Samráð fyrirhugað 02.03.2018—16.03.2018
Til umsagnar 02.03.2018—16.03.2018
Niðurstöður í vinnslu frá 16.03.2018
Niðurstöður birtar 26.03.2018

Drög að breytingum á reglugerð um sannprófun á þyngd hlaðinna gáma um borð í skipum

Mál nr. 24/2018 Birt: 02.03.2018 Síðast uppfært: 27.03.2018
  • Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður birtar

Engar athugasemdir bárust.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 02.03.2018–16.03.2018. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 26.03.2018.

Málsefni

Með drögum þessum eru lagðar til breytingar á reglugerð nr. 1066/2016, um sannprófun á þyngd hlaðinna gáma um borð í skipum.

Með drögum þessum eru lagðar til breytingar á reglugerð nr. 1066/2016, um sannprófun á þyngd hlaðinna gáma um borð í skipum, í ljósi fenginnar reynslu af framkvæmd hennar.

Eftirfarandi eru þær breytingar sem lagðar eru til:

- Gildissvið reglugerðarinnar nái aðeins til gáma sem hlaðnir eru hér á landi í stað allra hlaðinna gáma sem flytja á með skipum sem sigla frá íslenskum höfnum.

- Skilgreining hugtakanna „viðeigandi vog" og „viðurkennd aðferð" sé breytt, og bætt er við kröfu um að gæðaskoðunarkerfi skuli hljóta vottun faggilts vottunaraðila.

- Ákvæði um eftirlit Samgöngustofa er umorðað í þágu skýrleika og ákvæði um viðurkenningu prófana er fellt brott en það hefur þótt óþarft og torskilið.

- Ákvæði um skyldur farmsendanda er umorðað í þágu skýrleika.

- Tekin sé upp tilvísun til VGM-reglu SOLAS-samningsins.