Samráð fyrirhugað 23.02.2018—17.04.2018
Til umsagnar 23.02.2018—17.04.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 17.04.2018
Niðurstöður birtar 19.12.2018

Drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis.

Mál nr. 18/2018 Birt: 23.02.2018 Síðast uppfært: 19.12.2018
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
  • Umhverfismál
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Ferðaþjónusta
  • Orkumál
  • Sveitarfélög og byggðamál
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks

Niðurstöður birtar

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.02.2018–17.04.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 19.12.2018.

Málsefni

Starfshópur um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis hefur rannsakað núverandi kerfi og framkvæmd skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Drög að tillögum að stefnu stjórnvalda á árunum 2019–2025 og útfærslu skattlagningarinnar koma fram í þeim í skýrsludrögum sem hér með eru birt.

Hinn 5. febrúar 2016 skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið var að taka skattlagningu ökutækja og eldsneytis til endurskoðunar. Drög að skýrslu starfshópsins liggja nú fyrir. Í skýrsludrögunum koma fram tillögur sem m.a. byggja á markmiðum um einfalt, réttlátt, samræmt og skilvirkt skattkerfi, stefna að orkusparnaði og aukinni nýtingu innlendra orkugjafa og stuðla að því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda og skaðlegra efna frá ökutækjum. Skýrsludrögin innihalda tillögu að stefnu stjórnvalda til áranna 2019–2025.

Tillögur starfshópsins eru í grundvallaratriðum eftirfarandi:

1. Að fyrirkomulagi skattlagningarinnar verði breytt þannig að hún fangi á markvissan og skilvirkan hátt:

a. innflutning og töku ökutækja í notkun (öflun),

b. aðgang ökutækja að íslenska samgöngukerfinu, og

c. notkun ökutækja á íslensku vegakerfi.

2. Að skattlagningin geri stjórnvöldum mögulegt að takast með skynsamlegum hætti á við markmið Íslands í loftslagsmálum.

3. Að skattstofnar ökutækja og eldsneytis verði breikkaðir og skilvirkni skattlagningarinnar aukin.

4. Að undirbúa jarðveginn fyrir skatttöku byggða á notkun ökutækja.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Valþór Stefánsson - 01.03.2018

Ég tel að núverandi ívilnunarregla er varðar niðurfellingu virðisaukaskatts hafi að einu leiti verið vanhugsuð og hafi ákveðin skaðleg áhrif á þróun rafmagnsbílamála á Íslandi.

Ég og eiginkona mín búum á Siglufirði en ég hef haft ábilandi áhuga á að nýta umhverfisvæna orkugjafa á ökutæki á Íslandi og þá ekki síst til eigin aksturs. Við eigum íbúð í Reykjavík en höfum mörg erindi til Akureyrar og austur á Norðfjörð. Dæmigert dreifbýlisfólk.

Við höfum átt Nizzan patrol jeppa til 13 ára en við erum meðvituð að hann er mikill umhverfissóði og vildum við a.m.k. draga úr notkun þess bíls. Við kynntum okkur rafbíla og var Nizzan Leaf til skoðunnar en við komumst að því að með þann bíl þá dugar drægnin flestar okkar leiðir en hann gæti dugað í Reykjavík í snattið það en það yrði 15-20% af okkar kílómetrum í mesta lagi af heildarakstri. Með því að eiga annan Nizzan Leaf og staðsetja á Siglufirði fyrir Eyjafjarðarsvæðið þá myndu bætast við önnur 15% eða svo. Annað þyrfti að nota Patról jeppan og í verstu vetrarveðrum einnig. Við vorum í alvöru að skoða þennan möguleika.

Þá heyrðum við af Teslu model S með mun meiri drægni og nú hægt að fá fjórhjóladrif. Við ákváðum að fá okkur slíkan bíl en eiga patrolinn fyrsta veturinn til að sannreyna að hann dygði okkur áður en við seldum Patrólinn. Eftir ýmis vandræði þá fengum við Tesluna í maí 2017 og höfum við notað hana alfarið í sumar og vetur en Patrólinn hefur rykfallið í vetur og fer í sölu þar sem Teslan dugar okkur alveg. þar með talið hringferð um landið og 3 ferðir austur á Norðfjörð og fjölmargar ferðir milli Siglufjarðar og Reykjavíkur í öllum vetrarveðrum, t.d. 17 stiga frosti os.frv. Teslan dugar praktískt fyrir okkur.

Við höfum aldrei litið á Tesluna sem luxusbíl heldur bílinn sem dugar í það að keyra umhverfisvænt við okkar aðstæður sem erum landsbyggðarfólk á Íslandi. Okkar fjárhagur er góður og áhugi á rafbílavæðingu og umhverfismálum ódrepandi svo virðisaukaskattur á Tesluna okkar breytir ekki öllu.

Hins vegar skaðar það rafbílaþróun á Íslandi að stjórnvöld hafa ekki veðjað á Tesluna heldur eru virðisaukaskattsmörk af óskiljanlegum ástæðum haldið þar sem Teslan, einn rafbíla, nær upp í verulega virðisaukaskatt, þó að hann sé eini bíllinn sem í raun dugar fyrir langflesta Íslendinga sem vilja rafbílavæðast af öllum rafmagnsbílum í boði.

Hins vegar er skortur á þjónustu við Tesla og hér vantar Tesla hraðhleðslustöðvar. Ástæða þess að sú uppbygging hefur ekki átt sér stað að það eru ekki nógu margir að nota Teslu á Íslandi. Tesla motors hefur frá upphafi sagst koma með þjónustu þegar Tesla-fjöldinn fer yfir 100 á landinu en hann er um 70 núna. Ég veit um þónokkra sem hættu við Teslukaup einvörðungu vegna virðisaukaskattsins og þess vegna tel ég að löggjöfin hafi verð sjálfskapaður vítahringur, en tel ekki að það hafi verið það sem lág á baki heldur sáu menn þetta ekki fyrir. Ég tel því hvernig þessi niðurfelling er útfærð sérlega ámælisverða hvað varðar þetta atriði og hefur líklega nú þegar skaðað uppbyggingu Tesluþjónustu og Tesluvæðingu á Íslandi. Norðmenn settu ekki verðmörk á niðurfellingu virðisauka enda varð þróunin þar í framhaldi allt önnur en hér og nokkuð ljóst að þetta hefur spilað sterkt inn í muninn á milli þessarra landa. Tesla er svo miklu meira en Lúxusbíll, er mjög góður bíll í snjó og þegar við höfum áttað okkur á veikleikunum, þá hefur verið auðvelt að eiga við erfiðustu aðstæður um vetur.

Ég legg því til að virðisaukaskattur verði óháð innkaupaverði felldur niður í einhver ár að minnsta kosti af nýjum og kannski nýlegum bílum, í 3-4 ár kannski og ekki gert upp á milli hreinna rafbíla og í hvaða verðflokki þeir eru enda skil ég ekki rökin þar á bak við. Erum við ekki að tala um umhverfismál?.

Afrita slóð á umsögn

#2 Jón Svanberg Hjartarson - 15.03.2018

Umsögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar (sjá viðhengi)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Jón Trausti Ólafsson - 16.03.2018

Umsögn Bílaumboðið ASKJA.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Jón Kristján Árnason - 16.03.2018

Ég sendi 3 skrár en það lítur út fyrir að það sé aðeins hægt að senda eina í einu þannig að hinar verða sendar sérstaklega. þ.e. skýrsla frá Deloitte og helstu atriði úr þeirri skýrslu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Jón Kristján Árnason - 16.03.2018

Hér kemur þriðja skjalið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Özur Lárusson - 16.03.2018

Góðan dag. Meðfylgjandi í viðhengi eru ábendingar Bílgreinasambandsins

Með kveðju

Özur Lárusson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Samtök atvinnulífsins - 23.03.2018

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins um drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Gísli Bragason - 23.03.2018

Einföld og gegnsæ tvíhliða skattlagning á hvert kg Co2 sem losað er annars vegar og hinsvegar á hvern ekinn km.

Að almenningssamgöngur séu í öllum tilfellum ódýrari kostur fyrir almenning.

Afrita slóð á umsögn

#9 Hlöðver Kjartansson - 23.03.2018

Fornbílaklúbbur Íslands, kt. 490579-0369, hefur falið undirrituðum lögmanni að senda inn eftirfarandi umsögn:

Fornbílaklúbbur Íslands er félag áhugamanna um gömul vélknúinn ökutæki og var klúbburinn stofnaður 19. maí 1977. Fjöldi félagsmanna er um 1.200. Heimili klúbbsins er að Hlíðarsmára 9 í Kópavogi. Hlutverk hans er að efla samheldni með eigendum og áhugamönnum um gamla bíla og gæta hagsmuna þeirra. Aldur ökutækis skal vera 15 til 25 ár til að það teljist safngripur og 25 ár eða meira til að það falli undir skilgreininguna fornbíll, enda séu bílarnir sem mest í upprunalegri mynd. Að vekja áhuga almennings á gömlum bílum, efla skilning á minjagildi þeirra og stuðla að varðveislu þeirra, m.a. með útvegun geymsluhúsnæðis fyrir þá. Að varðveita varahluti sem klúbbnum áskotnast og miðla þeim til félagsmanna gegn sanngjörnu endurgjaldi. Klúbbnum hefur tekist að breyta viðhorfi þjóðarinnar til fornbíla frá því að vera taldir ómerkilegt skran í það að vera gersemar sem jafnvel hæfa þjóðhöfðingja, en klúbburinn starfaði með Bílgreinasambandinu og embætti forseta Íslands að uppgerð fyrsta forsetabíls lýðveldisins sem er Packard 1942 og var tekin í notkun á ný 17. júní 2008 sem hátíðabifreið forsetans. Með þessari viðhorfsbreytingu var fornbílamennskan viðurkennd sem áhugavert menningarstarf og ómissandi þáttur í íslensku þjóðlífi. Klúbburinn er áhugamannafélag sem hefur komið upp miklu safni menningarverðmæta sem einnig eru fólgin söfnun bílamynda, sem nú er orðið mikið að vöxtum og ómetanleg heimild, bílabóka, handbóka, blaða, bæklinga og kvikmynda. Þá sendur klúbburinn fyrir sýningum og hefur þar mesta athygli vakið sýningar á bílum og ýmsu öðru sem tilheyrir sögu bílsins á Íslandi.

Meðfylgjandi eru Lög Fornbílaklúbbs Íslands.

Bílar eldri en 25 ára bera ekki bifreiðagjald, enda lítið notaðir miðað við aðra bíla, ca. 50 - 1.500 km á ári. Verði af því að þessi undanþága verði felld brott mun það reynast mjög íþyngjandi auka skattur á eigendur þeirra bíla og við varveislu söguminja.

Þetta þýðir einnig að talsverð umsýsla verður hjá Samgöngustofu (lauslega áætlað um 5000 númerasett) þegar menn fara að leggja inn númer um haust og taka aftur út um vor, jafnvel inn og út nokkrum sinnum um sumar til að spara sér þessi gjöld. Þetta var gert hér áður fyrr áður en fornbílar fengu þessa undanþágu.

Virðingarfyllst,

Hlöðver Kjartansson lögmaður

Lögsýslan ehf., kt. 630287-1469.

Bæjarhrauni 8

220 Hafnarfjörður

Sími 565 2211 GSM 893 4391

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Samband íslenskra sveitarfélaga - 23.03.2018

Hjálögð er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fylgiskjal með ábendingum sem sendar voru til nefndarinnar er sent í tölvupósti til FJR þar sem ekki virðist leyft að setja inn nema eitt viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 N1 hf. - 23.03.2018

Um drög að skýrslu um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Bryndís Skúladóttir - 23.03.2018

Meðfylgjandi er umsögn um drög að skýrslu um skattlangingu á ökutæki og eldsneyti.

Bryndís Skúladóttir

Samtök iðnaðarins

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Samtök ferðaþjónustunnar - 23.03.2018

Samtök ferðaþjónustunnar (Samtökin) hafa kynnt sér drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis og eru með eftirfarandi ábendingar. Samtökin fagna þeirri hugmyndafræði sem skýrslan byggir á um að skapa umhverfi í skattlagningu ökutækja og eldsneytis sem miðar að því minnka kolefnislosun með Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna að leiðarljósi.

Varðandi einstaka þætti þeirra tillagna sem fram koma þá benda samtökin á eftirfarandi þætti:

• Vörugjöld bifreiða

Samtökin fara fram á að hugmyndir að útreikningi vörugjalda og aðlögun losunargilda verði slegið á frest þar til áhrif Evróputilskipunar um losunargildi frá framleiðendum hafa að fullu komið í ljós skv. ESB reglugerð 1155/2017. Tilskipunin sem um ræðir hefur í för með sér hækkun á losunargildum og þar af leiðandi aukin vörugjöld og bifreiðagjöld fyrir bíleigendur hér á landi.

• Vörugjöld bílaleigubifreiða

Samtökin telja nauðsynlegt að bílaleigubíllinn fái réttmætan sess sem atvinnutæki og verði skattlagður í samræmi við það. Slíkt opnar á útflutning notaðra bílaleigubíla til samræmis við önnur atvinnutæki. Skilvirkni á bílamarkaði mun aukast og flýta fyrir orkuskiptum og þar með styðja við skuldbindingar ríkisins í samræmi við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

• Mótvægisaðgerðir vegna vörugjalda í öðrum löndum

Samtökin telja afar athyglisvert að í skýrslunni er vakin athygli á vörugjaldaafsláttum bílaleigubifreiða í Danmörku en ekki tekið fram að í Noregi er VSK ekki lagður á bílaleigubifreiðar sem seldar eru eftir ákveðinn notkunartíma. Vert er að taka fram að í báðum þessum löndum er vörugjald lagt á bifreiðar.

• Áhrif vegna vaxtar á eftirmarkaði með bifreiðar

Samtökin sakna þess að hugmyndir að lausnum til að mæta auknu framboði á eftirmarkaði bifreiða eru ekki lagðar fram í skýrslunni. Samtökin hafa bent á að til að mæta vexti á eftirmarkaði væri mögulega hægt að sleppa álagningu vörugjalda á bílaleigubifreiðar og opna þannig fyrir útflutning til samræmis við önnur atvinnutæki. Einnig væri hægt að heimila bílaleigum að leigja út bifreiðar á erlendum númerum í ákveðinn tíma árlega til að minnka þrýsting á eftirbílamarkað.

• Hópbifreiðar

Ljóst er að álagning þungaskatts á hópbifreiðar hefur íþyngjandi áhrif á rekstur hópbifreiðafyrirtækja. Samtökin eru algerlega mótfallin þessum aðgerðum án mótvægisaðgerða og telja að skoða verði skattkerfi flutningagreina betur með mótvægisaðgerðir að leiðarljósi.

• Vöruflutningabifreiðar

Í skýrslunni er ekki gert ráð fyrir að breytingum á þungaflutningum frá núverandi kerfi. Á meðan krafist er að hópbifreiðar hlíti ákveðnum skilyrðum varðandi losunarkröfur vélbúnaðar, eru vöruflutningabifreiðar undanþegnar slíkum kröfum. Samtökin benda á að gæta verður jafnræðis þegar kemur að skattlagningu á sviðið flutninga og er skattlagning í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna þar ekki undanskilin.

Samtökin áskilja sér rétt að koma með frekari ábendingar á síðari stigum.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 IB ehf. - 23.03.2018

IB ehf flutti inn nokkra Fornbíla á árunum fyrir hrun en eftir 2008 hefur aðeins 1 Fornbifreið verið flutt inn, ástæða þess er hátt gengi og sú staðreynd að Fornbifreiðar sem eru til í landinnu eru ekki góð endursöluvara og því augljóst að ekki er auðvelt að fá innfluttningsverð til baka. Með hækkun vörugjalds mun þetta stöðvast endanlega sem er sennilega takmarkið hjá nefndinni sem væntanlega ekki hefur áhuga á neinum tegundum bílasports.

Meirihluti þeirra sem eiga þessa bíla eru eftirlaunafólk eða að nálgast þann aldur, að detta í hug að setja bifreiðagjald á þetta áhugamál er alveg með ólíkindum. Þessar bifreiðar eru nær undantekningarlaust geymdar inni allt árið og ekið einungis á góðviðrisdögum, örfáa kílómetra á ári. Þá er hluti þessara bifreiða lánaðar á Bílasöfn landsins og hinar ýmsu uppákomur og sýningar.

Bifreiðagjald á þessar bifreiðar er því ekkert nema eignaupptaka og lítilvirðing fyrir þessu áhugamáli sem mun leiða til þess að menn leggja inn númerinn og verð á Fornbílum hrynur endanlega.

Virðingarfyllst Ingimar Baldvinsson.

Afrita slóð á umsögn

#15 Akstursíþróttasamband Íslands - 27.03.2018

Sjá umsögn í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 IB ehf. - 28.03.2018

IB ehf. kt. 590696-3239 sendir umsögn og andmæli við "Drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis." í meðfylgjandi viðhengi.

Selfossi 28. mars 2018

Ingimar Baldvinsson

Framkvæmdastjóri

Afrita slóð á umsögn

#17 Sigurjón Norberg Kjærnested - 28.03.2018

Umsögn Samorku - Samtaka orku- og veitufyrirtækja, er meðfylgjandi.

Virðingarfyllst, f.h Samorku

Sigurjón Kjærnested, forstöðumaður & staðgengill framkvæmdastjóra

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Óttar Reynir Einarsson - 31.03.2018

Mér hefur ekki fundist skattlagning á losun CO2 magni vera skila sér á réttlátan hátt. T.D maður A á stóran bíl sem hann eingöngu notar til ferðalaga annars hjólar hann eða notar almenningssamgöngur en viðkomandi borgar mikla tolla á sínum bíl við skráningu og há bifreiðagjöld, Maður B. á litla diesel púddu T.d Kia Rio. hann keyrir púdduna alla daga 30-50 km á dag. Hann borgar ekki mikið af tollum við skráningu lítil bifreiðagjöld. Hvor er náttúruvænni?

Einnig finnst mér oft gleymast að það búa ekki allir Íslendingar á höfuðborgarsvæðinu. sumir bara hreynlega geta ekki átt rafmagnsbíl. Fólk ferðast heldur ekki mikið á rafmagnsbílum

Afrita slóð á umsögn

#19 Jónas Guðmundsson - 03.04.2018

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Árni Davíðsson - 03.04.2018

Meðfylgjandi er umsögn um þessa skýrslu og tillögur um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis.

kveðja

Árni Davíðsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Benedikt Stefánsson - 03.04.2018

Kópavogi, 3. apríl 2018

b/t Benedikts Benediktssonar

Skrifstofu skattamála

Fjármála og efnahagsráðuneyti

Lindargötu 7

101 Reykjavík

Efni: Umsögn um drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis

Skattlagning ökutækja og eldsneytis hefur ekki verið löguð að markmiðum í orkuskiptum og loftslagsmálum. Það er því tímabært að taka kerfið til ítarlegrar endurskoðunar. Við fögnum því að skýrsla starfshópsins er fram komin og vonumst til að stjórnarráðið og Alþingi vinni hratt að lagasetningu þannig að réttir hvatar myndist til að draga úr notkun mengandi orkugjafa.

Gjöld vegna öflunar og umráða

Þrjár stoðir skattkerfisins eru nefndar í skýrslunni, öflun, umráð og notkun ökutækja. Núgildandi kerfi gerir nokkuð skýran greinarmun á hreinum rafbílum og öðrum ökutækjum. Hinsvegar er reyndin sú að þegar eru á götunum vistvæn ökutæki sem brenna eldsneyti en valda engu meiri losun en hreinn rafbíll. Mikilvægt er því að gera skýran samanburð á milli þessara kosta og innleiða gegnsæja mælikvarða sem taka mið af umhverfisáhrifum bíls og orku á lífsferlinum frá brunni til barða (e. well-to-wheel).

Bílar geta valdið mismunandi miklum umhverfisáhrifum áður en þeir koma á göturnar og eftir að þeir hafa lokið hlutverki sínu. Framleiðsla og förgun rafbílar og tengiltvinnbíla veldur meiri losun en bíla með sprengihreyfli, einkum vegna framleiðslu rafhlaða og förgunar þeirra.

Hérlendis er framleitt metangas úr lífrænum úrgangi og endurnýjanlegt metanól með rafgreiningu. Hvort tveggja eldsneytið dregur úr losun á lífsferlinum frá brunni til barða með sambærilegum hætti og notkun rafbíls. Einnig eru metangass og metanólbílar búnir hefðbundnum sprengihreyfli og bera því ekki þá þyngd í rafhlöðum sem fylgir rafbílum, né valda þeir sömu umhverfisáhrifum við framleiðslu og förgun. Ef fyllsta jafnræðis væri gætt, ættu skattar af öflun, umráðum og notkun þessara þriggja tegunda ökutækja að taka mið af þessari greiningu á lífsferli frá vöggu til grafar.

Við hvetjum til þess að þeim ívilnunum sem þegar eru til staðar, þar sem heimilt er að fella niður innflutningsgjöld af metangas- og metanólbílum upp að settu hámarki, verði viðhaldið. Einnig verði gætt jafnfræðis við ákvörðun gjalda af umráðum þessara bifreiða og rafbíla.

Hinsvegar mætti færa rök fyrir því að ívilnun vegna öflunar, umráða og notkunar bíls sem notar aðeins þessi vistvænu eldsneyti ætti að vera engu minni en ívilnun vegna notkunar hreins rafbíls. Óhjákvæmilegt er að þessi hluti skattkerfisins verði tekinn til endurskoðunar eftir því sem fjöldi vistvænna ökutækja eykst. Mikilvægt er að jafnræðis verði gætt og ólíkir kostir bornir saman með tilliti til heildaráhrifa þeirra.

Skattur á eldsneyti

Sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á hegðun er orku- og eldsneytisverð, sem ræðst að stórum hluta af skattlagningu.

Í núverandi skattkerfi er innbyggð skekkja, vegna þess að kolefnis- og eldsneytisskattar eru óháðir losun og orkuinnihaldi.

Skattar á eldsneyti hafa verið skilgreindir sem krónutala á lítra en orkuinnihald hvers lítra er mjög breytilegt eftir tegund eldsneytis. Endurnýjanlegt eldsneyti inniheldur almennt minni orku á lítra en bensín og dísill. Þetta á t.d. við um lífdísil, etanól, metanól, metangas og vetni. Því þarf fleiri lítra af þessu endurnýjanlega eldsneyti en jarðefnaeldsneyti til að flytja ökutæki sömu vegalengd. Ef skattur er reiknaður á lítra er greitt meira til ríkisins fyrir hvern ekinn kílómetra með umhverfisvænu eldsneyti en ef notað væri jarðefnaeldsneyti, sem gengur þvert á markmið orkuskipta.

Auk þess er innbyggt í núverandi kerfi að eldsneyti sem dregur nærri 100% úr losun miðað við jarðefnaeldsneyti er skattlagt með sama hætti og t.d. eldsneyti sem dregur 50% úr losun.

Þessa skekkju, sem leiðir af mismuanndi orkuinnihaldi og að skattur er ekki reiknaður út frá losun, má leiðrétta með því að reikna skatt út frá losun í koltvísýringsjafngildum (CO2eq) á orkueiningu, t.d. gCO2eq/MJ. Einfaldasta útfærsla þessa kerfis er að skattur minnki línulega miðað við frávik frá losun dísils og bensíns á orkueiningu. Tökum sem dæmi etanól, sem inniheldur tæplega 35% minni orku en bensín á lítra. Ef lítri af bensíni ber 100 krónu skatt, yrði skattur á etanóli sem drægi 50% úr losun á orkueiningu tæplega 33 krónur á lítra (65%*50%*100 kr.). Eldsneyti sem dregur 100% úr losun bæri hinsvegar engan skatt.

Að skattinum undanskildum eru þessar stærðir, s.s. losun dísils og bensíns eða orkuinnihald mismunandi tegunda eldsneytis þegar skilgreindar í núgildandi lögum og reglugerðum. Útfærsla kerfisins og eftirlit ætti að vera auðveld, þar sem þegar er áskilið að öllu endurnýjanlegu eldsneyti sem nýtur skattaívilnunar fylgi upprunavottorð og lífsferilsgreining, þ.e. losun mæld í gCO2eq/MJ.

Við viljum því leggja til eftirfarandi:

1. Ívilnun í skattkerfinu vegna öflunar og umráða ökutækja sem geta brennt hreinu metani og metanóli verði óbreytt. Við endurskoðun gjalda í framtíðinni verði jafnræðis gætt í ívilnun vegna bíla sem nota aðeins rafmagn og bíla sem brenna aðeins umhverfissvænu eldsneyti og tekið mið af lífsferilsgreiningu frá vöggu til grafar.

2. Skattlagning eldsneytis sé reiknuð út frá losun á orkueiningu miðað við jarðefnaeldsneyti, til þess að auka hvata til notkunar eldsneytis sem veldur minnstri losun.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Benedikt Sveinbj. Benediktsson - 09.04.2018

Viðhengi við umsögn frá IB ehf.

Afrita slóð á umsögn

#24 Benedikt Sveinbj. Benediktsson - 13.04.2018

Viðhengi við umsögn IB ehf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#25 Benedikt Sveinbj. Benediktsson - 17.04.2018

Umsögn Umhverfisstofnunar.

Viðhengi