Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 16.12.2019–30.1.2020

2

Í vinnslu

  • 31.1.–7.6.2020

3

Samráði lokið

  • 8.6.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-307/2019

Birt: 16.1.2020

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Æðsta stjórnsýsla

Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005 (persónuupplýsingar o.fl.)

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust og var frumvarpsvinnunni haldið áfram óbreytt.

Málsefni

Frumvarp til laga um breytingu á tollalögum nr. 88/2005 er snúa að meðferð persónuupplýsinga og aðgerðum gegn peningaþvætti.

Nánari upplýsingar

-Heimildir til vinnslu persónuupplýsingar: Hinn 19. október 2016 voru lög um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl., nr. 112/2016, samþykkt á Alþingi. Í ákvæði til bráðabirgða í lögunum er kveðið á um skyldu ráðherra til að leggja lagafrumvarp fyrir Alþingi þar sem kveðið verði á um heimildir tollyfirvalda til vinnslu persónuupplýsinga. Eins og ákvæðið gerir ráð fyrir skipaði ráðherra starfshóp til að undirbúa tillögur að heimildunum. Í frumvarpinu munu koma fram ákvæði sem byggja á tillögum hópsins.

-Eftirlit með flutningi reiðufjár: Í áhættumati ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka frá 2019 er gerð athugasemd við eftirlit með flutningi reiðufjár til og frá landinu. Eftir að áhættumatið kom út hafa verið gerðar úrbætur og hefur tollstjóri t.a.m. fengið til sín sérhæfðan peningahund. Lagt er til að heimildir tollstjóra til þess að leita í farangri farþega verði auknar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

postur@fjr.is