Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 29.11.–13.12.2019

2

Í vinnslu

  • 14.12.2019–27.10.2020

3

Samráði lokið

  • 28.10.2020

Mál nr. S-296/2019

Birt: 29.11.2019

Fjöldi umsagna: 31

Áform um lagasetningu

Dómsmálaráðuneytið

Almanna- og réttaröryggi

Áform um lagasetningu - breyting á áfengislögum

Niðurstöður

Litið var til umsagna um áform við ritun frumvarps, sjá frumvarp mál 35/2020 og mál 200/2020

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp til breytinga á áfengislögum sem felur m.a. í sér tvær undanþágur á einokun ÁTVR á smásölu áfengis. Annars vegar til þess að heimila innlenda vefverslun með áfengi til neytenda í smásölu og hins vegar heimila framleiðendum áfengis að selja áfengi til neytenda með ákveðnum takmörkunum.

Nánari upplýsingar

Á grundvelli áfengislaga nr. 75/1998 og laga nr. 86/2011 um verslun með áfengi og tóbak hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins einokun á smásölu áfengis til neytenda. Árið 1995 var einkaréttur Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til innflutnings á áfengi afnuminn og almenningi gert kleift að flytja áfengi til landsins, þó ekki til smásölu. Í 3. gr. áfengislaga nr. 75/1998 er kveðið berum orðum á um að sérstakt leyfi þurfi fyrir áfengisinnflutning í atvinnuskyni, en ekki er kveðið á um að leyfi þurfi svo að almenningur geti flutt áfengi til landsins til einkaneyslu. Hefur þetta leitt til þess að almenningur hefur um áratugaskeið getað keypt sér áfengi í erlendum verslunum, t.d. í gegnum netið og látið senda heim að dyrum á Íslandi, að áfengis- og innflutningsgjöldum uppgerðum.

Ráðgert er að í frumvarpinu verði heimilað að starfrækja innlenda vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda. Frumvarpinu er ætlað að mæta sívaxandi kröfum neytenda um aukið valfrelsi. Þá er nauðsynlegt að jafna stöðu innlendrar verslunar við þá erlendu, en neytendum er, eins og fyrr segir, nú þegar heimilt að flytja inn áfengi til landsins til einkanota heim að dyrum, t.d. í gegnum erlendar vefverslanir með áfengi. Með skírskotun til jafnræðis fæst ekki staðist að mismuna innlendri verslun með þessum hætti.

Einnig er í frumvarpinu gert ráð fyrir að mæta kröfum minni áfengisframleiðanda, sérstaklega á landsbyggðinni, um að heimilt verði, í tilteknum tilvikum, að selja áfengi í smásölu til neytenda. Felur það í sér að áfengisframleiðanda verði heimilt að selja á framleiðslustaðnum eigin framleiðslu í neytendaumbúðum, til neyslu annars staðar. Í nágrannalöndum Íslands tíðkast að smásala á handsverksáfengi (t.d. bjór eða víni) sé heimiluð beint frá framleiðanda til neytenda, t.d. í tengslum við ferðaþjónustu.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa almanna- og réttaröryggis

dmr@dmr.is