Samráð fyrirhugað 20.11.2019—09.12.2019
Til umsagnar 20.11.2019—09.12.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 09.12.2019
Niðurstöður birtar 16.06.2021

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997.

Mál nr. 291/2019 Birt: 20.11.2019 Síðast uppfært: 16.06.2021
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit og neytendamál
  • Húsnæðis- og skipulagsmál

Niðurstöður birtar

Frumvarp var lagt fram á Alþingi en því var vísað til ríkisstjórnar. Í 5. kafla í greinargerð með frumvarpinu er fjallað um samráð í samráðsgátt stjórnvalda.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 20.11.2019–09.12.2019. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 16.06.2021.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að lagafrumvarpi um breytingar á ýmsum lögum til jöfnunar lífeyrisréttinda og stuðnings við öflun íbúðarhúsnæðis.

Helstu breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, sem lagðar eru til eru í fyrsta lagi að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs verði hækkað úr 12% í 15,5% af iðgjaldsstofni í samræmi við breytingar sem orðið hafa á kjarasamningum.

Í öðru lagi að kveðið verði á um að meðaltal réttindaöflunar til mánaðarlegs ellilífeyris nemi 1,8% á ári af þeim mánaðarlaunum sem greitt er af og hækki þar með úr 1,4% (56% af meðallaunum yfir 40 ára inngreiðslutíma).

Í þriðja lagi að kveðið verði á um heimild til lífeyrissjóða að leyfa sjóðsfélögum að ráðstafa í heild eða að hluta hækkuninni á lágmarksiðgjaldinu til tilgreindrar séreignar. Nýti sjóðsfélagar sér þessa heimild lækkar meðaltal réttindaöflunar úr 1,8% á ári í allt að 1,4% á ári.

Í fjórða lagi er ákvæði um að lífeyrissjóðum og öðrum aðilum sem heimilað verður að taka við tilgreindri séreign verði gert skylt að senda ríkisskattstjóra sundurliðun á ráðstöfun á lífeyrisiðgjaldi hver manns. Jafnframt er að finna nýtt ákvæði þess efnis að lífeyrissjóðum og aðilum skv. 3. mgr. 8. gr. laganna verði gert skylt að tilgreina við útborgun hvaða hluti séreignar myndast af lífeyrisiðgjaldi skv. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 129/1997 og hvaða hluti séreignar myndast hefur á grundvelli viðbótariðgjalds til séreignarsparnaðar.

Í fimmta lagi að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði heimilað að taka kostnað við flutning iðgjaldshluta af iðgjaldsstofni til annars aðila og sem fara á til öflunar réttinda í tilgreindri séreign.

Í sjötta lagi að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði heimiluð rafræn birting greiðsluyfirlita lífeyrisiðgjalda og upplýsinga um væntanleg lífeyrisréttindi.

Í sjöunda lagi að kveðið verði á um að á meðan í kjarasamningi sé enn kveðið á um 12% iðgjald til lífeyrissjóðs sé heimilt að miða lágmarksiðgjaldið við 12%, þar til aðilar hafi náð saman um breytta hlutfallstölu í viðkomandi kjarasamningi. Eftir það beri að miða lágmarksiðgjald við 15,5%.

Þá er í frumvarpinu lagðar til breytingar á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, nr. 111/2016. Þær breytingar snúa einna helst að skattfrjálsri heimild einstaklinga til að nýta tilgreinda séreign til kaupa á fyrsta íbúðarhúsnæði til viðbótar við ráðstöfun á viðbótariðgjaldi til séreignarsparnaðar. Einnig er lagt til að einstaklingar sem ekki hafa verið skráður eigendur að íbúðarhúsnæði í fimm ár frá því að umsókn um ráðstöfun berst ríkisskattstjóra verði heimilað að nýta sér sömu séreignarsparnaðarúrræði og kaupendur fyrstu íbúðar.

Að lokum eru að finna tillögur um breytingar á öðrum lagabálkum sem m.a. tengjast tillögum um lögfestingu á hækkun lágmarksiðgjalds úr 12% í 15,5% og úrræðinu um tilgreinda séreign.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Ólafur Páll Gunnarsson - 25.11.2019

Sjá umsögn í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra sveitarfélaga - 28.11.2019

Ekki hefur verið haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga um möguleg kostnaðaráhrif frumvarpsins gagnvart sveitarfélögum, sbr. 129. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Sambandið gerir jafnframt athugasemd við skamman umsagnarfrest og áskilur sér rétt til athugasemda við málið á síðari stigum.

F.h. Sambands íslenskra sveitarfélaga

Guðjón Bragason

Afrita slóð á umsögn

#3 Gunnar Þór Baldvinsson - 29.11.2019

Meðfylgjandi eru umsögn Almenna lífeyrissjóðsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Ari Skúlason - 03.12.2019

Reykjavík 3. desember 2019

Umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997.

Einn megintilgangur þeirra breytinga á lífeyrismálum sem stefnt er að með frumvarpinu og er gerð í kjölfar kjarasamninga milli stéttarfélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins er aukin samræming milli sjóða og hópa sjóðsfélaga.

Samkvæmt núgildandi lögum um lífeyrissjóði hafa einstaklingar töluvert val og sveigjanleika hvað varðar frjálsa séreign og ákvarðanir um ráðstöfun hennar og úttekt. Með þeim breytingunum sem lagðar eru til verður ekki annað séð en að unnið sé gegn sveigjanleika, vali og fjölbreytileika. Mikilvægt er að fyrirhugaðar breytingar á lögum skaði ekki þann sveigjanleika sem er að finna í lífeyriskerfinu í dag.

Lífeyrisréttindi starfsmanna bankanna byggja nú á samningum sem gerðir voru á milli aðila á árunum 1994-1999. Gildandi ákvæðin um 10% í samtryggingu og 7% í séreign eru þannig í kjarasamningi samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og Samtök atvinnulífsins (SA).

Lífeyrissjóður bankamanna (Lífbank) rekur ekki séreignasparnaðardeild og hefur til þessa einungis tekið við 10% samtryggingariðgjaldi sjóðfélaga til öflunar lífeyrisréttinda í Aldursdeild. Séreignarhluti iðgjaldsins hefur til þessa farið til vörsluaðila samkvæmt vali hvers sjóðfélaga. Þetta fyrirkomulag hefur gefist vel til mjög vel og ekki skapað vandamál, hvorki vegna innheimtu né annara atriða. Það mun ekki breytast þótt lágmarksiðgjald kunni að breytast, enda fylgist Ríkisskattstjóri með því að launagreiðendur skili lágmarks lífeyrisiðgjaldi samkvæmt lögum. 10% iðgjald sjóðfélaga í Aldursdeild hefur að fullu staðið undir ákvæðum 4. greinar laga 129/1997 um tryggingavernd og 39. greinar sömu laga um tryggingafræðilega stöðu Aldursdeildar Lífbank.

Fari svo að Lífeyrissjóði bankamanna verði get að taka á móti öllu lífeyrisiðgjaldinu og miðla því áfram til annars vörsluaðila mun það fela í sér aukið flækjustig, umstang og kostnað fyrir sjóðinn. Samkvæmt frumvarpinu má velta kostnaðinum af þessu yfir á sjóðsfélagann. Það felur aftur í sér að ávöxtun minnkar auk þess sem þetta ferðalag á iðgjaldinu kostar tafir og kemur niður á ávöxtun. Það hlýtur alltaf að vera hagstæðara fyrirsjóðfélagann að greiða 3,5% iðgjald beint til valins vörsluaðila þar sem iðgjöld fara beint í ávöxtun og sjóðfélagi losnar við kostnað sem annars leggst á sparnaðinn.

Þessu til viðbótar þyrfti Lífeyrissjóður bankamanna að skila Ríkisskattstjóra upplýsingum um þetta tilgangslitla ferðalag peninga sem þá bætist við núverandi verkefni sjóðsins.

Það er því ljóst að áætlaðar breytingar munu hafa neikvæð áhrif á rekstur Lífeyrissjóðs bankamanna og þá ávöxtun sem hann getur aflað sjóðfélum. Slíkar breytingar mega aldrei verða niðurstaða breytinga á lögum um lífeyrissjóði. Við leggjum því til að fallið verði frá hugmyndum um að séreignahluti iðgjaldsins verði fyrst greiddur í sameignasjóð og að núverandi fyrirkomulag verði óbreytt áfram.

Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að breytingar taki gildi um næstu áramót. Þarna er að finna margar veigamiklar breytingar á lífeyriskerfinu og sumar flóknar. Við teljum því mjög vanráðið að flýta málinu svona mikið og leggjum til að gildistöku verði frestað um eitt ár og að breytingar taki ekki gildi fyrr en í ársbyrjun 2021.

Ari Skúlason, f.h. stjórnar Lífeyrissjóðs bankamanna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Hólmgeir Jónsson - 05.12.2019

Umsögn frá Sjómannasambandi Íslands í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Þröstur Sigurðsson - 06.12.2019

Sjá meðfylgjandi umsögn í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja - 06.12.2019

Helstu atriði í meðfylgjandi umsögn:

Á undanförnum árum hefur löggjafinn gert breytingar á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 til einföldunar lífeyriskefisins en með fyrirhuguðum breytingum á lögum nr. 129/1997 er flækjustigið aftur aukið.

Samkvæmt núgildandi lögum um lífeyrissjóði hafa einstaklingar val og sveigjanleika, sérstaklega er varðar frjálsa séreign og ákvarðanir um ráðstöfun hennar og úttekt. Mikilvægt er að fyrirhugaðar breytingar á lögum skaði ekki þann sveigjanleika.

Þá stríðir það gegn frjálsum samningsrétti á vinnumarkaði að breyta lögum í þá veru að þau þvingi alla launamenn undir kjarasamninga sem ASÍ-félög gera við sína viðsemjendur.

SSF leggst því alfarið gegn áformum þessum miðað við þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Bandalag háskólamanna - 06.12.2019

Í viðhengi er umsögn BHM

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Þóra Jónsdóttir - 06.12.2019

Meðfylgjandi er umsögn Brúar lífeyrissjóðs.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Reykjavíkurborg - 09.12.2019

Umsögn Reykjavíkurborgar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 er hjálögð.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Landssamtök lífeyrissjóða - 09.12.2019

Umsögn LL um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrisjóða

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Alþýðusamband Íslands - 09.12.2019

Meðfylgandi er umsögn Alþýðusambands Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 BSRB - 09.12.2019

Í viðhengi er umsögn BSRB.

Kær kveðja,

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Jón Loftur Árnason - 09.12.2019

Meðfylgjandi er umsögn Lífsverks lífeyrissjóðs

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Árni Bjarnason - 09.12.2019

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Samtök atvinnulífsins - 09.12.2019

Umsögn Samtaka atvinnulífsins

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Oddur Ingimarsson - 09.12.2019

Sjá meðfylgjandi umsögn í viðhengi.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Snædís Ögn Flosadóttir - 09.12.2019

Meðfylgjandi er umsögn Eftirlaunasjóðs FÍA ( EFÍA)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Frjálsi lífeyrissjóðurinn - 13.12.2019

Meðfylgjandi er umsögn Frjálsa lífeyrissjóðsins.

Viðhengi