Samráð fyrirhugað 26.02.2018—12.03.2018
Til umsagnar 26.02.2018—12.03.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 12.03.2018
Niðurstöður birtar 26.03.2018

Breyting á reglugerð um skoðanir á skipum og búnaði þeirra

Mál nr. 20/2018 Birt: 26.02.2018 Síðast uppfært: 27.03.2018
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Engar athugasemdir bárust.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 26.02.2018–12.03.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 26.03.2018.

Málsefni

Með drögum þessum eru lagðar til breytingar á ákvæði um skil milliskoðunarskýrslna til Samgöngustofu vegna eigin skoðana skemmtibáta sem eru styttri en 15 metrar að skráningarlengd.

Með drögum þessum eru lagðar til breytingar á 16. gr. reglugerðar nr. 1017/2003, um skoðanir á skipum og búnaði þeirra, með síðari breytingum, að því er varðar eigin skoðanir skemmtibáta.

Skemmtibátar eru skoðaðir upphafsskoðun af Samgöngustofu fyrir skráningu þeirra á aðalskipaskrá. Samgöngustofa eða faggiltar skoðunarstofur framkvæma reglubundna aðalskoðun og árlega milliskoðun en eiganda skemmtibáts, sem er styttri en 15 metrar að skráningalengd, er heimilt að annast framkvæmd árlegra milliskoðana á eigin skemmtibát, sé skemmtibáturinn ekki notaður eða ætlaður til útleigu.

Í 4. mgr. 16. gr. segir að eigandi skemmtibáts sem annast sjálfur árlegar milliskoðanir á bát sínum skuli senda Samgöngustofu skoðunarskýrslu bátsins að skoðun lokinni, eigi síðar en að viku liðinni frá umræddri skoðun.

Með drögum þessum er lagt til að fallið verði frá því að eigandi skemmtibáts, sem sinnir sjálfur eigin milliskoðun, þurfi að senda Samgöngustofu skoðunarskýrslu. Ástæðan er sú að þar sem eigandi skemmtibáts tekur á sig ábyrgð á milliskoðun skemmtibáts er eðlilegt að hann beri einnig ábyrgð á varðveislu skoðunarskýrslna. Gildandi fyrirkomulag felur í sér tvöfalt eftirlit þar sem Samgöngustofa þarf að fara yfir innsendar skýrslur. Er því lagt til að hann varðveiti skýrsluna sjálfur og sé reiðubúinn til að framvísa henni ef skoðunarmaður óskar eftir því.