Samráð fyrirhugað 19.11.2019—26.11.2019
Til umsagnar 19.11.2019—26.11.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 26.11.2019
Niðurstöður birtar 22.07.2020

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, með síðari breytingum (leigusamningar)

Mál nr. 285/2019 Birt: 19.11.2019 Síðast uppfært: 22.07.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda 19.-26. nóvember 2019. Sex umsagnir bárust um frumvarpsdrögin. Umsagnir um málið voru þess eðlis að ákveðið var að fresta framlagningu frumvarpsins og taka málið til frekari skoðunar. Í framhaldi af þeirri skoðun óskaði ráðuneytið eftir því að reikningsskilaráð setti fram reikningsskilareglu um leigusamninga.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 19.11.2019–26.11.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 22.07.2020.

Málsefni

Frumvarpið varðar meðferð leigusamninga í reikningsskilum þeirra félaga sem falla undir gildissvið laga um ársreikninga.

Frumvarpið varðar meðferð leigusamninga í reikningsskilum þeirra félaga sem falla undir gildissvið laga um ársreikninga. Frumvarpið hefur að geyma tillögur til breytinga á lögum um ársreikninga sem taka til örfélaga og lítilla félaga eins og þau eru skilgreind í lögunum og varðar færslu leigusamninga í reikningsskilum slíkra félaga. Markmiðið með lagabreytingunni er annars vegar að létta byrgðum af örfélögum og litlum félögum og einfalda reikningsskil þeirra. Hins vegar er markmiðið með frumvarpinu að samræma hvernig farið með leigusamninga í ársreikningum félaga.

Í frumvarpinu er lagt til að heimila örfélögum og litlum félögum að víkja frá settum reikningsskilareglum varðandi leigusamninga. Þann 1. janúar 2019 tók gildi alþjóðlegur reikningskilastaðall IFRS 16 um leigusamninga en hann hefur í för með sér miklar breytingar á framsetningu leigusamninga í ársreikningi félaga. Samkvæmt staðlinum skal leigutaki, með tilteknum afmörkuðum en valkvæðum undanþágum, færa allar leiguskuldbindingar í efnahagsreikning og á móti nýtingarétt af hinu leigða. Staðallinn hefur í för með sér breytingar frá núgildandi reglum þar sem leigusamningar hafa margir hverjir flokkast sem rekstrarleigusamningar hjá leigutökum. Þeir samningar eru ekki færðir í efnahagsreikning samkvæmt núgildandi reglum. Það getur verið íþyngjandi fyrir smærri félög að fylgja ákvæðum IFRS 16, þ.e. bæði kostnaðarsamt og flókið. Til dæmis þarf að leggja mat á það hvort um leigusamning sé að ræða í skilningi staðalsins, ákvarða leigutíma og reikna fjárhæðir nýtingarréttar hins leigða og leiguskuldar.

Með því að heimila örfélögum og litlum félögum að víkja frá settum reikningsskilareglum um leigusamninga er verið að létta byrgðum af slíkum félögum.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 PricewaterhouseCoopers ehf. - 25.11.2019

Sjá meðfylgjandi viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 KPMG ehf. - 26.11.2019

Umsögn KPMG í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Deloitte ehf. - 26.11.2019

Meðfylgjandi er umsögn Deloitte

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Grant Thornton endurskoðun ehf. - 26.11.2019

Sjá umsögn Grant Thornton í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Rýni endurskoðun ehf. - 26.11.2019

Meðfylgjandi er umsögn Rýni endurskoðunar ehf. - Baker Tilly

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Ernst & Young ehf. - 26.11.2019

Meðfylgjandi er umsögn Ernst & Young ehf.

Viðhengi