Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.11.–9.12.2019

2

Í vinnslu

  • 10.12.2019–15.6.2021

3

Samráði lokið

  • 16.6.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-291/2019

Birt: 20.11.2019

Fjöldi umsagna: 19

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997.

Niðurstöður

Frumvarp var lagt fram á Alþingi en því var vísað til ríkisstjórnar. Í 5. kafla í greinargerð með frumvarpinu er fjallað um samráð í samráðsgátt stjórnvalda.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að lagafrumvarpi um breytingar á ýmsum lögum til jöfnunar lífeyrisréttinda og stuðnings við öflun íbúðarhúsnæðis.

Nánari upplýsingar

Helstu breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, sem lagðar eru til eru í fyrsta lagi að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs verði hækkað úr 12% í 15,5% af iðgjaldsstofni í samræmi við breytingar sem orðið hafa á kjarasamningum.

Í öðru lagi að kveðið verði á um að meðaltal réttindaöflunar til mánaðarlegs ellilífeyris nemi 1,8% á ári af þeim mánaðarlaunum sem greitt er af og hækki þar með úr 1,4% (56% af meðallaunum yfir 40 ára inngreiðslutíma).

Í þriðja lagi að kveðið verði á um heimild til lífeyrissjóða að leyfa sjóðsfélögum að ráðstafa í heild eða að hluta hækkuninni á lágmarksiðgjaldinu til tilgreindrar séreignar. Nýti sjóðsfélagar sér þessa heimild lækkar meðaltal réttindaöflunar úr 1,8% á ári í allt að 1,4% á ári.

Í fjórða lagi er ákvæði um að lífeyrissjóðum og öðrum aðilum sem heimilað verður að taka við tilgreindri séreign verði gert skylt að senda ríkisskattstjóra sundurliðun á ráðstöfun á lífeyrisiðgjaldi hver manns. Jafnframt er að finna nýtt ákvæði þess efnis að lífeyrissjóðum og aðilum skv. 3. mgr. 8. gr. laganna verði gert skylt að tilgreina við útborgun hvaða hluti séreignar myndast af lífeyrisiðgjaldi skv. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 129/1997 og hvaða hluti séreignar myndast hefur á grundvelli viðbótariðgjalds til séreignarsparnaðar.

Í fimmta lagi að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði heimilað að taka kostnað við flutning iðgjaldshluta af iðgjaldsstofni til annars aðila og sem fara á til öflunar réttinda í tilgreindri séreign.

Í sjötta lagi að kveðið verði á um að lífeyrissjóðum verði heimiluð rafræn birting greiðsluyfirlita lífeyrisiðgjalda og upplýsinga um væntanleg lífeyrisréttindi.

Í sjöunda lagi að kveðið verði á um að á meðan í kjarasamningi sé enn kveðið á um 12% iðgjald til lífeyrissjóðs sé heimilt að miða lágmarksiðgjaldið við 12%, þar til aðilar hafi náð saman um breytta hlutfallstölu í viðkomandi kjarasamningi. Eftir það beri að miða lágmarksiðgjald við 15,5%.

Þá er í frumvarpinu lagðar til breytingar á lögum um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð, nr. 111/2016. Þær breytingar snúa einna helst að skattfrjálsri heimild einstaklinga til að nýta tilgreinda séreign til kaupa á fyrsta íbúðarhúsnæði til viðbótar við ráðstöfun á viðbótariðgjaldi til séreignarsparnaðar. Einnig er lagt til að einstaklingar sem ekki hafa verið skráður eigendur að íbúðarhúsnæði í fimm ár frá því að umsókn um ráðstöfun berst ríkisskattstjóra verði heimilað að nýta sér sömu séreignarsparnaðarúrræði og kaupendur fyrstu íbúðar.

Að lokum eru að finna tillögur um breytingar á öðrum lagabálkum sem m.a. tengjast tillögum um lögfestingu á hækkun lágmarksiðgjalds úr 12% í 15,5% og úrræðinu um tilgreinda séreign.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is