Samráð fyrirhugað
Samráð stendur yfir 23.02.18 - 28.03.18
Niðurstöður í vinnslu
Niðurstöður birtar

Drög að skýrslu starfshóps um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis.

Mál nr. S-18/2018 Síðast uppfært: 23.03.2018
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla
  • Umhverfismál
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Ferðaþjónusta
  • Orku- og eldsneytismál
  • Sveitarfélög og byggðamál
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks

Samráð stendur yfir

Opið er fyrir innsendingu umsagna á tímabilinu 23.02.18 - 28.03.18. Umsagnir verða birtar að þeim fresti liðnum.
Senda inn umsögn

Málsefni

Starfshópur um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldsneytis hefur rannsakað núverandi kerfi og framkvæmd skattlagningar ökutækja og eldsneytis. Drög að tillögum að stefnu stjórnvalda á árunum 2019–2025 og útfærslu skattlagningarinnar koma fram í þeim í skýrsludrögum sem hér með eru birt.

Hinn 5. febrúar 2016 skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið var að taka skattlagningu ökutækja og eldsneytis til endurskoðunar. Drög að skýrslu starfshópsins liggja nú fyrir. Í skýrsludrögunum koma fram tillögur sem m.a. byggja á markmiðum um einfalt, réttlátt, samræmt og skilvirkt skattkerfi, stefna að orkusparnaði og aukinni nýtingu innlendra orkugjafa og stuðla að því að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda og skaðlegra efna frá ökutækjum. Skýrsludrögin innihalda tillögu að stefnu stjórnvalda til áranna 2019–2025.

Tillögur starfshópsins eru í grundvallaratriðum eftirfarandi:

1. Að fyrirkomulagi skattlagningarinnar verði breytt þannig að hún fangi á markvissan og skilvirkan hátt:

a. innflutning og töku ökutækja í notkun (öflun),

b. aðgang ökutækja að íslenska samgöngukerfinu, og

c. notkun ökutækja á íslensku vegakerfi.

2. Að skattlagningin geri stjórnvöldum mögulegt að takast með skynsamlegum hætti á við markmið Íslands í loftslagsmálum.

3. Að skattstofnar ökutækja og eldsneytis verði breikkaðir og skilvirkni skattlagningarinnar aukin.

4. Að undirbúa jarðveginn fyrir skatttöku byggða á notkun ökutækja.

Viltu senda inn umsögn um málið

Aðeins innskráðir notendur geta sent inn umsagnir um málið.
Smelltu hér til að skrá þig inn í gegnum Ísland.is