Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.2.–9.3.2018

2

Í vinnslu

  • 10.3.2018–8.1.2019

3

Samráði lokið

  • 9.1.2019

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-19/2018

Birt: 23.2.2018

Fjöldi umsagna: 7

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum

Niðurstöður

Frumvarpið var kynnt í samráðsgátt Stjórnarráðsins á tímabilinu 23. febrúar til 9. mars 2018 og bárust tíu umsagnir. Í umsögnum þeim sem bárust eru aðallega gerðar athugasemdir við tímamörk er varða endurskoðun umhverfismats framkvæmda, ákvæði er varðar stjórnavaldssektir og ákvæði er varðar samþættingu ferla vegna umhverfismats framkvæmda. Umsagnirnar leiddur til breytinga á frumvarpinu. Nánar er fjallað um umsagnir og viðbrögð við þeim í samráðskafla frumvarpsins. Frumvarpið var lagt fram á 148. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. https://www.althingi.is/altext/148/s/0673.html

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til innleiðingar á tilskipun 2014/52/ESB um mat á umhverfisáhrifum sem hefur tekið gildi.

Nánari upplýsingar

Frumvarp þetta byggir á tillögu að frumvarpi sem samið var af starfshópi sem var skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra til að vinna frumvarp um breytingu á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum vegna innleiðingar á tilskipun 2014/52/ESB. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum ákvæðum laganna auk laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana og skipulagslaga nr. 123/2010. Meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til eru hæfniskröfur við umhverfismat og yfirferð þess, ákvæði um hagsmunaárekstra, heimild til samþættingar mats á umhverfisáhrifum við mat á grundvelli annarra laga og skipulagslaga. Einnig ákvæði er varðar gildistíma ákvarðana um matsskyldu og krafa um að umhverfismat eigi enn við við útgáfu leyfa, ákvæði um stjórnvaldssektir og ítarlegri ákvæði um mótvægisaðgerðir og vöktun framkvæmda.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og skipulags

iris.bjargmundsdottir@uar.is