Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.12.2019–13.1.2020

2

Í vinnslu

  • 14.2020–28.1.2021

3

Samráði lokið

  • 29.1.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-306/2019

Birt: 12.12.2019

Fjöldi umsagna: 4

Annað

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Ný þýðing á samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks

Niðurstöður

Umsagnaraðilar voru almennt ánægðir með drögin að nýrri þýðingu. Þó var nokkrum athugasemdum komið á framfæri varðandi orðalag sem leitast hefur verið við að taka tillit til. Nýju þýðinguna í heild má sjá í niðurstöðuskjalinu, en þar er einnig að finna töflu þar sem sjá má samanburð á frumtextanum, núgildandi þýðingu og nýju þýðingunni. Stefnt er að því að dómsmálaráðherra leggi fram tillögu að þingsályktun um nýju þýðinguna á vorþingi 2021.

Málsefni

Tillaga að nýrri þýðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Nánari upplýsingar

Árið 2018 skipaði dómsmálaráðherra vinnuhóp til þess að skrifa fyrstu skýrslu Íslands um framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Fulltrúi félagsmálaráðuneytisins fer með formennsku í hópnum og leiðir vinnunna, en auk þess eiga sæti í hópnum fulltrúar frá dómsmálaráðuneytinu, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og utanríkisráðuneytinu.

Vinnuhópurinn hefur leitast við að eiga víðtækt samráð við fatlað fólk og aðra hagsmunaaðila við undirbúning skýrslunnar. Fljótlega eftir að vinnan hófst komu fram fjölmargar ábendingar um þýðingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar sem núverandi þýðing á samningnum þykir ekki í nógu góðu samræmi við frumtextann var ákveðið að uppfæra hana.

Nú liggur fyrir tillaga að nýrri þýðingu. Í skjalinu má sjá samanburð á frumtexta samningsins á ensku, núgildandi þýðingu, tillögur að breytingum og loks nýja textann í heild.

Óskað er eftir að athugasemdir við þýðinguna berist eigi síðar en 13. janúar 2020.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa réttinda einstaklinga

elisabet.gisladottir@dmr.is