Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.–26.11.2019

2

Í vinnslu

  • 27.11.2019–15.1.2020

3

Samráði lokið

  • 16.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-289/2019

Birt: 20.11.2019

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991, og fleiri lögum (innlánsdeildir samvinnufélaga).

Niðurstöður

Frumvarpsdrögin voru kynnt í samráðsgátt Stjórnarráðsins í nóvember 2019. Engin umsögn barst um frumvarpið. Frumvarpið var lagt fram á Alþingi. 4. desember 2019. Sjá nánar á vef Alþingis.

Málsefni

Með frumvarpinu er annars vegar lagt til að heimildir samvinnufélaga til að starfrækja innlánsdeildir verði felldar brott og hins vegar að gerðar verði breytingar sem lúta að hæfisskilyrðum stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnufélaga.

Nánari upplýsingar

Frumvarpið hefur þannig að geyma tillögur til breytinga á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991, sem og afleiddar breytingar á öðrum lögum vegna framangreindrar tillögu er varðar innlánsdeildir samvinnufélaga. Með frumvarpinu er annars vegar lagt til að heimildir samvinnufélaga til að starfrækja innlánsdeildir verði felldar brott og hins vegar að gerðar verði breytingar sem lúta að hæfisskilyrðum stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnufélaga. Í dag eru ekki starfræktar innlánsdeildir samvinnufélaga og því var farið í vinnu við að endurskoða löggjöfina í samræmi við breyttar aðstæður.

Frumvarpið skiptist í átta kafla þar sem í I. kafla eru lagðar til breytingar á lögum um samvinnufélög, nr. 22/1991, þar sem annars vegar er lagt til að heimildir samvinnufélaga til að starfrækja innlánsdeildir verði felld brott. Hins vegar er lagt til að gerðar verið breytingar á ákvæðum laganna er lúta að hæfisskilyrðum stjórnarmanna og framkvæmdastjóra. Í II. – VII. kafla frumvarpsins eru lagðar til breytingar á öðrum lögum sem leiða af þeirri breytingu sem lögð er til á heimildum samvinnufélaga til að starfrækja innlánsdeildir. Um er að ræða breytingar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016, lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003, og erfðafjárskatt, nr. 14/2004. Í VIII. kafla frumvarpsins er gildistökuákvæði.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa orku, iðnaðar og viðskipta

anr@anr.is