Samráð fyrirhugað 27.11.2019—05.12.2019
Til umsagnar 27.11.2019—05.12.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 05.12.2019
Niðurstöður birtar

Reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur.

Mál nr. 293/2019 Birt: 27.11.2019
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (27.11.2019–05.12.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Reglugerð um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Guðríður Björk Magnúsdóttir - 27.11.2019

Aðilaskipti eiga að vera skýr og algjörlega laus við mismunun milli bænda, það að leyfa nokkurra mánaða tímaramma á aðilaskiptum þar sem sýndarviðskipti áttu sér stað með kaup á jörð með greiðslumarki þar sem jörðin var seld seljandanum aftur eftir að greiðslumarkið var flutt yfir á jörð kaupanda er gjörsamlega galið og veldur mismunun, ráðherra landbúnaðarmála gerði breytingu (624/2018) á reglugerð um greiðslumark mjólkur (1181/2017) þar sem var tekið fyrir tilfærslu greiðslumarks mjólkur milli lögbýla í eigu sama aðila frá og með 15.júní 2018, en tiltekið að tilfærsla yrði aðeins heimiluð ef handhafi gæti sýnt fram á með þinglýstu afsali að öll lögbýli sem tilfærsla greiðslumarks varðar hafi verið skráð í hans eigu fyrir 15. júní 2018.http://www.mast.is/frettaflokkar/frett/2018/06/20/-Breytingarreglugerd-um-greidslumark-mjolkur/

Það að fara heimila tímabundið og afturávirkt það sem bannað var af ráðherra 15.júni 2018 þ.e. opna tímabilið milli 15. Júní til og með 31.desember 2018 fyrir þá sem ekki búnir að þýnglýsa sýndargjörningnum sýnum fyrir reglugerðabreytinguna er MISMUNUN, þeir bændur sem reyndu og framkvæmdu þessi sýndarviðskipti en voru ekki búnir að þinglýsa þeim þegar breytingareglugerðin nr. 624/2018 var sett, á nú að losa úr sinni eigin “snöru” með þessum dagsetningaramma í stað þess að þetta greiðslumark semvið á og á / átti að flytja milli jarða vegna grás svæðis í reglugerðinni komi inná uppboðsmarkað eins og öll önnur greiðslumarkaðsviðskipti milli bænda, þá er heiðarlegra að hætta með kvótamarkað og gefa viðskiptin frjáls þá eru allir jafnir.

Afrita slóð á umsögn

#2 Kristinn Björnsson - 05.12.2019

Stenst atburðarrásin um aðilaskipti greiðslumarks frá 2011 íslensk lög? Frá 2009 hófst aðför að kvótakerfinu, menn vildu leggja niður kvótakerfið, framleiðslan átti að vera frjáls, menn vildu fá kvótann ókeypis. Allir þekkja atburðarásina, frjáls sala lögð af 2010, uppboðsmarkaður 2011-2016 og síðan þá, innlausn og úthlutun. Niðurstaðan er stíflað kerfi, mikil eftirspurn og lítið framboð. Afleiðingarnar er margskonar, margir bændur eiga í erfiðleikum með að styrkja rekstur sinn með auknum kvóta, og þeir sem vilja út úr greininni vegna aldurs, veikinda eða annarra hluta sitja fastir.

Hvað fóru margir lítrar í aðilaskiptum á greiðslumarki framhjá kerfinu 2011 til 2015? Heimildin til að flytja kvóta milli jarða í eigu sama aðila kom inn 1. júní 2015 og var aflögð 15. Júní 2018. Á þessu tímabili fóru um 3.500.000 lítrar á milli jarða sama eiganda. Þessi leið á aðilaskiptum átti aldrei að vera leyfð hún gróf undan kvótamarkaðnum sem slíkum, mismunaði bændum. Ákvörðunin um að greiða beingreiðslu fyrir umframframleiðslu, var það ekki aðför að kvótakerfinu? Það er ástæða til að skoða atburðarásina á sölu kvóta frá 2011 til dagsins í dag út frá lögum um jafnræði, mannréttindi, og ákvæðum stjórnarskrár um eignarétt.

Hvað hefur áunnist frá því að þessi tilraun til að lækka kvótaverð hófst. Verð á kvóta í frjálsa kerfinu á síðustu 500.000 lítrum ársins 2008 var 336.67, 2009 254.86 og 2010 251.69. Þegar tilboðsmarkaðurinn var í gildi var verðið á fyrsta markaði 280 kr á lítra og á síðasta markaði 205 kr á lítra. Innlausnarverð 2017 var 138 kr. á lítra og 2018 122 kr. á lítra.

Tilraunir til að stýra verðinu niður , virðast leiða til minna framboðs. Ef markaðurinn hefði verið frjáls frá 2010 til dagsins í dag, væri sennilega komið jafnvægi bæði á verð, og framboð og eftirspurn.

Það er mikilvægt að hafa í huga við aðilaskipti á greiðslumarki að þar koma saman kaupandi og seljandi. Það þarf að taka tillit til hagsmuna beggja aðila .

Þegar þú kaupir kvóta hver er réttarstaða þín?

Það sem þarf að komast á hreint er, hvað þýðir það að kaupa kvóta? Hefur kaupandinn engan lögvarinn rétt, er þetta frekar eins og kaup á happadrættismiða.

Á ekki viðmiðun reglna, varðandi kaupendur, að vera það efnahagsumhverfi sem við búum við sem er verðtryggingin. Í verðtryggðu umhverfi tekur engin bóndi stór lán nema til langs tíma.

Allar ákvarðanir varðandi að leggja niður eða breyta kvótakerfi þurfa því að hafa langan aðdraganda. Evrópusambandið lagði niður kvótakerfið sitt með tíu ára fyrirvara, en þar er engin verðtrygging á lánum þannig að fresturinn hér ætti að vera talsvert lengri.

Engin lagarammi um kvótaeign, gefur frítt spil fyrir illa ígrundaðar ákvarðanir um tilhögun og framtíð kvótakerfis.

Afrita slóð á umsögn

#3 Jóhanna María Sigmundsdóttir - 05.12.2019

Meðfylgjandi er umsögn Landssambands kúabænda (LK).

Virðingafyllst,

Jóhanna María Sigmundsdóttir - framkvæmdarstjóri LK.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Gunnar Ríkharðsson - 05.12.2019

Í 2. grein reglugerðarinnar er skilgreint hvað orðið „markaður“ þýðir þ.e. „Markaður: Fyrirkomulag viðskipta þar sem boðið er til sölu eða leitað er eftir kaupum á greiðslumarki mjólkur.

. Í 3. grein er svo vitnað til „verðþróunar á markaði“ og „með hliðsjón af markaðsaðstæðum“ en þar getur varla verið vísað til fyrrnefndrar skilgreiningar á „markaði“, því í janúar hefur enginn slíkur „markaður“ enn verið haldinn. Spurning hvort ekki þarf að orða þetta eitthvað betur.

Í 3 grein segir einnig: „Hámarksverð getur aldrei orðið hærra en þrefalt lágmarksverð mjólkur til framleiðenda eins og það er á hverjum tíma.“ Ég man ekki betur en lágmarksverð á mjólk á árinu til framleiðenda hafi verið ca 29 kr. - spurning hvort ekki mætti orða þetta betur svo ekki fari á milli mála við hvað ert átt.

Einnig er mjög erfitt að átta sig á því hvernig nefnd á að meta það í lok janúar hvort skynsamlegt sé að ráðherra setji hámarksverð á greiðslumark á markaði sem halda á 2 mánuðum síðar og ekkert er í reglugerðinni sem segir nefndinni hvernig þetta skuli metið.

Afrita slóð á umsögn

#5 Kári Ottósson - 05.12.2019

Mun gáfulegra er að hafa ákveðið fast innlausnarverð vegna kvóta/greiðslumarks og umsækjendur um greiðslumark fái úthlutað jafnt því magni sem er í boði hverju sinni, og hafa þak á hve mikið hver getur fengið í hverri úthlutun, tilboðsmarkaður með jafnvægisverði eins og var fyrir 2017 er mjög efiður, því það þarf ekki allur kvóti að ganga út í sölu né að hann náist að seljast, því seljandi sem vill hærra en jafnvægisverð nær ekki að selja og kaupandi sem býður lægra en jafnaðarverð nær ekki að kaupa, þá er gáfulegra að hafa fast innlausnarverð sem allir vita fyrirfram, það veldur ekki mismunun milli bænda því allir sem kaupa eru jafnir, varðandi dagsetninguna sem var 15.6. 2018 þar sem verið er að stoppa aðilaskipti milli jarða með sýndarviðskiptum en í þessum samning er dagsetningin færð aftur til 31.12.2018 er eingöngu til að mismuna bændum, ráðherra setti þessa 15.6.2018 dagsetningu til að stoppa sýndarviðskiptin en leyfir örfáum einstaklingum að braska ef þessi dagsetning fær að standa, mun eðlilegra er að þetta greiðslumark fari á markað, og ef hæsta verð er þrefalt afurðastöðvaverð þá er það sambærilegt og það verð sem heyrst hefur vegna þessara sýndarviðskipta og því ekkert "tap" fyrir seljandan í sýndarviðskiptunum