Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–15.11.2019

2

Í vinnslu

  • 16.11.–4.12.2019

3

Samráði lokið

  • 5.12.2019

Mál nr. S-276/2019

Birt: 1.11.2019

Fjöldi umsagna: 12

Drög að reglugerð

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi

Niðurstöður

Alls bárust ráðuneytinu 12 umsagnir um tillögu að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi. Umsagnir leiddu til þess að felld var á brot tillaga að breytingu á 2. mgr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi og samskonar tillaga að breytingu á 2. mgr. 30. gr. reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Auk þess leiddu umsagnir til breytinga á öðrum ákvæðum reglugerðar um mat á umhverfisáhrifum. Reglugerðirnar hafa verið birtar í B-deild Stjórnartíðinda sem reglugerð nr. 1068/2019 og reglugerð nr. 1069/2019.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að breytingu á reglugerð nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi.

Nánari upplýsingar

Breyting á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi eru tilkomnar vegna innleiðingar á tilskipun Evrópusambandsins nr. 2014/52/ESB frá 16. apríl 2014 um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið. Tilskipunin var innleidd að hluta í íslenskan rétt með breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 sem samþykkt var á Alþingi vorið 2019 (lög nr. 96/2019, sjá: https://www.althingi.is/altext/stjt/2019.096.html). Innleiðing tilskipunarinnar kallar einnig á breytingu á umræddum reglugerðum.

Með breytingu á reglugerðunum er fyrst og fremst verið að aðlaga kröfur reglugerðanna er varða ferli mats á umhverfisáhrifum að kröfum laga um mat á umhverfisáhrifum eins og þær eru eftir breytingu og kröfum tilskipunarinnar. Einnig er með breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum verið að lögfesta tvo viðauka tilskipunarinnar, II. viðauka A og IV. viðauka, er fjalla um þær upplýsingar sem framkvæmdaraðili leggur fram með tilkynningu um framkvæmd til ákvörðun um matsskyldu hennar og þeirra upplýsinga sem fram eiga að koma í frummatsskýrslu framkvæmdaraðila. Meðfylgjandi eru drög að breytingu á reglugerðunum auk reglugerðanna með breytingum settum fram með breytingaslóð.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Íris Bjargmundsdóttir

iris.bjargmundsdottir@uar.is