Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–21.11.2019

2

Í vinnslu

  • 22.11.2019–14.1.2020

3

Samráði lokið

  • 15.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-280/2019

Birt: 7.11.2019

Fjöldi umsagna: 1

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að reglugerð um viðbótartryggingar varðandi salmonellu vegna sendinga af nauta- og svínakjöti

Niðurstöður

Drög að reglugerðinni voru sett á samráðsgátt Stjórnarráðsins til almennrar kynningar og umsagnar. Engin umsögn barst sem ekki gaf tilefni til breytinga. Reglugerðin var sett 2. desember 2019 og tók gildi 1. janúar 2020.

Málsefni

Tilgangur reglugerðar þessarar er að koma á viðbótartryggingum (samkvæmt 2. mgr. 8. gr. reglugerðar (EB) nr. 853/2004 sem innleidd er með reglugerð nr. 104/2010) vegna salmonellu í sendingum til Íslands af nauta- og svínakjöti.

Nánari upplýsingar

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli og með vísan til breytinga á reglugerðum (EB) nr. 853/2004 um sérstakar reglur um hollustuhætti sem varða matvæli úr dýraríkinu og (EB) nr. 1668/2005 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 853/2004 að því er varðar sérstakar ábyrgðir varðandi salmonellu vegna sendinga af tilteknum tegundum kjöts og eggja til Finnlands og Svíþjóðar, sem teknar voru upp í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 247/2019, 25. október 2019.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

postur@anr.is