Samráð fyrirhugað 21.02.2018—08.03.2018
Til umsagnar 21.02.2018—08.03.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 08.03.2018
Niðurstöður birtar 23.11.2018

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um Orkustofnun (innleiðing tilskipunar og viðlagaákvæði).

Mál nr. 16/2018 Birt: 20.02.2018 Síðast uppfært: 23.11.2018
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Orkumál
  • Alþingi og eftirlitsstofnanir þess

Niðurstöður birtar

Frumvarpið var ekki lagt fram.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 21.02.2018–08.03.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 23.11.2018.

Málsefni

Með frumvarpinu eru gerðar nokkrar breytingar á raforkulögum og lögum um Orkustofnun. Breytingarnar eru tilkomnar vegna innleiðingar þriðju raforkutilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Bjarni Jónsson - 27.02.2018

Þriðji orkumarkaðslagabálkur ESB - Samþykki Sameiginlegu EES-nefndarinnar 05.05.2017, nr 93/2017:

Það eru þrjár meginástæður fyrir því, að Alþingi á að hafna lögleiðingu á ofangreindum gjörningi ESB, 2009/72/EB:

1) Með lögleiðingunni framselur Alþingi orkustofnun ESB, ACER (Agency for the Cooperation of Energy Regulators) úrslitavald yfir raforkuflutningsmálum landsins. Í ACER ræður hreinn meirihluti fulltrúa ESB ríkjanna ákvarðanatökunni, en Ísland mun aðeins eiga þar áheyrnarfulltrúa. Við ákvarðanatökur, er varða hagsmuni Íslands, hallar mjög á Ísland í þessari fjölþjóðlegu stofnun. Á vef ACER má finna skrá um forgangsverkefni stofnunarinnar, og þar er Ice Link að finna, sjá viðhengi með þessari umsögn. Það er afar líklegt, að af þessu verkefni verði, ef Alþingi leiðir ACER til valda í íslenzka orkugeiranum.

2) ACER fær ráðgjafar- og framkvæmdavald yfir raforkuflutningsmálum á Íslandi og getur skipað Landsneti að styrkja flutningskerfið á landi að landtökustað sæstrengs. Kostnaður við þetta mun falla á raforkunotendur á Íslandi og valda tilfinnanlegri hækkun á flutningsgjaldi, sjá viðhengi. Samkvæmt téðri forgangsverkefnaskrá eru Landsvirkjun, Landsnet og National Grid Interconnector Holdings Ltd. Landsvirkjun á ekkert erindi á þessa skrá, en það verður í verkahring ACER að skipta kostnaði af Ice Link á milli hinna, ef aðilar ná ekki samkomulagi. Hér getur orðið um mikinn skuldabagga að ræða fyrir Landsnet, sem dregið getur úr framkvæmdagetu fyrirtækisins innanlands og jafnvel valdið enn meiri hækkun flutningsgjalds rafmagnsnotenda á Íslandi án þess, að rétt kjörin stjórnvöld landsins hafi minnsta möguleika á að hafa áhrif á þessa framvindu. Orkustofnun, eða sá hluti hennar, sem hefur eftirlit með Landsneti, verður óháður íslenzkum stjórnvöldum og hagsmunaaðilum innanlands, en tekur við fyrirskipunum frá ESA (Eftirlitsstofnun EFTA), sem verður handlangari ACER í tilraun til að dulbúa valdaframsal frá Íslandi til orkustofnunar ESB.

3) Íslenzkur raforkumarkaður verður samþættur raforkumarkaði ESB eftir lagningu Ice Link og tengingu hans í báða enda. Allir raforkukaupendur í ESB geta þá boðið í tiltæka raforku á Íslandi. Þetta mun hækka raforkuverð á Íslandi, sjá viðhengi, og auka mjög spurn eftir virkjanaleyfum hér. Langtímasamningar um raforkuafhendingu, sem gert hafa starfrækslu iðnfyrirtækja á borð við álver, járnblendi og kísilver, samkeppnishæfa á erlendum mörkuðum, verða varla endurnýjaðir né fleiri nýir gerðir, í samkeppni við orkusölu um sæstreng. Þetta mun hafa alvarlegar þjóðhagslegar afleiðingar, sem setja munu fjárhagslegan stöðugleika landsins í hættu og valda stórfelldu atvinnuleysi. Orkuskiptin verða í uppnámi, því að þau verða ekki jafnhagkvæm og nú og næg raforka verður vart fyrir hendi til orkuskiptanna, ef flytja á utan a.m.k. 10 TWh/ár.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Sigurður Örn Guðleifsson - 01.03.2018

Fyrir hönd ráðgjafarnefndar um eftirlit á vegum hins opinbera, sem starfar á grundvelli laga nr. 27/1999 um opinberar eftirlitsreglur, eru hjálagðar ábendingar nefndarinnar.

Viðhengi