Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 19.–26.11.2019

2

Í vinnslu

  • 27.11.2019–7.7.2020

3

Samráði lokið

  • 8.7.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-286/2019

Birt: 19.11.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um ársreikninga, nr. 3/2006, með síðari breytingum (skil ársreikninga)

Niðurstöður

Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt Stjórnarráðsins 19. - 26. nóvember 2019. Engin umsögn barst um frumvarpið. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi. 4. desember 2019 og samþykkt 12. júní 2020, sjá lög nr. 68/2020.

Málsefni

Frumvarpinu er ætlað að skýra nánar þau tilvik þegar ársreikningaskrá krefur um skipti á félagi á grundvelli 121. gr. laganna, í þeim tilvikum þegar ársreikningi hefur ekki verið skilað innan réttra fresta eða skilað með ófullnægjandi hætti.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpi til laga nr. 73/2016 var megináhersla lögð á innleiðingu tilskipunar nr. 2013/34/ESB um árleg reikningsskil og einföldun fyrir atvinnulífið þannig að álag vegna stjórnsýslukrafna væri í samræmi við stærð og umfang félaga. Samhliða því voru leiddar í lög reglur sem ætlað var að draga úr stjórnsýslubyrðum og íþyngjandi kröfum til minni félaga. Kom fram í frumvarpinu að samkvæmt upplýsingum frá ríkisskattstjóra ættu um fjögur af hverjum fimm félögum á landinu að geta nýtt sér einfaldari skil á ársreikningi byggðum á skattframtali þar sem ríkisskattstjóri sæi um gerð reikningsins og ekki væri gerð krafa um að ársreikningurinn væri yfirfarinn af skoðunarmanni eða endurskoðaður af endurskoðanda. Þar með myndi sparast vinna við að leggja sérstaklega fram ársreikning til ársreikningaskrár sem og kostnaður vegna yfirferðar þriðja aðila, þótt ekki væri hróflað við þeirri reglu hlutafélagaréttar að ársreikning þurfi ávallt að leggja fram á aðalfundi félags. Var talið að breytt fyrirkomulag og hertari viðurlög við að skila ekki ársreikningum myndi stuðla að betri skilum á ársreikningum til ársreikningaskrár, en upplýsingar í ársreikningaskrá væru grundvöllur fyrir heilbrigt og gagnsætt viðskiptalíf í landinu.

Í frumvarpinu eru lagðar til tvær meginbreytingar. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir breytingum á frestum vegna yfirvofandi kröfu um skipti á grundvelli 121. gr. laganna. Í því skyni eru lagðar til breytingar á þeim lokafresti sem félögum gefst til að leggja fram ársreikning í réttu formi og nánari reglur um meðferð þeirrar kröfu fyrir héraðsdómi. Þá er í öðru lagi gerð tillaga um að ársreikningaskrá verði heimilað að fella niður álagðar stjórnvaldssektir á grundvelli 120. gr. laganna samhliða slitum á viðkomandi félagi.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta

anr@anr.is