Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 6.–13.3.2018

2

Í vinnslu

  • 14.3.–3.6.2018

3

Samráði lokið

  • 4.6.2018

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-25/2018

Birt: 5.3.2018

Fjöldi umsagna: 2

Drög að frumvarpi til laga

Utanríkisráðuneytið

Utanríkismál

Breyting á lögum um Íslandsstofu nr. 38/201

Niðurstöður

Frumvarpið var sett á vef Stjórnarráðsins og birt í Samráðsgáttinni til kynningar fyrir almenningi. Tvær umsagnir bárust í gegnum gáttina, frá Bandalagi íslenskra listamanna og sameiginleg umsögn Samtaka atvinnulífsins (SA), Samtaka iðnaðarins (SI), Samtaka ferða­þjónustunnar (SAF), Samorku, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ). Í umsögn Bandalags íslenskra listamanna segir að bandalagið hafi áhyggjur af því að með því að leggja niður faghópa Íslandsstofu sé hætta á að ákvarðanataka á grunni faglegrar umræðu listamanna og sú þekking sem kynningarmiðstöðvarnar búa yfir verði ekki nýtt og að frumvarpið tryggi ekki aðkomu fagfólks að útflutnings- og markaðsráði. Frumvarpið gerir ráð fyrir að útflutnings- og markaðsráð geti skipað starfshópa úr ráðinu um afmörkuð verkefni og þeir taki við hlutverki fagráða samkvæmt gildandi lögum. Telja verður að þessu sjónarmiði sé mætt í frumvarpinu. Að því er varðar hina ábendingu bandalagsins má benda á að gert er ráð fyrir að mennta- og menningarmálaráðherra tilnefni þrjá fulltrúa til setu í útflutnings- og markaðsráði og ætti því að vera unnt að gæta þess að fulltrúi listamanna sé í þeim hópi. Í umsögn SA, SI, SAF, Samorku, SFS og SVÞ er því lýst að samtökin fagni drögum að frumvarpinu og styðji eindregið að það nái fram að ganga. Drögin séu byggð á niðurstöðu starfshóps um fyrirkomulag markaðssetningar á Íslandi og íslenskum vörum og þjónustu erlendis frá 2015, en þar hafi verið lögð rík áhersla á að útflutningsþjónusta og markaðsstarf fyrir Ísland væri byggt á langtímastefnumótun sem mörkuð er í breiðri samvinnu. Þá segir að samstarf atvinnulífs og stjórnvalda um að auka útflutningstekjur þjóðarbúsins eigi sér langa sögu og hafi það samstarf verið mikilvægur þáttur til að auka verðmætasköpun íslensks þjóðfélags. Íslandsstofa sé kjölfestuaðili í því samstarfi og nauðsynlegt sé að útrýma þeirri óvissu sem ríkt hafi um stjórnsýslulega stöðu Íslandsstofu. Í frumvarpinu sé staðfest að starf­semi Íslandsstofu byggist á samstarfi stjórnvalda og atvinnulífs (e. public-private partnership) þar sem styrkleiki beggja aðila nýtist sem best og jafnræði þeirra sé jafnframt tryggt. Framangreindar umsagnir kalla ekki á sérstakar breytingar á frumvarpsdrögunum.

Málsefni

Meginmarkmiðið með frumvarpinu er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við markaðsstarf á erlendum mörkuðum, auka samþættingu og samstarf þeirra aðila sem að koma, nýta fjármuni með markvissari hætti og gera breytingar á rekstrarformi Íslandsstofu.

Nánari upplýsingar

Meginmarkmiðið með frumvarpinu er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við markaðsstarf á erlendum mörkuðum, auka samþættingu og samstarf þeirra aðila sem að koma, nýta fjármuni með markvissari hætti og gera breytingar á rekstrarformi Íslandsstofu. Til þess að svo megi verða er nauðsynlegt að útflutningsþjónusta og markaðsstarf fyrir Ísland byggist á langtímastefnumótun sem mörkuð er í breiðri samvinnu allra er hagsmuna eiga að gæta og ákvörðuð er af æðstu ráðamönnum í samstarfi við atvinnulífið. Þá er það talið mikilvægt að tryggja langtímastefnumótuninni nauðsynlega umgjörð að því er varðar pólitíska ábyrgð, skipulag og fjármögnun. Skilgreina þarf aukna ábyrgð stjórnar Íslandsstofu á undirbúningi og framkvæmd langtímastefnumótunarinnar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

postur@utn.stjr.is