Samráð fyrirhugað 06.11.2019—13.11.2019
Til umsagnar 06.11.2019—13.11.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 13.11.2019
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, nr. 99/1993, með síðari breytingum (endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar).

Mál nr. 279/2019 Birt: 06.11.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (06.11.2019–13.11.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Frumvarp þetta er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Megintilgangurinn með því er að framfylgja samkomulagi um breytingar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar sem skrifað var undir 25. október 2019.

Frumvarp þetta er samið í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Megintilgangurinn með því er að framfylgja samkomulagi um breytingar á samningi um starfsskilyrði nautgriparæktar sem skrifað var undir 25. október 2019. Samkomulagið er liður í endurskoðun samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar frá 19. febrúar 2016 og var undirritað með fyrirvara um samþykki Alþingis á nauðsynlegum lagabreytingum og samþykki félagsmanna Landssambands kúabænda og Bændasamtaka Íslands í atkvæðagreiðslu. Samkvæmt samningnum skyldi við endurskoðun hans árið 2019 tekin afstaða til þess hvort kvótakerfi í mjólkurframleiðslu yrði afnumið frá og með 1. janúar 2021. Samkvæmt gr. 14.3 samningsins létu Bændasamtök Íslands fara fram atkvæðagreiðslu um það hvort kvótakerfi skyldi afnumið frá og með 1. janúar 2021. 89,4% mjólkurframleiðenda greiddu atkvæði með áframhaldandi kvótakerfi.

Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar í samræmi við ofangreint samkomulag þar sem fallið var frá niðurfellingu heildargreiðslumarks. Greiðslumark mun því gilda áfram út gildistíma samnings um starfsskilyrði nautgriparæktar.