Samráð fyrirhugað 03.12.2019—17.12.2019
Til umsagnar 03.12.2019—17.12.2019
Niðurstöður í vinnslu frá 17.12.2019
Niðurstöður birtar

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1121/2012, um menntun, réttindi og skyldur tannlækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi

Mál nr. 298/2019 Birt: 03.12.2019 Síðast uppfært: 03.06.2020
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (03.12.2019–17.12.2019). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Lögð er til breyting á 6. gr. reglugerðar nr. 1121/2012 sem lýtur að því að skýra réttarstöðu þeirra tannlækna sem hyggjast leggja stund á sérgreinar í tannlækningum.

Lögð er til breyting á 6. gr. reglugerðar nr. 1121/2012, um menntun, réttindi og skyldur tannlækna og skilyrði til að hljóta starfsleyfi og sérfræðileyfi, sem lýtur að því að skýra réttarstöðu þeirra tannlækna sem hyggjast leggja stund á sérgreinar í tannlækningum.

Ástæða breytingartillögunnar er sú að nýlega var til meðferðar kærumál hjá heilbrigðisráðuneytinu sem hefur ekki áður reynt á við beitingu reglugerðar nr. 1121/2012. Ágreiningur stóð um það hvort Embætti landlæknis væri unnt að veita tannlækni sérfræðileyfi í samfélagstannlækningum á grundvelli 6. gr. reglugerðarinnar. Ákvæði 6. gr. var talið óskýrt vegna þess að óljóst þykir hvaða ákvæði þess á við um samfélagstannlækningar og hvaða ákvæði eiga við um klínískar greinar tannlækninga, og þess vegna ekki bersýnilegt hvort viðkomandi uppfyllti skilyrði ákvæðisins til að hljóta sérfræðileyfi í samfélagstannlækningum. Úrskurðinn má nálgast á úrskurðarvef Stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/default.aspx?pageid=0e3c47f7-5369-11e8-9428-005056bc4d74&newsid=31ca5670-12c7-11ea-9453-005056bc4d74&cname=%C3%9Arskur%C3%B0ir%20heilbrig%C3%B0isr%C3%A1%C3%B0uneytis

Niðurstaða ráðuneytisins var sú að fella úr gildi synjun Embættis landlæknis um sérfræðileyfi og leggja fyrir embættið að taka málið fyrir að nýju að teknu tilliti til þeirra gagna og sjónarmiða sem fram komu í úrskurðinum.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Embætti landlæknis - 16.12.2019

Umsögn embættis landlæknis er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir - 16.12.2019

Það vantar skilgreiningar á hvaða nám það er sem telst vera nám í samfélagstannlækningum. Ég hef ekki getað fundið neitt um það eða fengið ákveðin svör um það en hélt að átt væri við nám til MPH gráðu.

Einnig er ekki hægt að finna upplýsigar um hvaða blöð/vefrit það eru sem teljast viðurkennd sérfræðitímarit þegar unnið er í að fá þær tvær greinar birtar sem þarf til að fullnægja kröfum fyrir sérfræðiviðurkenningu í samfélagstannlækningum. Það auðveldar mikið að hafa tiltækan lista eða skilgreiningar á þessum ritum því þessar upplýsingar eru ekki aðgengilegar í dag.

Afrita slóð á umsögn

#3 Háskóli Íslands - 17.12.2019

Umsögn frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Svanhvít Dröfn Sæmundsdóttir - 17.12.2019

Í Evróðu eru samfélagstannleikningar viðurkenn sérgrein í Finnlandi, Þýskalandi, Möltu, Portúgal og Bretlandi fyrir utan Ísland og því spurning hvort kröfurnar þurfi ekki að vera svipaðar í öllum þessum löndum með vísan í samninga um viðurkenningu á menntun á milli landa.

Afrita slóð á umsögn

#5 Tannlæknafélag Íslands - 20.01.2020

Viðhengi