Samráð fyrirhugað 13.11.2019—22.11.2019
Til umsagnar 13.11.2019—22.11.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 22.11.2019
Niðurstöður birtar 26.11.2019

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (ýmsar breytingar).

Mál nr. 282/2019 Birt: 13.11.2019 Síðast uppfært: 05.12.2019
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Í umsögnum um frumvarpsdrögin koma fram margvíslegar ábendingar og athugasemdir við einstaka greinar frumvarpsins. Tekið hefur verið tillit til sumra þeirra og brugðist við öðrum í sérstöku skjali.

Nánar um niðurstöður

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 13.11.2019–22.11.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 26.11.2019.

Málsefni

Þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu tengjast bæði skattlagningu einstaklinga og lögaðila og taka til nauðsynlegra breytinga á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að markmiði að eyða réttaróvissu og gera löggjöf á sviði skattamála skýra.

Frumvarp þetta er samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu og varðar ýmsar breytingar á skattalögum, m.a. varðandi óheimila úthlutun arðs, skilyrði frádráttarheimildar erlendra sérfræðinga, frádráttarbærni vaxtagjalda vegna blandaðra fjármálagerninga, takmörkun á frádrætti vaxtagjalda, álagningu og kærufresti lögaðila, innheimtu og ábyrgð, tvöfalda refsingu, staðgreiðslu af söluhagnaði af hlutabréfum og stofnbréfum í tilviki þeirra sem bera ótakmarkaða skattskyldu hér á landi, ráðstöfun persónuafsláttar, styrkingu á framkvæmd virðisaukaskatts o.fl.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 KPMG ehf. - 21.11.2019

Umsögn KPMG í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 22.11.2019

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um fyrirliggjandi frumvarp.

kv.

Heiðrún Björk Gísladóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Deloitte ehf. - 22.11.2019

Meðfylgjandi er umsögn Deloitte um frumvarpsdrögin

Viðhengi