Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 9.12.2019–9.1.2020

2

Í vinnslu

  • 10.1.–26.5.2020

3

Samráði lokið

  • 27.5.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-304/2019

Birt: 9.12.2019

Fjöldi umsagna: 14

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að frumvarpi til nýrra laga um fjarskipti

Niðurstöður

Niðurstaða máls er í stuttu máli að fjórtán umsagnir bárust og við lokafrágang frumvarpsins var meðal annars tekið mið af þeim.

Málsefni

Um er að ræða drög að frumvarpi til nýrra laga um fjarskipti og um breytingar á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, til innleiðingar á nýjum fjarskiptapakka ESB (BEREC-reglugerð ESB nr. 2018/1971 og EECC-tilskipun ESB nr. 2018/1972.

Nánari upplýsingar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að frumvarpi til nýrra laga um fjarskipti og um breytingar á lögum um Póst- og fjarskiptastofnun, til innleiðingar á nýjum fjarskiptapakka ESB (BEREC-reglugerð ESB nr. 2018/1971 og EECC-tilskipun ESB nr. 2018/1972).

Reglugerð (ESB) nr. 2018/1971 um samstarfsvettvang evrópskra eftirlitsaðila á sviði fjarskipta (BEREC-reglugerðin) leysir af hólmi gildandi reglugerð sama efnis. Hún felur jafnframt í sér breytingar á svonefndri TSM-reglugerð ESB (Telecom Single Market Regulation) nr. 2015/2120.

Tilskipun (ESB) nr. 2018/1972 er ný grunngerð á sviði fjarskipta (e. European Electronic Communications Code). Hún er uppfærsla á eldri gerðum (e. recast), en hefur þó að geyma margvíslegar breytingar og nýmæli.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 6. janúar 2020 í samráðsgátt, https://samradsgatt.island.is/

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa rafrænna samskipta

srn@srn.is