Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–16.12.2019

2

Í vinnslu

  • 17.12.2019–5.1.2020

3

Samráði lokið

  • 6.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-295/2019

Birt: 4.12.2019

Fjöldi umsagna: 4

Annað

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni skv. lögum nr. 38/2018

Niðurstöður

Alls bárust fjórar umsagnir um drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni. Tekið var tillit til athugasemda eftir atvikum. Sérstaklega er vakin athygli á því að um er að ræða leiðbeiningar til sveitarfélaga um framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni skv. lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Við setningu þeirra laga var haft víðtækt samráð við hagsmunaaðila ásamt kostnaðarmati á áhrifum laganna.

Málsefni

Félagsmálaráðuneytið óskar eftir umsögum um drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni skv. lögum nr. 38/2018.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt 16. gr. laga nr. 38/2018 skulu sveitarfélög bjóða fötluðum börnum og ungmennum upp á frístundaþjónustu eftir að reglubundnum skóladegi þeirra lýkur, og eftir atvikum áður en dagleg kennsla hefst, svo og á þeim dögum, öðrum en lögbundnum frídögum, þegar skólar starfa ekki. Þessi þjónusta tekur við af almennri frístundaþjónustu grunnskóla og henni lýkur þegar viðkomandi lýkur framhaldsskóla. Þá kemur fram í 16. gr. laga nr. 38/2018 að ráðherra skuli gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þjónustu í samræmi við ákvæði greinarinnar. Sveitarstjórn skal setja nánari reglur um frístundaþjónustu á grundvelli leiðbeininga ráðherra. Við setningu og framkvæmd reglna sinna skulu sveitarfélög hafa samráð við notendur og hagsmunasamtök þeirra skv. 8. og 42. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga. Jafnframt skulu sveitarfélög taka mið af þeim alþjóðlegu skuldbindingum sem íslensk stjórnvöld hafa gengist undir, einkum samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Félagsmálaráðuneytið

frn@frn.is