Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.11.–4.12.2019

2

Í vinnslu

  • 5.12.2019–7.7.2020

3

Samráði lokið

  • 8.7.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-287/2019

Birt: 19.11.2019

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Matvælaráðuneytið

Orkumál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 72/1994 um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust.

Málsefni

Lagðar eru til breytingar á lögum nr. 72/1994 um merkingar og upplýsingaskyldu varðandi vörur sem tengjast orkunotkun vegna innleiðingar reglugerðar (ESB) 2017/1369 um setningu regluverks um orkumerkingar.

Nánari upplýsingar

Gildissvið reglugerðar 2017/1369 er það sama og gildissvið tilskipunar nr. 2010/30/EU um orkumerkingar en með reglugerðinni eru reglurnar uppfærðar og skýrðar með hliðsjón af tæknilegum framförum í orkunýtni vara. Þá er gert skýrt að reglugerðin gildir um allar vörur sem eru boðnar fram á innri markaðinum í fyrsta sinn, að meðtöldum notuðum vörum sem eru innfluttar.

Þetta ætti að lækka kostnað fyrir framleiðendur, gera það að verkum að allir starfi á sama vettvangi og eftir sömu reglum og tryggja frjálst flæði vöru á innri markaðinum. Með reglugerðinni er gert skýrt að reglugerð nr. 765/2008 um markaðseftirlit gildi einnig um orkutengdar vörur.

Með reglugerðinni er skali orkumerkinga endurnýjaður, þar sem nauðsynlegt er að gera ítarlegri greinarmun á vörum vegna tækniþróunar í orkunýtni vara, og auka þannig skilvirkni orkumerkinga. Núverandi merkingar verða því endurskalaðar á einsleitum A til G skala en efsti flokkur nýrra orkumerkinga á að vera auður til að hvetja til áframhaldandi tækniframfara og framleiðni og skilvirkari vörum. Birgjar skulu afhenda bæði núgildandi og endurskalaða merkingu til söluaðila í ákveðinn tíma samkvæmt reglugerðinni en eldri merkingar á sýningareintökum og á vefsíðum skulu standa þar til dagsetning verður ákveðin sem ógildir eldri merkingar.

Samkvæmt reglugerðinni halda núgildandi reglur um tilteknar vörur, sem hafa verið innleiddar með framseldum gerðum á grundvelli tilskipunarinnar, gildi sínu þangað til þær verða felldar úr gildi með nýjum reglum á grundvelli reglugerðarinnar. Frá 1. janúar 2019 þurfa framleiðendur að færa inn upplýsingar um vöru í gagnagrunn um vörur, sem settur verður á fót af hálfu framkvæmdarstjórnarinnar til að auðvelda markaðseftirlit.

Framkvæmdastjórnin getur sett framseldar gerðir samkvæmt reglugerðinni, á sama hátt og með tilskipuninni, og er í reglugerðinni að finna skyldur, sambærilegar og í öðru markaðseftirliti, um tilkynningu til aðildarríkja og framkvæmdarstjórnar þegar vörur uppfylla ekki reglurnar þegar það hefur áhrif á fleiri aðildarríki. Einnig er skylt að tilkynna um þvingunarúrræði, svo sem sölubann eða innköllun. Þá er fjallað um union safeguard procedure, sem er sambærilegt ferli og í öðru markaðseftirliti.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

postur@anr.is