Samráð fyrirhugað 28.02.2018—12.03.2018
Til umsagnar 28.02.2018—12.03.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 12.03.2018
Niðurstöður birtar 25.04.2018

Reglugerð um gildistöku ákvarðana og framkvæmdarákvarðana um jurtalyf

Mál nr. 22/2018 Birt: 28.02.2018 Síðast uppfært: 30.04.2018
  • Velferðarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Lyf og lækningavörur
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Niðurstöður birtar

Niðurstöður voru birtar 25.04.2018 og eru eftirfarandi:
Umsagnarferli vegna draga að reglugerð um jurtalyf var frá 28.02.18-12.03.2018. Engar athugasemdir bárust Velferðarráðuneytinu. Reglugerðin hefur verið birt í stjórnartíðindum undir númerinu 382/2018.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 28.02.2018–12.03.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 25.04.2018.

Málsefni

Velferðarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um gildistöku ákvarðana og framkvæmdarákvarðana framkvæmdastjórnarinnar um samantekt og breytingu á skrá yfir jurtaefni, fullbúin jurtalyf og samsetningar þeirra til notkunar í jurtalyf sem hefð er fyrir.

Með drögum þessum er lagt til að ákvarðanir og framkvæmdarákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar um samantekt og breytingu á skrá yfir jurtaefni, fullbúin jurtalyf og samsetningar þeirra til notkunar í jurtalyf sem hefð er fyrir, verði teknar í gildi. Um er að ræða innleiðingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar frá 21. nóvember 2008 (2008/911/EB) sem setur á stofn skrá yfir jurtalyf. Mun reglugerðin jafnframt innleiða ákvarðanir og framkvæmdaákvarðanir framkvæmdastjórnarinnar nr. 2008/911/ESB, 2010/28/ESB, 2010/30/ESB, 2010/180/ESB, 2012/67/ESB, 2016/68/ESB, 2016/1658/ESB og 2016/1659/ESB þar sem verið er að breyta skránni yfir jurtaefni, fullbúin jurtalyf og samsetningar þeirra til notkunar í jurtalyf með því að bæta við upplýsingum um notkun á hinum ýmsum jurtalyfjum.