Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.11.–2.12.2019

2

Í vinnslu

  • 3.2019–2.12.2020

3

Samráði lokið

  • 3.12.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-284/2019

Birt: 18.11.2019

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Forsætisráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Drög að frumvarpi til laga um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvalds í Stjórnarráði Íslands

Niðurstöður

Í kjölfar samráðsins var lagt fram frumvarp á Alþingi sem var samþykkt þann 9. júní 2020 sem lög nr. 64/2020. Sjá hlekk og samráðskafla frumvarpsins.

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt til að settar verði skýrari reglur en nú gilda um skráningu hagsmuna og hagsmunaárekstra æðstu handhafa framkvæmdarvalds sem starfa innan Stjórnarráðs Íslands.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu eru lagðar til nýjar reglur sem taka til ráðherra, aðstoðarmanna ráðherra, ráðuneytisstjóra, skrifstofustjóra og sendiherra og fjalla um hagsmunaskráningu og gjafir, samskipti við hagsmunaverði, aukastörf, starfsval að loknum opinberum störfum og eftirlit með því að farið verði eftir hinum nýju lagagreinum.

Æðstu handhöfum framkvæmdarvalds og aðstoðarmönnum ráðherra er með frumvarpinu gert að tilkynna opinberlega um tiltekna hagsmuni og gjafir. Forsætisráðuneytið heldur skrá yfir upplýsingarnar og birtir þær almenningi að hluta. Einnig eru í frumvarpinu settar fram skýrari reglur um aukastörf en nú gilda, þ.e. hvaða aukastörf og verkefni samrýmast störfum framangreindra aðila og hver ekki og um opinbera skrá yfir þau. Frumvarpið inniheldur jafnframt reglur um takmarkanir á starfsvali handhafa framkvæmdarvalds að opinberum störfum loknum, þ.e. bann við því að þeir gerist hagsmunaverðir í tiltekinn tíma. Þá á með frumvarpinu að koma á fót skrá yfir hagsmunaverði sem verður gert skylt að tilkynna stjórnvöldum sérstaklega um sig og hlutverk sitt.

Eftirliti, ákvörðunartöku og ráðgjöf með reglunum er komið fyrir hjá forsætisráðuneytinu. Kveðið er á um það í frumvarpinu að forsætisráðherra geti með reglugerð mælt fyrir um að öðrum starfsmönnum Stjórnarráðs Íslands, þ.e. öðrum en þeim sem hinar nýju reglur taka til með beinum hætti, verði gert skylt að tilkynna innan síns ráðuneytis um tiltekna hagsmuni, gjafir, aukastörf, fríðindi o.fl. Gert er ráð fyrir að hlutaðeigandi ráðuneyti varðveiti skrá yfir upplýsingarnar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Oddur Þorri Viðarsson

oddur.thorri.vidarsson@for.is