Samráð fyrirhugað 22.02.2018—28.02.2018
Til umsagnar 22.02.2018—28.02.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 28.02.2018
Niðurstöður birtar 27.03.2018

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld (frádráttur vegna hlutabréfakaupa, skuldajöfnun vegna vangoldinna skatta og gjalda, álagning opinberra gjalda o.fl.).

Mál nr. 17/2018 Birt: 22.02.2018 Síðast uppfært: 27.03.2018
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Niðurstöður birtar

Niðurstaða málsins er í stuttu máli sú að ein umsögn barst sem þótti ekki gefa tilefni til breytinga á frumvarpsdrögunum.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 22.02.2018–28.02.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 27.03.2018.

Málsefni

Í frumvarpsdrögunum eru lagðar til ýmsar breytingar á skattalögum af ólíkum toga.

Um er að ræða breytingar sem varða fækkun og einföldun þeirra skilyrða sem þarf að uppfylla varðandi skattfrádrátt vegna hlutabréfakaupa, flýtingu álagningar einstaklinga og lögaðila um einn mánuð, skýrari reglur fyrir veitingu ívilnana og skuldajöfnun vegna vangoldinna skatta og gjalda.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Hagsmunasamtök heimilanna - 27.02.2018

Sjá viðhengi.

Viðhengi