Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–27.11.2019

2

Í vinnslu

  • 28.11.2019–5.1.2020

3

Samráði lokið

  • 6.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-281/2019

Birt: 12.11.2019

Fjöldi umsagna: 3

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að reglugerð um kærunefnd vöru- og þjónustukaupa.

Niðurstöður

Að loknu samráði var tillit tekið til flestra athugasemda sem bárust í samráðsgátt. Reglugerðin var sett 16.12.2019 og tók gildi 1.1.2020.

Málsefni

Um er að ræða drög að reglugerð um kærunefnd vöru- og þjónustukaupa sem starfa mun á grundvelli laga um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019.

Nánari upplýsingar

Í V. kafla laga um úrskurðaraðila á sviði neytendamála nr. 81/2019 er kveðið á um starfsemi kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Neytendur geta óskað eftir úrskurði kærunefndar vöru- og þjónustukaupa vegna ágreinings sem rís af sölu- eða þjónustusamningi samkvæmt lögunum. Í reglugerðardrögunum eru gerðar tillögur að nánari reglum um skipan, málsmeðferð, upplýsingagjöf og störf nefndarinnar að öðru leyti. Lögin taka gildi þann 1. janúar 2020 og áformað er að nefndin taki til starfa á sama tíma.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta.

postur@anr.is