Samráð fyrirhugað 23.02.2018—09.03.2018
Til umsagnar 23.02.2018—09.03.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 09.03.2018
Niðurstöður birtar 09.01.2019

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum

Mál nr. 19/2018 Birt: 23.02.2018 Síðast uppfært: 09.01.2019
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Frumvarpið var kynnt í samráðsgátt Stjórnarráðsins á tímabilinu 23. febrúar til 9. mars 2018 og bárust tíu umsagnir. Í umsögnum þeim sem bárust eru aðallega gerðar athugasemdir við tímamörk er varða endurskoðun umhverfismats framkvæmda, ákvæði er varðar stjórnavaldssektir og ákvæði er varðar samþættingu ferla vegna umhverfismats framkvæmda. Umsagnirnar leiddur til breytinga á frumvarpinu. Nánar er fjallað um umsagnir og viðbrögð við þeim í samráðskafla frumvarpsins. Frumvarpið var lagt fram á 148. löggjafarþingi en hlaut ekki afgreiðslu. https://www.althingi.is/altext/148/s/0673.html

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 23.02.2018–09.03.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 09.01.2019.

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til innleiðingar á tilskipun 2014/52/ESB um mat á umhverfisáhrifum sem hefur tekið gildi.

Frumvarp þetta byggir á tillögu að frumvarpi sem samið var af starfshópi sem var skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra til að vinna frumvarp um breytingu á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum vegna innleiðingar á tilskipun 2014/52/ESB. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum ákvæðum laganna auk laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana og skipulagslaga nr. 123/2010. Meðal þeirra breytinga sem lagðar eru til eru hæfniskröfur við umhverfismat og yfirferð þess, ákvæði um hagsmunaárekstra, heimild til samþættingar mats á umhverfisáhrifum við mat á grundvelli annarra laga og skipulagslaga. Einnig ákvæði er varðar gildistíma ákvarðana um matsskyldu og krafa um að umhverfismat eigi enn við við útgáfu leyfa, ákvæði um stjórnvaldssektir og ítarlegri ákvæði um mótvægisaðgerðir og vöktun framkvæmda.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök atvinnulífsins - 23.02.2018

Samtök atvinnulífsins og Samband íslenskra sveitarfélaga áttu fulltrúa í starfshóp sem samdi frumvarpið sem hér er til umsagnar. Fulltrúar samtakanna skiluðu séráliti og lýstu yfir andstöðu við frumvarpið og einstök efnisatriði þess.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hafnaði því að sérálitið fylgdi frumvarpinu og greinargerð með því. Þess vegna er sérálitið birt hér.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Landvernd - 05.03.2018

Sjá umsögn Landverndar í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Orkuveita Reykjavíkur; Íris Lind Sæmundsdóttir - 08.03.2018

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í dag, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum.

Kær kveðja, Íris Lind

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Ráðgjafarnefnd um opinberar eftirlitsreglur - 08.03.2018

Hjálagðar eru ábendingar ráðgjafarnefndar um eftirlit á vegum hins opinbera, sem starfar á grundvelli laga nr. 27/1999 um opinberar eftirlitsreglur um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum sem umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram til kynningar í samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Samkvæmt lögunum skipar forsætisráðherra nefnd til ráðgjafar um eftirlit á vegum hins opinbera og framkvæmd laga um opinberar eftirlitsreglur. Í nefndinni sitja fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs Íslands, Alþýðusambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga, auk formanns sem forsætisráðherra skipar. Þá hafa seturétt á fundum nefndarinnar fulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og Félags atvinnurekenda.

Markmið nefndarinnar samkvæmt lögunum er að vinna að því að auka hagkvæmni og skilvirkni í opinberu eftirliti með það fyrir augum að opinbert eftirlit nái markmiðum sínum um velferð, öryggi, heilbrigði og eðlilega viðskiptahætti en íþyngi einstaklingum og fyrirtækjum eins lítið og kostur er og að eftirlit stjórnvalda leiði ekki til mismununar eða takmarki athafnafrelsi nema almannahagsmunir krefjist.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Verkfræðingafélag íslands - 09.03.2018

Umsögn Verkfræðingafélags Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samtök atvinnulífsins - 09.03.2018

Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök verslunar og þjónustu og SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu skila sameiginlegri umsögn um frumvarpsdrögin sem fylgir hér með.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Landsnet hf. - 09.03.2018

Umsögn Landsnets hf. í máli nr. S-19/2018

Viðhengi