráætlunar Vesturlands kom síðan að frekari vinnu við mótun stefnunnar, en hann skipa fulltrúar frá sveitarfélögum, atvinnulífi, menningarlífi, fræðasamfélaginu, félagasamtökum og öðrum haghöfum.

Niðurstaða vinnunnar er framtíðarsýn, markmið og áherslur sem ætlað er að munu stuðla að frekari vexti og framgangi á Vesturlandi og gera landshlutann samkeppnishæfari og betri búsetukost. Það er von okkar að áætlunin gefi til kynna framsýni, athafnasemi, metnað, virðingu og samvinnu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Páll S. Brynjarsson

pall@ssv.is