Samráð fyrirhugað 03.12.2019—17.12.2019
Til umsagnar 03.12.2019—17.12.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 17.12.2019
Niðurstöður birtar

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1121/2012, um menntun, réttindi og skyldur tannlækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi

Mál nr. 298/2019 Birt: 03.12.2019 Síðast uppfært: 03.12.2019
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 03.12.2019–17.12.2019. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Lögð er til breyting á 6. gr. reglugerðar nr. 1121/2012 sem lýtur að því að skýra réttarstöðu þeirra tannlækna sem hyggjast leggja stund á sérgreinar í tannlækningum.

Lögð er til breyting á 6. gr. reglugerðar nr. 1121/2012, um menntun, réttindi og skyldur tannlækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, sem lýtur að því að skýra réttarstöðu þeirra tannlækna sem hyggjast leggja stund á sérgreinar í tannlækningum.

Ástæða breytingartillögunnar er sú að nýlega var til meðferðar kærumál hjá heilbrigðisráðuneytinu sem hefur ekki áður reynt á við beitingu reglugerðar nr. 1121/2012. Ágreiningur stóð um það hvort Embætti landlæknis væri unnt að veita tannlækni sérfræðileyfi í samfélagstannlækningum á grundvelli 6. gr. reglugerðarinnar. Ákvæði 6. gr. var talið óskýrt vegna þess að óljóst þykir hvaða ákvæði þess á við um samfélagstannlækningar og hvaða ákvæði eiga við um klínískar greinar tannlækninga, og þess vegna ekki bersýnilegt hvort viðkomandi uppfyllti skilyrði ákvæðisins til að hljóta sérfræðileyfi í samfélagstannlækningum. Úrskurðinn má nálgast á úrskurðarvef Stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=0e3c47f7-5369-11e8-9428-005056bc4d74&newsid=31ca5670-12c7-11ea-9453-005056bc4d74&cname=%C3%9Arskur%C3%B0ir%20heilbrig%C3%B0isr%C3%A1%C3%B0uneytis

Niðurstaða ráðuneytisins var sú að fella úr gildi synjun Embættis landlæknis um sérfræðileyfi og leggja fyrir embættið að taka málið fyrir að nýju að teknu tilliti til þeirra gagna og sjónarmiða sem fram komu í úrskurðinum.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.