Samráð fyrirhugað 01.11.2019—15.11.2019
Til umsagnar 01.11.2019—15.11.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 15.11.2019
Niðurstöður birtar 05.12.2019

Drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi

Mál nr. 276/2019 Birt: 01.11.2019 Síðast uppfært: 05.12.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Alls bárust ráðuneytinu 12 umsagnir um tillögu að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi. Umsagnir leiddu til þess að felld var á brot tillaga að breytingu á 2. mgr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi og samskonar tillaga að breytingu á 2. mgr. 30. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Auk þess leiddu umsagnir til breytinga á öðrum ákvæðum reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Reglugerðirnar hafa verið birtar í B-deild Stjórnartíðinda sem reglugerð nr. 1068/2019 og reglugerð nr. 1069/2019.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 01.11.2019–15.11.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 05.12.2019.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Breyting á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi eru tilkomnar vegna innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins nr. 2014/52/ESB frá 16. apríl 2014 um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið. Tilskipunin var innleidd að hluta í íslenskan rétt með breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 sem samþykkt var á Alþingi vorið 2019 (lög nr. 96/2019, sjá: https://www.althingi.is/altext/stjt/2019.096.html). Innleiðing tilskipunarinnar kallar einnig á breytingu á umræddum reglugerðum.

Með breytingu á reglugerðunum er fyrst og fremst verið að aðlaga kröfur reglugerðanna er varða ferli mats á umhverfisáhrifum að kröfum laga um mat á umhverfisáhrifum eins og þær eru eftir breytingu og kröfum tilskipunarinnar. Einnig er með breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum verið að lögfesta tvo viðauka tilskipunarinnar, II. viðauka A og IV. viðauka, er fjalla um þær upplýsingar sem framkvæmdaraðili leggur fram með tilkynningu um framkvæmd til ákvörðun um matsskyldu hennar og þeirra upplýsinga sem fram eiga að koma í frummatsskýrslu framkvæmdaraðila. Meðfylgjandi eru drög að breytingu á reglugerðunum auk reglugerðanna með breytingum settum fram með breytingaslóð.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Náttúrufræðistofnun Íslands - 12.11.2019

Meðfylgjandi er umsögn Náttúrufræðistofnunar um mál nr. 276/2019.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Fljótsdalshérað - 14.11.2019

Umsögn bæjarráðs Fljótsdalshéraðs við drögum að breytingum á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs gerir athugasemd við tillögu að orðalagi í 30.gr. reglugerðardraga um mat á umhverfisáhrifum þar sem gert er ráð fyrir að ekki verði tekin rökstudd afstaða til álits Skipulagsstofnunar heldur verði álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum lagt til grundvallar útgáfu framkvæmdaleyfis. Það er mat bæjarráðs Fljótsdalshéraðs að þarna sé harðar að orði kveðið en lög og tilskipanir gefa tilefni til og leggur því til að horfið verði frá þessari breytingu.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs gerir einnig athugasemd við tillögu að orðalagi í 10 gr. reglugerðardraga um framkvæmdaleyfi þar sem fram kemur m.a. að framkvæmdaleyfi skuli ávallt bundið skilyrðum Skipulagsstofnunar. Það er mat bæjarráðs Fljótsdalshéraðs að með þessu sé Skipulagsstofnun orðin ákvörðunaraðili í stað sveitarfélags sem gæti í raun ekki brugðist við með andmælum fyrr en að útgefnu leyfi. Lagt er til að horfið verði frá þessari breytingu.

Afrita slóð á umsögn

#3 Hrefna Jóhannesdóttir - 15.11.2019

Í viðhengi er umsögn Skógræktarinnar um mál nr. 276/2019.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 María Elínborg Ingvadóttir - 15.11.2019

Til umhverfis- og auðlindaráðuneytis

Rangárþingi ytra, 15. nóvember 2019

Efni:

Umsögn um drög að breytingu við reglugerð nr. 772/2012, um framkvæmdaleyfi

Skógrækt er mikilvæg mótvægisaðgerð við losun kolefnis í andrúmslofti. Stefna ríkisstjórnarinnar er að efla skógrækt og hefur sýnt það í verki með stofnun Skógræktarinnar. Skógræktin, sem skipuð er fagfólki á öllum þeim sviðum sem nauðsynleg eru, hvetur til skógræktar, gerir samninga við skógarbændur, skipuleggur skógræktarsvæðin og tekur þar tillit til landnota, umhverfissjónarmiða og sem bestri nýtingu með fjölbreyttum tegundum, með markmið skógræktar í huga.

Í 5. grein, 1. málsgrein, sem fjallar um framkvæmdir háðar framkvæmdaleyfi, eru taldar upp þær framkvæmdir sem geta verið háðar framkvæmdaleyfi. Á eftir upptalningu, eins og efnislosun, landmótun, urðunarstaðir, kemur „ … nýræktun skóga, hvort sem um er að ræða nytjaskóg eða útivistarskóg eða skógareyðing.“

Eins og áður hefur verið bent á, er skógrækt sem atvinnugrein, stunduð í skjóli hins opinbera, háð leyfum, eftirliti og eftirfylgni Skógræktarinnar. Það á einnig við um grisjun og skógarhögg.

Því er lagt til að þessi hluti setningar, sem nefnd er hér fyrir ofan, verði tekinn út úr þessari upptalningu, en annarri setningu bætt við þessa málsgrein:

Skógrækt, samningsbundin við Skógræktina, er undanþegin framkvæmdaleyfi, en skal tilkynnt viðkomandi sveitarfélagi.

13. gr. fjallar um framkvæmdaleyfisgjald, sem virðist eiga að vera ákveðið af hverri sveitarstjórn fyrir sig, þ.e., ekki gætt samræmis. Það er varla ætlunin að ósamræmis gæti í leyfisgjöldum opinberra aðila, eftir svæðum eða landshlutum, eða jafnvel geðþótta. Þó að fasteignagjöld séu ákveðin hjá hverju sveitarfélagi fyrir sig, þá er þar um að ræða ákveðið svigrúm, innan marka sem þau halda sér við.

Í fyrstu málsgrein er því lagt til að í stað Sveitarstjórnir, komi „Samtök sveitarfélaga, skulu ákveða …..“

Einnig að á eftir 1. málsgrein 13. greinar komi ný málsgrein:

Samningsbundin skógrækt er undanþegin framkvæmdaleyfisgjaldi, enda ekki framkvæmdaleyfisskyld.

Með vinsemd og virðingu,

María E. Ingvadóttir, formaður Félags skógareigenda á Suðurlandi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 María Elínborg Ingvadóttir - 15.11.2019

Umsögn um drög að breytingum á reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samband íslenskra sveitarfélaga - 15.11.2019

Vinsamlegast sjá meðfylgjandi sameiginlega umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka atvinnulífsins.

Virðingarfyllst,

f.h. sambandsins,

Vigdís Häsler, lögmaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Baldur Dýrfjörð - 15.11.2019

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Skrifstofa umhverfis og skipulag

Hjálögð er umsögn Samorku um drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi mál nr. 276 í Samráðsgátt.

Virðingarfyllst,

fh. Samorku

Baldur Dýrfjörð

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Erla Björgvinsdóttir - 15.11.2019

Meðfylgjandi er umsögn Landsvirkjunar um drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Skipulagsstofnun - 15.11.2019

Umsögn Skipulagsstofnunar um drög að breytingum á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Verkfræðingafélag Íslands - 15.11.2019

Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Skorradalshreppur - 05.12.2019

Umsögn Skorradalshrepp

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Vegagerðin - 05.12.2019

Umsögn Vegagerðarinnar

Viðhengi