Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 5.–18.11.2019

2

Í vinnslu

  • 19.11.2019–14.9.2021

3

Samráði lokið

  • 15.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-278/2019

Birt: 5.11.2019

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fjölskyldumál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni innflytjenda (samræmd móttaka flóttafólks og breyting á skipan í innflytjendaráð)

Niðurstöður

Félags- og barnamálaráðherra lagði frumvarpið fram á 151. löggjafarþingi, sbr. 452. mál. Gerð er grein fyrir niðurstöðum samráðs í frumvarpinu.

Málsefni

Félagsmálaráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 116/2012 um málefni innflytjenda.

Nánari upplýsingar

Nefnd um samræmda móttöku flóttafólks hefur skilað tillögum sínum til félags- og barnamálaráðherra þar sem meðal annars er lagt til aukið hlutverk Fjölmenningarseturs vegna samræmdrar móttöku flóttafólks. Meðal þeirra verkefna sem fela á Fjölmenningarsetri er að taka viðtöl við flóttafólk og para saman við hugsanlegt móttökusveitarfélag. Samkvæmt núgildandi lögum þá skortir Fjölmenningarsetri heimild til þess að vinna einstaklingsmál og er því talið nauðsynlegt að skerpa á hlutverki Fjölmenningarseturs í lögum um málefni innflytjenda, nr. 116/2012. Þar af leiðandi er einnig talin þörf á því að lögfesta heimild til handa stofnuninni til að vinna með persónuupplýsingar að því marki sem nauðsynlegt er í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Samkvæmt 4. gr. núgildandi laga þá skal ráðherra skipa eftir hverjar alþingiskosningar sex manna innflytjendaráð. Með uppskiptingu velferðarráðuneytisins þá er ekki lengur fulltrúi ráðherra heilbrigðismála í innflytjendaráði en talið er mikilvægt að fulltrúi ráðherra heilbrigðismála hafi aðkomu að innflytjendaráði þar sem meðal hlutverka ráðsins er að stuðla að samhæfingu og samráði milli ráðuneyta, sveitarfélaga og innan stjórnsýslunnar. Samkvæmt framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda þá er markmið stjórnvalda að samræma og bæta móttöku flóttafólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að tryggja skuli samfellda þjónustu og aðstoð við þá sem fá vernd á Íslandi. Markmið með lagasetningunni er því að renna styrkari stoðum undir hlutverk Fjölmenningarseturs til þess að sinna því hlutverki að samræma móttöku flóttafólks hér á landi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa barna- og fjölskyldumála

frn@frn.is