Samráð fyrirhugað 08.11.2019—06.12.2019
Til umsagnar 08.11.2019—06.12.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 06.12.2019
Niðurstöður birtar 17.09.2020

Stafrænt Ísland - Tæknistefna island.is (drög)

Mál nr. 277/2019 Birt: 08.11.2019 Síðast uppfært: 17.09.2020
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Hagskýrslugerð og grunnskrár

Niðurstöður birtar

Tæknistefna Ísland.is var til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda á tímabilinu 8.11 til 6.12 2019. Stefnan var hluti af undirbúningi og forsendum fyrir útboði sem fjármála- og efnhagsráðuneytið / Stafrænt Ísland stóð fyrir og lauk í mars 2020:
https://www.rikiskaup.is/is/innkaup_og_utbod/opnunarfundargerdir-1/nidurstodur-utboda

Alls bárust 10 umsagnir. Rétt er að undirstrika að tæknistefnan tekur einungis utan um nýþróun á miðlægri þjónustugátt undir merkjum Ísland.is. Umsagnir og frekari niðurstöður eru í niðurstöðuskjali.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 08.11.2019–06.12.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 17.09.2020.

Málsefni

Stafrænt Ísland ætlar að hefja nýþróun á stafrænum lausnum sem snúa að miðlægri þjónustugátt undir merkjum island.is. Drög þessi lýsa þeirri tæknistefnu sem nýjar lausnir verða byggðar á, ásamt vinnuflæði og áherslum sem þróunarteymum ber að fylgja.

Á island.is munu fyrirtæki og einstaklingar getað nálgast þjónustu hins opinbera á einfaldan og skilvirkan hátt. Nýjar lausnir verða opnar þannig að mörg teymi geti komið að þróun og stofnanir munu bera ábyrgð á sínu efni og þjónustu. Með opnum miðlægum lausnum gefst tækifæri á að auka gæði með sterkum áherslum og sjálfvirkum tólum. Þannig fær notandinn betri þjónustu, þróunarteymi vinna í skilvirkara umhverfi og stofnanir spara fjármagn með miðlægri þekkingu og útfærslu. Stafrænt Ísland ætlar að þróa allar lausnir sínar á frjálsan og opin hátt og mun tileinka sér skýjahýsingu.

Drög að tæknistefnu tekur á eftirfarandi atriðum:

- Útfærslu á nýsmíði stafrænna lausna fyrir island.is

- Skilgreiningu á tækninotkun framenda og bakenda

- Vinnuflæði teyma

- Kóðageymslu og skýjahýsingu

8 megináherslur í þróun opna miðlægra lausna undir island.is:

- Aðgengismál

- Frjáls hugbúnaður

- Hröð notendaupplifun

- Notendamiðuð hönnun

- Stöðugt rekstrarumhverfi

- Tungumálastuðningur

- Þróunarumhverfi

- Öryggismál

Um er að ræða 1. útgáfu af tæknistefnu island.is sem Stafrænt Ísland gefur út. Tæknistefna island.is verður í sífelldri þróun og nýjasta útgáfa ávallt birt á vef island.is. Lesendur eru hvattir til að koma athugasemdum um innihald tæknistefnu á framfæri hér á Samráðsgáttinni.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Már Örlygsson - 10.11.2019

Líst heilt yfir mjög vel á þessa stefnu, en hef þrjár athugasemdir:

1)

Ég geld alltaf varhug við því að negla fastar ákveðnar tæknilausnir, tólasöfn, etc. þar sem þessi heimur þróast afskaplega hratt, og tískutól dagsins í dag getur elst illa og orðið að þungbærri tækniskuld innan örfárra ára.

Það væri því e.t.v. skynsamlegt að yfirfara orðalag skjalsins og tala annars vegar um að Stafrænt Ísland geri kröfu um að lausnir séu skrifaðar með þeim tæknilausnum/tólasöfnum/etc. sem eru formlega samþykktar hverju sinni, og að sá listi muni breytast með árunum.

Hins vegar má svo útlista hvaða tæknilausnir hafa orðið fyrir valinu í dag – upphafsstaða listans – og telja þar upp TypeScript, React, Storybook, o.s.frv.

2)

Tæknistefnan þarf að tilgreina skýrar að Stafrænt Ísland muni gefa út og viðhalda kóðunarstöðlum (t.d. ESLint + Prettier config) sem allar viðbætur kerfanna þurfi að fylgja.

Það er lauslega minnst á kóðunarstaðla og sjálfvirkan yfirlestur – en þær setningar hljóma nánast ókláraðar eða lítið útpældar.

3)

Svipað gildir um kröfur til þýðinga á tungumál. Þar þarf Stafrænt Ísland að skaffa tilbúin library sem útfæra lágmarks virkni - s.s. stuðning við fleirtölumyndir strengja byggt á input, og fleira. (Jafnvel rétta stafrófsröðun, o.fl. sem er *ekki* rétt útfærð í vinsælustu vöfrunum í dag.)

Þetta segir með skýrari hætti að Stafrænt Ísland setji skýrar gæðakröfur um þessa þætti og ætlist ekki til þess að hver og einn birgi/þjónustuaðili finni upp hjólið frá grunni, eða geti látið ófullnægjandi framsetningu duga.

Afrita slóð á umsögn

#2 Már Örlygsson - 10.11.2019

Í framhaldi af fyrri umsögn minni varðandi tæknilega þætti stefnunnar...

----

Í tæknistefnunni vantar sárlega að minnast á samræmdan hönnunarstaðal fyrir útlit, framsetningu og viðmótsvirkni. (Reykjavíkurborg er með slíkan staðal í smíðum – sem þið ættuð klárlega að kynna ykkur.)

Strangt til tekið fellur smíði slíks hönnunarstaðals ekki beint undir tæknistefnuna, en hann tengist henni samt nánum böndum - ef viðmótsþáttur tæknilausnanna á ekki að fara algjörlega úr böndunum.

Hönnunarstaðall og tæknistefna eiga nefnilega stóran sameiginlegan snertiflöt - sem þarf að raungera á formi tilbúinna CSS breyta, CSS kóðabúta og þjónusta í kringum þá, ásamt konkret viðmótskóðadæmum sem þjónustuaðilar geta ýmist haft til viðmiðunar eða ákveðið að nýta beint.

Tæknistefna sem ekki tekur í það minnsta lauslega á þessum þætti er hreinlega ekki fullnægjandi plagg.

Afrita slóð á umsögn

#3 Björn Leví Gunnarsson - 11.11.2019

Það vantar skilgreiningu á skilastöðlum gagna. Eru vefskil gagna almennt JSON eða XML eða eitthvað annað? Hvernig eru aðgangsstýringar fyrir gögnin, þarf að sækja um aðgang eða er bara opin vefgátt? Eru takmarkanir á gagnamagni í hverri fyrirspurn?

Afrita slóð á umsögn

#4 Finnur Pálmi Magnússon - 12.11.2019

Frábært að sjá þróun í þessum málaflokki.

Það er góðra gjalda vert að tilgreina tækniumhverfið líkt og gert er í þessu skjali. Mér þætti þó mikilvægara í tæknistefnu að lýsa sýninni og tryggja að grunnstoðirnar standist tímans tönn.

Þar þykir mér notendamiðuð hönnun skipta öllu máli og við ættum að sækja innblástur til Breta sem hafa haft þetta fína plagg til viðmiðunar síðan 2012:

https://www.gov.uk/guidance/government-design-principles

Það skiptir nefnilega engu máli hvort þú forritar í Angular eða React ef fólkið sem á að nota kerfin er ekki sett í forgrunn.

Þegar kemur að tæknimálum þá spila vefþjónusturnar (API) jafn veigamikið hlutverk í landinu og raflagnir og hitaveita.

Ef vefþjónusturnar eru afmarkaðar og aðgengilegar (microservices), þá skiptir minna máli hvernig viðmótið er útfært á hverjum tíma. Fyrir mína parta myndi ég vilja sjá meiri áherslu á snjallsímaviðmót þar sem mig grunar að margir væru til í að geta klárað sína opinberu þjónustu í símanum.

Þetta mun svo breytast með tíð og tíma en vefþjónusturnar ættu að geta þjónað sínum tilgangi óháð því hvaða viðmót er í tísku þá og þegar.

Hlakka til að sjá hvernig þetta þróast og ég vona svo heitt að bráðum verði stofnað upplýsingatæknimálaráðuneyti á Íslandi líkt og á hinum norðurlöndunum svo verkefni eins og þetta fái meiri forgang.

Afrita slóð á umsögn

#5 Árni Steingrímur Sigurðsson - 13.11.2019

Fyrst verið er að skipta sér af hvaða hamar er hentugastur þá er ég hissa á að ekki sé staðlað hvað sé Ríkisritillinn. Flestir myndu kannski halda að best væri að velja annað hvort vim eða emacs en í stíl þessa skjals er kannski best að velja eitthvað sem allir geta verið óánægðir með nema þau sem eru nýútskrifuð úr tækninámi. Því myndi ég leggja til Retejs. Svalasta stöff sem þú finnur til að skrifa hugbúnað með nýjustu hugmyndum um hvernig á að stunda þessa iðju. Skrifað í TypeScript þannig að þetta hlýtur að vera góður hugbúnaður.

Afrita slóð á umsögn

#6 Már Örlygsson - 29.11.2019

Til að bera aðeins meira í bakkafullan lækinn... :-)

Á dögunum átti ég samtal við Jökul Sólberg.

Í því samtali fékk ég þá tilfinningu, að þótt það komi ekki skýrt fram í skjalinu, þá sé í þessari tæknistefnu hélft í hvoru gert ráð fyrir að allur kóði frá öllum teymum verði hýstur og þróaður inn í eitt stórt monorepo.

Monorepos eru ákveðin tískulausn, sem hefur gefið góða raun í stærri fyrirtækjum þar sem þróun er undir sterkri miðlægri stjórn, en skapar um leið ýmsar tæknilegar (og stjórnunarlegar) áskoranir, ekki síst í því að kóðagrunnurinn (og breytingasagan) getur stækkað úr hófi - og erfiðara verður að halda þróun á nýjum (og/eða tilraunakenndum) hlutum kerfisins mátulega aðskildum frá öðrum.

Með þessari nýju tæknistefnu er verið að gera stórmerkilega, róttæka/framúrstefnulega tilraun, sem er að mínu mati heilt yfir mjög skynsamleg og rétt hugsuð. Það verður alveg nóg af stjórnunar og viðhaldsflækjum að tækla, þótt ekki sé bætt við monorepo tilraunum ofan á allt annað í fyrstu atlögu.

Önnur nálgun sem væri vert að skoða vandlega er það að Ísland.is setji á fót sitt eigið NPM registry og birgjar fengju að útbúa verkefni/viðbætur sem semi-standalone projects/git-repos sem væru svo hnýtt saman í eitt, útgáfustýrt master-project í miðlægu vefgáttinni.

Hvert project hefur þá sína eigin breytinga- og úgáfusögu, hægt er að skipta kerfishlutum inn og út eftir þörfum án þess að það hefði merkjanleg áhrif á kóðagrunn miðlægu vefgáttarinnar.

Þessu verklagi fylgja vissulega stjórnunarlegar áskoranir, líkt og með monorepo, en kosturinn er m.a. sá að mistök eða mismunur á gæðum í vinnubrögðum ólíkra birgja munu síður valda erfiðri tækniskuld síðar meir.

Öll verkefnin væru áfram hýst í sýnilegum/opnum kóðasöfnum, og gætu nýtt sameiginleg hjálpartól (React component libraries, linting/formatting reglur, etc) en auðveldara væri að tryggja hæfilega aðgreiningu/hjúpun ólíkra kefiseininga, en ef allt býr í einu monorepo.

Slíkt fyrirkomulag skalast auðveldar yfir tíma.

Prívat NPM registry eru einföld í uppsetningu og rekstri, og eru alger „game changer“ þegar kemur að samkúplun smærri, sjálfstæðari eininga í aðrar stærri eininga.

----

Hvað varðar þörfina á formlegum Design System skjölun fyrir þetta verkefni, þá koma öll heimsins miðlægu React component eða CSS library **engan veginn** í staðinn fyrir faglega style guide skjölun – sérstaklega í verkefnum eins og þessu þar sem margir birgjar koma að þróun.

Design System er eins og stjórnarskrá eða stýrikerfi fyrir ákvarðanir í viðmótshönnun. Það tekur á meira high-level ákvörðunum og því hvernig bera að standa að samsetningu stærri, flóknari viðmótsheilda („organisms“, „templates“, etc.).

Afrita slóð á umsögn

#7 Samtök iðnaðarins - 05.12.2019

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn SI um drög að tæknistefnu island.is, mál nr. 277/2019.

Virðingarfyllst,

Björg Ásta Þórðardóttir,

lögfræðingur SI

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Björn Hermannsson - 06.12.2019

Full ástæða er til að vekja athygli á skýrslu sem unnin var fyrir forsætisráðuneytið 2008 „Rafræn eyðublöð og XML skema island.is skrifuð af Þorsteini Helga Steinssyni hjá Ásverk en hér er m.a. lögð fram tillaga að „stöðlun og samræming í rafrænni stjórnsýslu“ Þessi skýrsla er án ef barns sýns tíma er e.t.v. er full ástæða til að uppfæra þessa skýrslu í takt við áætlun um miðlæga þjónustugátt á Island.is. Það má velta því upp hér hvort ekki mætti nýta sem fyrirmynd að stöðlun samskipt (eyðublaða) til verkefnis um rafræna reikninga sem m.a. hefur verið stýrt af ICEPRO.

Einnig er er ástæða til að vekja athygli vinnu sem PWC vann fyrir forsætisráðuneytið 2009 „Arðsemi rafrænnar stjórnsýslu“ sjá vef stjórnarráðsins en þar kemur m.a. fram útreikningur á hagræði þess að breyta þremur ferlum í stafrænt form nemur 235 milljónum (á verðlagi 2009) Rétt að vekja athygli á hagræði notenda sem er 181 m.kr. sem leið til að létta reglubyrði almennings og atvinnulífs og er þetta í takt við aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar frá 2006 um Einfaldara Ísland.

„Forsætisráðuneytið fól PricewaterhouseCoopers hf. (PwC) það verkefni að nota staðalkostnaðarlíkanið

(Standard Cost Model – SCM) til að mæla arðsemi innleiðingar rafrænna stjórnsýslukerfa og

einföldunaraðgerða fyrir notendur opinberrar þjónustu. Til viðbótar var PwC falið að meta arðsemi í innra

starfi opinbera aðila sem veita þjónustuna (e. service providers) við sömu aðgerðir.“

Í tæknistefnunni er rætt um tungumalastuðning og vísað í Single Digital Getaway (reglugerð Evrópusambandsins). Full ástæða er til að máta tæknistefnuna og áætlun um miðlæga þjónustugátt í heild sinni við Single Digital Getaway reglugerðina.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Verkfræðingafélag Íslands - 06.12.2019

Meðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Hagstofa Íslands - 06.12.2019

Meðfylgjandi er umsögn Hagstofu Íslands um tæknistefnu fyrir island.is

Viðhengi