Samráð fyrirhugað 09.12.2019—02.01.2020
Til umsagnar 09.12.2019—02.01.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 02.01.2020
Niðurstöður birtar 27.09.2021

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Mál nr. 301/2019 Birt: 09.12.2019 Síðast uppfært: 27.09.2021
  • Umhverfis- og auðlindaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður birtar

Niðurstaða málsins i stuttu máli; Alls bárust 7 umsagnir um áformin þar sem m.a. voru reifuð ýmis sjónarmið um málið. Frumvarp var í kjölfarið unnið í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, m.a. á grundvelli tillagna í skýrslu nefndar um lagalega og stjórnsýslulega stöðu villtra fugla og villtra spendýra sem skilað var til ráðherra hinn 3. apríl 2013. Frumvarp um mál þetta var auglýst til umsagnar í Samráðsgáttinni þann 8. júlí 2020.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 09.12.2019–02.01.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 27.09.2021.

Málsefni

Í áformuðu frumvarpi verða lagðar til breytingar á lögum 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Tilefni áformanna er að endurskoða lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. m.a. með hliðsjón af þeirri þróun sem átt hefur sér stað í málaflokkum sem lögin taka til.

Við gerð frumvarpsins verður m.a. horft til viðamikillar skýrslu og niðurstöðu nefndar um lagalega stöðu villtra fugla og villtra spendýra sem skipuð var af fyrrum umhverfis- og auðlindaráðherra. Í skýrslunni er m.a. bent á ýmis atriði sem betur mega fara í löggjöf varðandi vernd, friðun og veiðar á villtum spendýrum og fuglum.

Frá því að núgildandi lög voru sett árið 1994 hafa einnig margvíslegar breytingar orðið á málaflokknum. Hér má t.d. nefna aukna áherslu á umhverfis- og loftslagsmál, áherslu á dýravelferð, nýjar skuldbindingar Íslands á grundvelli alþjóðasamninga auk ýmissa sjónarmiða er lúta að virkri stjórnun og stýringu á veiðum villtra dýra og villtra fugla.

Jafnframt er þörf á að huga betur að því að skýra betur verkaskiptingu og ábyrgð einstakra stofnana ríkisins á tilteknum þáttum við framkvæmd laganna, einfalda núverandi veiðikortakerfi og koma á virku veiðieftirliti.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Fuglaverndarfélag Íslands - 19.12.2019

Fuglavernd fagnar því að til standi að endurskoða lög nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og tekur undir þörfina fyrir slíka heildarendurskoðun og jafnframt vill Fuglavernd ítreka nauðsyn þess að farið verði að fullu eftir tillögum nefndar fyrrverandi ráðherra um lagalega stöðu villtra fugla og spendýra sem settar voru fram í skýrslunni „Vernd, velferð og veiðar villtra fugla og spendýra - Lagaleg og stjórnsýsluleg staða og tillögur um úrbætur“

Sjá: https://www.stjornarradid.is/gogn/rit-og-skyrslur/stakt-rit/?NewsId=88bdd52f-e34e-11e6-9c23-e4a47104df25 eða link á heimasíðu Fuglaverndar www.fuglavernd.is.

Umsögn Fuglaverndar er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Þórhallur Pálsson - 02.01.2020

Ég vil leggja það til að íslenski refurinn verði alfriðaður.

Bændur og aðrir sem telja sig verða fyrir tjóni af völdum refa og geti lagt fram sönnun fyrir því sæki bætur í tryggingasjóð á vegum ríkisins, en greiði ekki iðgjöld til hans.

Afrita slóð á umsögn

#3 Kári Gunnarsson - 02.01.2020

Mikilvægt er að hafa í huga breytingar á háttum fugla, t.d. hafa ernir síðasta ár haft fasta viðveru í Skagafirði, sem ekki hefur verið um aldir. Fyrirséð er að þeir gætu átt eftir að valda tjóni á æðarvörpum, sem eru í Skagafirði. Sama má segja um álftir, sem hefur fjölgað mikið á síðustu áratugum, frekari fjölgun mun valda auknu tjóni á kornrækt og nýræktum á næstu árum. Þessi tvö dæmi eru mikilvæg, því fylgjast þarf með fjölgun og búsvæðabreytingum svo sem best vitneskja fáist um hverja tegund, nýliðun og tjón af völdum þeirra, ef eitthvað er. Mín skoðun er að þetta verði best gert með vöktun allra friðaðra fuglastofna, svo sem best þekking fáist um viðkomu og möguleika hverrar tegundar.

Gæta verður að því að regluverk um vernd og veiðar sé með þeim hætti að gerlegt sé að framfylgja þeim. T.d. hafa refir fært bústaði sína mun nær byggð en áður var, því munu margskonar framkvæmdir manna hafa áhrif á búsvæði þeirra,þar sem engir refir voru fyrir fáum áratugum síðan. Við lagasetningu þarf að hafa þetta allt í huga. Kv, Kári.

Afrita slóð á umsögn

#4 Sveinbjörn Guðmundsson - 02.01.2020

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Sveinbjörn Guðmundsson - 02.01.2020

Ég vill gjarnanvekja athygli og eiga kost á því að stunda hreindýraveiðar í nóvember. Kosturinn við nóvemberveiðar er sá að kálfar fá lengri tíma með mæðrum sínum. Álag á veiðislóð er minna og færri ferðamenn á ferli. Aðgengi að gistingu er betra og dýrin færa sig neðar þegar vetrar. Oftar en ekki er farið að frysta og jörð verður síður fyrir raski. Í það minnsta tel ég að veiðimenn eigi að hafa val um það hvort kýr séu feldar í nóvember. Svo má benda á að meðferð á kjöti verður betri í kulda og hægara með fluttning á skrokkum. Það er stór hluti af veiðum að koma heim með góða bráð og njóta með fjölskyldu og vinum. Ég tala hér af reynslu og hef stundað hreindýraveiðar í nóvember á svæðum í nágrenni Hornafjarðar. Ég tel ástæðulaust að hafa nóvemberveiðar á takmörkuðum fjölda veiðisvæða. Í dag eru ökutæki betri, vegir betri, leiðsögumenn með veiðimönnum og því aum rök að benda á hættu á því að veiðimenn fari sér að voða í nóvember. Jafnframt tel ég að leyfa eigi tarfaveiðar í nóvember kjósi veiðimenn að gera svo. Fyrir 2 árum voru nóvemberveiðar styttar á svæði 8 og voru rökin þau að tímafrekt væri að reikna út felligjöld. Þessu þarf að breyta og starfsmenn UST mættu gjarnan finna sér annað verklag og veiðar þurfa að vera í það minnsta til nóvemberloka.

Varðandi veiðar á öðrum dýrum tel ég að dýr eigi að hafa grið við got og uppeldið og upp í hugann kemur svo kölluð grenjavinnsla. Vissulega er þetta snúið viðfangsefni og þarf að huga að hagsmunum æðarræktenda og sauðfjárbænda.

Varðandi veiðar á fuglum er tímabært að gera kröfur um lágmarks hittni (skotpróf)

Bestu kveðjur

Sveinbjörn Guðmundsson

Kt. 220262 5889

Hlíðarhjalla 67.

200 Kópavogur

GSM 898 7411

Afrita slóð á umsögn

#6 Friðbjörn H Guðmundsson - 02.01.2020

Varðar grenjavinnslu.

Mig langar að koma því hér á framfæri að lengja ættri grenjatímann

alveg eins í hinn endan. Það er nefnilega mjög líklegt að alltaf hafi það verið svo að læður gjóti í apríl.

En það hefur þó aukist mikið nú síðustu ár. Það er orðið mjög algengt að fá yrðlinga sem orðnir eru

tveggja mánaða gamlir eða meira um mánaðarmót júní - júlí, yrðlinga sem farnir eru að fara frá greninu sjálfir.

Mín reynsla er því að einstaka læður gjóti um eða uppúr 20.apríl.

Með tilliti til þess ætti því að banna vetrarveiði eftir 15. apríl. Það er engum til framdráttar að láta herma það upp á sig að læður séu drepnar frá nýgotnum yrðlingum og þeir drepist síðan úr sulti og kulda.

Er búinn að stunda grenjavinnslu í 55 ár og þykist því þekkja nokkuð til þessara mála.

Með kveðju.

Friðbjörn H. Guðmundsson.

Afrita slóð á umsögn

#7 Róbert Arnar Stefánsson - 02.01.2020

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka náttúrustofa.

Viðhengi