Alls bárust 39 umsagnir um drög að reglugerð um fiskeldi. Ráðuneytið lagði mat á umsagnirnar og gerði viðeigandi breytingar og endurbætur á reglugerðinni. Sjá nánar í niðurstöðuskjali.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 17.12.2019–17.01.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 18.08.2020.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um fiskeldi. Með lögum nr. 101/2019 voru gerðar breytingar á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi. Reglugerðardrög til kynningar á samráðsgátt taka mið af þeim breytingum sem gerðar voru á lögum um fiskeldi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um fiskeldi. Með lögum nr. 101/2019 voru gerðar breytingar á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi. Með þeim breytingum var umgjörð um fiskeldi breytt og gerðar auknar kröfur til eftirlits. Með lögunum var ráðherra falið að útfæra nokkra þætti frekar með reglugerð og til kynningar á samráðsgáttinni eru drög að nýrri heildarreglugerð um fiskeldi. Helstu breytingar sem lagðar eru til í reglugerðardrögunum eru eftirfarandi:
1. Nýr kafli (II) um burðarþol og skiptingu hafssvæða í eldissvæði, sbr. 4. gr. a. laga um fiskeldi.
2. Nýr kafli (III) um áhættumat erfðablöndunar, sbr. 6. gr. a. laga um fiskeldi.
3. Nýtt ákvæði um umsókn um breytingar á gildandi rekstrarleyfi, sbr. 13. gr. í drögum að reglugerð um fiskeldi.
4. Ný ákvæði verið sett sem varða breytingar á rekstraleyfum vegna breytinga á áhættumati og burðarþolsmati, sbr. 10. gr. og 25. gr. í drögum að reglugerð um fiskeldi.
5. Nýtt ákvæði um endurskoðun rekstrarleyfis, sbr. 26. gr. í drögum að reglugerð um fiskeldi.
6. Nýr kafli (IX) um innra eftirlit þar sem það er nánar útfært.
7. Nýtt ákvæði um áhættumiðað eftirlit, sbr. 53. gr. í drögum að reglugerð um fiskeldi.
8. Nýr kafli (XI) um birtingu upplýsinga, sbr. 19. gr. b og c laga um fiskeldi.
9. Nýr viðauki (VI) um vöktun á viðkomu sníkjudýra í sjókvíaeldi.
10. Lagt er til að fella brott ákvæði 3. mgr. 4. gr. núgildandi reglugerðar sem er svohljóðandi: „Við leyfisveitingar fyrir hafbeitar- og sjókvíaeldisstöðvar skal miða við, að þær séu ekki nær laxveiðiám með yfir 100 laxa meðalveiði sl. 10 ár en 5 km. Sé um að ræða ár með yfir 500 laxa meðalveiði skal fjarlægðin vera 15 km, nema notaðir séu stofnar af nærliggjandi vatnasvæði eða geldstofnar, má þá stytta fjarlægðina niður í 5 km.“ Þetta ákvæði er talið óþarft með lögfestingu áhættumats erfðablöndunar.
Hjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um reglugerðardrögin.
F.h. sambandsins
Guðjón Bragason
ViðhengiGóðan dag
Ég vil mótmæla því að lagt sé til að fella brott ákvæði 3. mgr. 4 gr núgildandi reglugerðar (sjá hér að neðan).
Sem stangveiðimaður tel ég óásættanlegt að þrengja að veiðiám á Íslandi með þessum hætti. Látum náttúruna okkar njóta þess að vera ekki mengaðri en hún þegar er orðin. Frekar ætti að herða enn frekar reglur um fiskeldi í sjókvíaeldi.
keðja
Sigurður Guðjónsson
080757-3369
10. Lagt er til að fella brott ákvæði 3. mgr. 4. gr. núgildandi reglugerðar sem er svohljóðandi: „Við leyfisveitingar fyrir hafbeitar- og sjókvíaeldisstöðvar skal miða við, að þær séu ekki nær laxveiðiám með yfir 100 laxa meðalveiði sl. 10 ár en 5 km. Sé um að ræða ár með yfir 500 laxa meðalveiði skal fjarlægðin vera 15 km, nema notaðir séu stofnar af nærliggjandi vatnasvæði eða geldstofnar, má þá stytta fjarlægðina niður í 5 km.“ Þetta ákvæði er talið óþarft með lögfestingu áhættumats erfðablöndunar.
Umsögn Landssambands veiðifélaga um mál nr. 312/2019 er meðfylgjandi.
ViðhengiÉg geri kröfu um vikulegt óháð eftirlit með umhverfisáhrifum hverjar fiskeldistöðvar og að þær upplýsingar verði gerðar opinberar í rauntíma.
Ég geri kröfu um að Ísland taki upp sambærilegt líkan um gæðastaðla í fiskeldi og gefnir eru út af North Atlantic Salmon Conservation Organization. Þeir staðlar eru settir saman af vísindamönnum frá Noregi, Skotlandi, Englandi, Írlandi, Kanada og fleiri löndum. Þessir vísindamenn hafa rannsakað eyðilegginguna sem fiskeldi í opnum sjókvíum hefur í för með sér. Þeir nýttu þá reynslu og bjuggu til bestu mögulega staðla í Norður-Atlantshafi. Þar er tekið á laxalús, mengun, stroki og eftirlitskröfum með það að leiðarljósi að hafa sem minnst áhrif á náttúruna.
Ég mótmæli því að fjarlægt verði ákvæði um lágmarksfjarlægð frá laxveiðiám. Þetta ákvæði, sem nú stendur til að fjarlægja, er gríðarlega mikilvægt og veitir hreinum laxveiðiám Íslands að vernd fyrir mengun og slysasleppingum frá fiskeldi í opnum sjókvíum.
Það sem mér finnst vanta í þessa reglugerð er eftirfarandi:
Gerð verði krafa um vikulegt óháð eftirlit með umhverfisáhrifum hverjar fiskeldistöðvar og að þær upplýsingar verði gerðar opinberar í rauntíma.
Farið verði fram á það að Ísland taki upp sambærilegt líkan um gæðastaðla í fiskeldi og gefnir eru út af North Atlantic Salmon Conservation Organization.
Einnig mótmæli ég harðlega því að fella brott ákvæði 3.mgr. 4gr. núgildandi reglugerðar.
• Ég vil endilega að Ísland taki upp sambærilegt líkan um gæðastaðla í fiskeldi og gefnir eru út af North Atlantic Salmon Conservation Organization.
• Það verður að hafa ákvæði um lágmarksfjarlægð frá laxveiðiám.
• Ég vil að það verður krafa um vikulegt óháð eftirlit með umhverfisáhrifum hverjar fiskeldistöðvar og að þær upplýsingar verði gerðar opinberar í rauntíma. Noregur setur þessa kröfu á iðnaðinn. Hvers vegna ætti Ísland ekki að gera það?
Í mörg ár hef ég séð Ísland vera í sérstöðu hvað varðar náttúru en þetta er fljótt að breytast. Eitt af því verðmætasta sem við höfum er náttúra okkar og fiskinn okkar. Það þarf að þora að taka góðar ákvarðanir, sérstaklega þegar ákvarðanir geta skemmt óafturkræft!
Sem laxveiðimaður til fjölda ára hef ég verulegar áhyggjur af umfangi laxeldis í sjó við Ísland.
Það verður að gera lágmarkskröfur um
- vikulegt eftir - rafrænt skráð og aðgengilegt í rauntíma öllum sem vilja fylgjast með stöðu
- helst ekkert eldi í sjó, heldur landi - en a.m.k. lágmarksfjarlægð frá gjöfulum laxveiðiám
- tökum upp alþjóðlegt líkan varðandi gæðastaðla í fiskeldi -
vandamál með laxeldi í sjó eru vel þekkt á alþjóðavísu og það er óþolandi að skammsýni stjórnvalda sé að verða þess valdandi að við stöndum frammi fyrir mögulegri erfðablöndun íslenska laxins
mikil er skömm þeirra sem standa að því
Ágætu ráðamenn og konur þessa lands
það er sorgleg staðreynd að Ísland sem ætti að vera leiðandi í umhverfismálum hafi ákveðið að fara þá leið að leyfa opið sjókvíaeldi í ósnortnu náttúru okkar. Það liggja fyrir upplýsingar um hvernig umhverfisáhrif sambærileg eldi hafa haft í öðrum löndum og því með ólíkindum að verið sé að minnka eftirlit og draga úr reglugerðum frekar en auka það og fylgjast með að umhverfisáhrifin verði minni en meiri.
Athugasemdir við drög að reglugerð:
I Ég óska þess að gerð verði krafa um vikulegt óháð eftirlit með umhverfisáhrifum hverjar fiskeldistöðvar og að þær upplýsingar verði gerðar opinberar í rauntíma.
II Ég vil að Ísland taki upp sambærilegt líkan um gæðastaðla í fiskeldi og gefnir eru út af North Atlantic Salmon Conservation Organization.
III Það er af og frá að taka út ákvæði um lágmarksfjarlægð frá laxveiðiám. Ef á að spila rússneska rúllettu um náttúruna okkar og hvenær slysasleppingar verða þá er algjör lágmarkskrafa að halda eldinu í ákveðinni fjarlægð frá laxveiðiánum okkar til að minnka líkurnar á að eldislaxar fari upp í árnar og blandist villta laxastofninum okkar.
Virðingarfyllst
Harpa Hlín Þórðardóttir
Ég leggst alfarið gegn þessum reglugerðardrögum. Ég tel að banna ætti allt fiskeldi í sjó og að finna þurfi leiðir til að auka áhuga og möguleika á fiskeldi í landi.
Það sem bráðvantar í þessa reglugerð er eftirfarandi:
1. Gerð verði krafa um vikulegt óháð eftirlit með umhverfisáhrifum hverjar fiskeldistöðvar og að þær upplýsingar verði gerðar opinberar í rauntíma.
2. Farið verði fram á það að Ísland taki upp sambærilegt líkan um gæðastaðla í fiskeldi og gefnir eru út af North Atlantic Salmon Conservation Organization.
3. Einnig mótmæli ég harðlega því að fella brott ákvæði 3.mgr. 4gr. núgildandi reglugerðar.
Það er óþolandi að Ísland geri minni kröfur um gæði, eftirlit og náttúruvernd en t.d. nágrannaríki vegna gróðrahagsmuna. Hvað þá að reglum sé bara breytt si svona til þess að ná slíku fram, sbr. liður 3 hér ofar.
Mótmæli hér með þessari regulgerð.
Óska eftir að á henni verði gerðar breytingar sem tryggja:
1.
Að ekki verði gerðar breytingar sem fjarlægi ákvæði um lágmarksfjarlægð frá laxveiðiám. Tel að slíkt ákvæði tryggi vörn gegn t.d. mengum og slysasleppingum.
2.
Farið sé fram á að Ísland taki upp líkan að gæðastöðlum North Atlantic Salmon Conservation Organization, einkum m.t.t. rannsókna á ýmsum skaðavaldandi þáttum í fiskeldi í oopnum kvíum í sjó.
3.
Gerð verði krafa um vikulegt óháð eftirlit með umhverfisáhrifum hverrar fiskeldistöðvar, að gegnsæi sé tryggt og niðurstöður og upplýsingar séu gefnar í rauntíma.
það skítur nokkuð skökku við þegar talað er um umhverfisvernd, að Laxeldi skuli þar vera undanskilið. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig landslagið i þeim fjörðum verður, þar sem laxeldi er annars vegar og í þeim fjörðum sem laxeldi er ekki stundað. Í dag er mikið rætt um mengun og í þessum skrifuðum orðum er verið að gera tilraun við að stækka það svæði á hálendi Íslands sem Umhverfisráðherra vill hafa friðað. Skiptir hafið í kringum okkur ekki máli í þessu samhengi. ef svo illa fer að þessir firðir þar sem stundað er fiskeldi verði þannig að engin fiskur veiðist þar, hver ætlar þá að bera ábyrgð á því?? þurfa komandi kynslóðir kannski að taka höggið á sig?? hvernig verður með laxastofninn okkar, verður hann kannski ekki til staðar eins og hann er i dag? við erum í dag að reyna að draga úr plastmengun, hún er að gera sjónum okkar mikið ógagn. það er ekki svo langt síðan sumir héldu að sjórinn tæki endalaust við. Getur verið að það eigi við um þá sem stunda óábyrgt laxeldi í sjó. það er spurning.
tek það fram að ég er ekki mikill laxveiðimaður, en hef mikinn áhuga á að skemma ekki náttúruna í kringum mig og skila henni helst betri til komandi kynslóða.
kv. Garðar Smárason.
Ég mótmæli hér með þessum drögum að reglugerð.
1. Það verður að vera gerð krafa um hlutlaust eftirlit með umhverfisáhrifum hverjar og einustu fiskeldistöðvar og upplýsingar úr því eftirliti gerðar opinberar strax. Eftirlitið ætti að vera með verulega stuttu millibili og vera reglulegt. Noregur hefur nú brennt sig á fiskeldi í opnum sjókvíum og setur þessar ofangreindu kröfur á fiskeldisiðnaðinn. Væntanlega er eitthvað til í því.
2. Ísland á að taka upp sambærilegt líkan um gæðastaðla í fiskeldi og gefnir eru út af North Atlantic Salmon Conservation Organization. Vísindamenn hafa sett þessa staðla saman.
3. Velta þarf upp úr þeirri tillögu að fjarlægt verði ákvæði um lágmarksfjarlægð frá laxveiðiám. Þetta ákvæði sem er í tillögu að fjarlæga er gríðarlega mikilvægt og veitir hreinum laxveiðiám Íslands að vernd fyrir mengun og slysasleppingum frá fiskeldi í opnum sjókvíum.
Á einhverjum tímapunkti þurfa mannhverf sjónarmið að víkja fyrir náttúrulegum sjónarmiðum, að einhverju leyti.
Ég geri athugasemdir við fyrirhugaðra breytingu í þá veru að ákvæði um lágmarksfjarlægð eldiskvía frá ósi laxveiðiáa verði fjarlægt. Augljóst er að fjarlægð skapar vissa vernd fyrir mengun eldisins, lús og slysasleppingum fiska úr opnum sjókvíum. Rétt er að halda þessum viðmiðunum þrátt fyrir með lögfestingu áhættumats erfðablöndunar enda virðist aflétting þeirra einkum koma rekstraraðilum til góða en óvíst er með hagsmuni náttúrunnar.
Þá skal bent á að líklega má bæta eftirlit og staðla í íslensku fiskeldi með hagsmuni náttúrunnar að leiðarljósi. Fylgja mætti t.d. Norðmönnum í því að gera kröfu um vikulegt eftirlit, óháðs aðila, með umhverfisáhrifum allra fiskeldisstöðva. Niðurstöður slíkra mælinga ættu að vera öllum aðgengilegar í rauntríma í anda gangsæis í stjórnsýslunni. Taka ætti til fyrirmyndar staðal eða módel um gæði í fiskeldi sem samtökin North Atlantic Salmon Conservation Organization hafa gefið út. Líkanið byggir á rannsóknum og reynslu vísindamanna frá mörgum löndum og stuðlar að því að minnka líkur á óæskilegum umhverfisáhrifum sjókvíaeldis.
Það er sjálfsagt og í anda umhverfissjónarmiða nútímans að Íslendingar geri ítrustu kröfur í umhverfismálum og þar með í fiskeldi.
Ég er alfarið á móti því að lögum um takmörkun fjarlægðar laxeldis frá laxveiðiám verði breitt.
Oddur Sigurðsson 1709765929
Í fyrsta lagi finnst mér galið að það eigi að taka út ákvæðið um lágmarks fjarlægð frá laxveiðiám. Slíkt má alls ekki gerast og er eiginlega galið að það standi til.
Síðan þarf að taka upp mun strangari gæðastaðla en fyrir eru. Sambærilegt líkan og north atlantic salmon conservation organization gefur út. Þar eru sérfræðingar frá fjölmörgum löndum eins og Noregi, Írlandi, Englandi, Skotlandi og fleiri löndum. Þetta eru sérfræðingar sem hafa skoðað og rannsakað eyðilegginguna sem fiskeldi í opnum sjókvíum hafa valdið viða og búið til í kjölfarið staðla sem mér persónulega finnst að ætti að fara eftir. Náttúran er engin áhættufjárfesting, hún er yfir það hafin og á alltaf að njóta vafans.
Síðan þarf að herða eftirlit til muna og gera það reglulega minnst 1 sinni í viku.
Þessi reglugerð er ógeðsleg. Hún munn leiða til mikils skaða fyrir Íslenska náttúru og vilta laxfiska stofna, bæði laxa og sjóbirtinga.
Þessi reglugerð virðist hafa verið skrifuð að Norskum laxeldis fyrirtækjum og hundsar reynslu nágranaríkja okkar og álit vísindamanna.
Eg undirritaður mótmæli harðlega nokkrum atirðum í drögum að reglugerð um opið Fiskeldi við Ísland.
Hér koma mínar athugasemdir.
Geri kröfu um vikulegt óháð eftirlit með umhverfisáhrifum hverjar fiskeldistöðvar og að þær upplýsingar verði gerðar opinberar í rauntíma.
Farið verði fram á það að Ísland taki upp sambærilegt líkan um gæðastaðla í fiskeldi og gefnir eru út af North Atlantic Salmon Conservation Organization.
Alvarleg athugasemd við þá tillögu að fjarlægt verði ákvæði um lágmarksfjarlægð frá laxveiðiám.
Meðfylgjandi er umsögn SFS.
ViðhengiÞað má segja að þetta sé algjörlega glórulaust að það sé einfaldlega verið að ræða þetta.
Enn þetta er að öllu leiti alveg virkilega sorgleg þróun sem á sér stað hérna.
Setja þetta uppá land og fá enn fleiri störf við þetta.
Nokkrir hlutir sem þarf að breyta og bæta
1. Það ætti að vera krafa um vikulegt eftirlit með umhverfisáhrifum fiskeldisstöðvanna og þær upplýsingar yrðu opinberar í rauntíma
2. Fara fram á að Ísland taki upp sambærilega gæðastaðla í fiskeldi og gefnir eru út af North Atlantic Salmon Conservation Organization.
3. Einnig mótmæli ég því að fella brott ákvæði 3.mgr. 4gr. núgildandi reglugerðar.
Þetta er út í hött hvað við gerum litlar kröfum og fórnum náttúrnni svo nokkrir verði ríkir. Við höfum séð hvað nágrannalönd hafa lent í, fengið viðvaranir frá þeim og enginn hlustar. Hvenær á að sjá skaðan sem er nú þegar skeður og hvenær fær náttúran að njóta vafanns
• Gerð verði krafa um vikulegt óháð eftirlit með umhverfisáhrifum hverjar fiskeldistöðvar og að þær upplýsingar verði gerðar opinberar í rauntíma. Noregur setur þessa kröfu á iðnaðinn. Íslendingar ættu að fylgja þeirri vinnureglu
• Vísindamenn hafa rannsakað eyðilegginguna sem fiskeldi í opnum sjókvíum hefur í för með sér. Þeir nýttu þá reynslu og bjuggu til bestu mögulega staðla í Norður-Atlantshafi. Þar er tekið á laxalús, mengun, stroki og eftirlitskröfum með það að leiðarljósi að hafa sem minnst áhrif á náttúruna.
Farið verði fram á það að Ísland taki upp sambærilegt líkan um gæðastaðla í fiskeldi og gefnir eru út af North Atlantic Salmon Conservation Organization. Þeir staðlar eru settir saman af vísindamönnum frá Noregi, Skotlandi, Englandi, Írlandi, Kanada og fleiri löndum.
• Sýnið náttúrunni þá virðingu að lágmarksfjarlægð frá laxveiðiám verði ekki minnkuð. Þetta ákvæði, sem nú stendur til að fjarlægja, er gríðarlega mikilvægt og veitir hreinum laxveiðiám Íslands að vernd fyrir mengun og slysasleppingum frá fiskeldi í opnum sjókvíum.
Orkumál eru umhverfismál. Eðlilegt er að bjóst innlend græn orka, þá ætti hún að hafa forgang umfram jarðefnaeldsneyti. Hvernig það ætti svo að birtist í reglugerðinni er útfærsluatriði.
Eftirfarandi punktar mætti hafa til hliðsjónar:
Sjókvíaeldissvæði skulu vera tengd landrafmagni eins fljótt og verða má. Eldsneytisvélar eins og þarf að vera í fóðurprömmum, hverfa frá því að vera grunnafl yfir í að vera varafl sem er nauðsynlegt vegna tryggingarmála. Tímamörk á tengingu við landrafmagn gæti verið eftir að viðkomandi kvíasvæði er búið að sanna sig og landrafmagn sé aðgengilegt í landi. Skilgreina þarf vegalengdir fyrirfram. Aflgeta tengingar skal vera nægjanlegt fyrir allan almennan rekstur kvíasvæðisins og geta sinnt þjónustubátum með hleðslu.
Til að hljóta nýskráningu, þá skulu þjónustubátar sjókvíaeldissvæða vera með allan búnað þ.m.t. skrúfubúnað rafdrifinn. Það yrði síðan val eigenda hvort viðkomandi bátur sé 100% rafdrifinn frá rafhlöðum eða tvíorku drifinn.(Líkt og Herjólfur)
Ég geri kröfu um:
vikulegt óháð eftirlit með umhverfisáhrifum hverrar fiskeldistöðvar og að þær upplýsingar verði gerðar opinberar í rauntíma. Noregur setur þessa kröfu á iðnaðinn. Hvers vegna ætti Ísland ekki að gera það?
að Ísland taki upp sambærilegt líkan um gæðastaðla í fiskeldi og gefnir eru út af North Atlantic Salmon Conservation Organization. Þeir staðlar eru settir saman af vísindamönnum frá Noregi, Skotlandi, Englandi, Írlandi, Kanada og fleiri löndum. Þessir vísindamenn hafa rannsakað eyðilegginguna sem fiskeldi í opnum sjókvíum hefur í för með sér. Þeir nýttu þá reynslu og bjuggu til bestu mögulega staðla í Norður-Atlantshafi. Þar er tekið á laxalús, mengun, stroki og eftirlitskröfum með það að leiðarljósi að hafa sem minnst áhrif á náttúruna.
Ákvæði um lágmarksfjarlægð frá laxveiðiám. Þetta ákvæði, sem nú stendur til að fjarlægja, er gríðarlega mikilvægt og veitir hreinum laxveiðiám Íslands að vernd fyrir mengun og slysasleppingum frá fiskeldi í opnum sjókvíum.
Með kveðju
Þorsteinn Hreggviðsson
Umsögn frá Veiðifélagi Langadalsár og Hvannadalsár við Ísafjarðardjúp
ViðhengiVegna draga um reglugerð á fiskeldi
Ég geri eftirfarandi athugasemdir við umrædd drög:
1. Fyrir það fyrsta gagnrýni ég eldi á frjóum norskum laxi í opnum sjókvíkum innan lögsögu Íslands. Athygli skal vakin á því að norðmenn banna með öllu flutning íslenskra laxastofna inn í sína lögsögu, og því mikið ósamræmi á milli landanna í þeim efnum. Er það merkilegt þar sem norðmenn eiga hafa einna mestu reynsluna af laxeldi í heiminum. Bent er á það að Erfðanefnd Landbúnaðarins hefur lagst gegn umræddum iðnaði vegna erfðablöndunar. Íslendingar eru í einstakri stöðu til að byggja upp sitt eldi á landi, með hliðsjón af landrými og aðgangi að vatni.
2. Að ekki verði gerðar breytingar sem fjarlægi ákvæði um lágmarksfjarlægð frá laxveiðiám. Við teljum að slík vörn sé mjög nauðsynleg vegna áhrifa laxalúsar og slysasleppinga.
3. Farið sé fram á að Ísland taki upp líkan að gæðastöðlum North Atlantic Salmon Conservation Organization, einkum m.t.t. rannsókna á ýmsum skaðavaldandi þáttum í fiskeldi í oopnum kvíum í sjó. Vakin er athygli á því að Ísland var einn af stofnaðilum NASCO en er þar ekki lengur. Ósk um að ganga til samstarfs við önnur nágrannríki í gegnum þessi samtök hefur legið ósvöruð hjá ráðherra frá því snemma síðasta árs. Það er með öllu ólíðandi og ráðuneytinu til alþjóðlegrar skammar.
4. Gerð verði krafa um vikulegt óháð eftirlit með umhverfisáhrifum hverrar fiskeldistöðvar, að gegnsæi sé tryggt og niðurstöður og upplýsingar séu gefnar í rauntíma. Jafnframt skal bent á það að eftirlitsaðilar eru undirmannaðir og óháð eftirlit er í molum.
Virðingafyllst,
Júlíus Þór Jónsson.
Umsögn Veiðifélagsins Hreggnasa vegna draga um reglugerð á fiskeldi
Veiðifélagi Hreggnasi ehf gerir eftirfarandi athugasemdir við umrædd drög:
1. Fyrir það fyrsta leggjumst við gegn eldi á frjóum norskum laxi í opnum sjókvíkum innan lögsögu Íslands. Athygli skal vakin á því að norðmenn banna með öllu flutning íslenskra laxastofna inn í sína lögsögu, og því mikið ósamræmi á milli landanna í þeim efnum. Er það merkilegt þar sem norðmenn eiga hafa einna mestu reynsluna af laxeldi í heiminum. Bent er á það að Erfðanefnd Landbúnaðarins hefur lagst gegn umræddum iðnaði vegna erfðablöndunar. Íslendingar eru í einstakri stöðu til að byggja upp sitt eldi á landi, með hliðsjón af landrými og aðgangi að vatni.
2.Að ekki verði gerðar breytingar sem fjarlægi ákvæði um lágmarksfjarlægð frá laxveiðiám. Við teljum að slík vörn sé mjög nauðsynleg vegna áhrifa laxalúsar og slysasleppinga.
3. Farið sé fram á að Ísland taki upp líkan að gæðastöðlum North Atlantic Salmon Conservation Organization, einkum m.t.t. rannsókna á ýmsum skaðavaldandi þáttum í fiskeldi í oopnum kvíum í sjó. Vakin er athygli á því að Ísland var einn af stofnaðilum NASCO en er þar ekki lengur. Ósk um að ganga til samstarfs við önnur nágrannríki í gegnum þessi samtök hefur legið ósvöruð hjá ráðherra frá því snemma síðasta árs. Það er með öllu ólíðandi og ráðuneytinu til alþjóðlegrar skammar.
4. Gerð verði krafa um vikulegt óháð eftirlit með umhverfisáhrifum hverrar fiskeldistöðvar, að gegnsæi sé tryggt og niðurstöður og upplýsingar séu gefnar í rauntíma. Jafnframt skal bent á það að eftirlitsaðilar eru undirmannaðir og óháð eftirlit er í molum.
Fyrir hönd Hreggnasa ehf
Meðfylgjandi er umsögn Fjarðabyggðar vegna draga að reglugerð um fiskeldi
ViðhengiÉg vil koma á framfæri nokkrum athugasemdum varðandi frumvarpið:
1. Það ætti að vera krafa um vikulegt eftirlit með umhverfisáhrifum fiskeldisstöðvanna og að þær upplýsingar yrðu opinberar í rauntíma. Það eftirlit myndi síðan sæta eftirfylgni af opinberum aðila, s.s. Hafrannsóknarstofu. Rekstraraðilar í sjókvíaeldi eru að miklu leyti óhæfir til að meta þessi áhrif sjálfir þar sem neikvæðar niðurstöður hafa bein áhrif á stöðu rekstrarleyfa þeirra, afkomu og orðspor.
2. Ísland ætti að taka upp sambærilega gæðastaðla í fiskeldi og gefnir eru út af North Atlantic Salmon Conservation Organization sem Ísland var áður aðili að.
3. Einnig mótmæli ég því að fella brott ákvæði 3.mgr. 4.gr. núgildandi reglugerðar. Ákvæðið er nauðsynlegt til að tryggja lágmörkun á áhættu á erfðamengun og neikvæðra áhrifa á íslenska laxastofninn, til að tryggja tilverurétt íslenska laxins og verndun íslenskrar náttúru og að lokum til að skaða ekki stangveiði iðnaðinn, sem skapar mikil verðmæti og úflutningstekjur, um ófyrirséðan tíma.
Virðingarfyllst,
Bjarni Davíð Hjaltason
Fiskeldi í opnum sjókvíum er tímaskekkja enda þarf ekki að gera ítarlega athugun á þeim skaða sem það hefur ollið í öðrum löndum. Hvað gera þessi erlendu laxeldisfyrirtæki þegar þeim er úthýst eða fá á sig aukna greiðsluskyldu þá? jú beina sjónum sínum til Íslands þar sem regluverk er barn síns tíma og kostnaður er nánast engin nema þá á kostnað náttúrunnar. Sem ég tel að sé óafturkræfur fórnarkostnaður.
Það eru laxveiðirár í Noregi sem hafa borið óafturkræfan skaða af fiskeldi í sjó og hvað erum við að gera? Opnum hurðina og segja gjörið svo vel?
Reynum að beina þessum fyrirtækjum upp á land með fiskeldin sín. Það er ekki skortur á landi né orku og þar er hægt að hafa betri stjórn á öllu ferlinu sem ætti eðli málsins að skila betri vöru. Betri vöru er yfirleitt hægt að selja á hærra verði. Sjáið til að mynda Matorku sem starfrækir landeldi á Suðurnesjum eða landeldisstöðina í Öxarfirði. Gott dæmi um hvernig er hægt að gera hlutina rétt.
En varðandi umsögnina langar mig að leggja áherslu að neðangreind atriði:
Gerð verði krafa um vikulegt óháð eftirlit með umhverfisáhrifum hverjar fiskeldistöðvar og að þær upplýsingar verði gerðar opinberar í rauntíma. Noregur setur þessa kröfu á iðnaðinn. Hvers vegna ætti Ísland ekki að gera það?
Farið verði fram á það að Ísland taki upp sambærilegt líkan um gæðastaðla í fiskeldi og gefnir eru út af North Atlantic Salmon Conservation Organization. Þeir staðlar eru settir saman af vísindamönnum frá Noregi, Skotlandi, Englandi, Írlandi, Kanada og fleiri löndum. Þessir vísindamenn hafa rannsakað eyðilegginguna sem fiskeldi í opnum sjókvíum hefur í för með sér. Þeir nýttu þá reynslu og bjuggu til bestu mögulega staðla í Norður-Atlantshafi. Þar er tekið á laxalús, mengun, stroki og eftirlitskröfum með það að leiðarljósi að hafa sem minnst áhrif á náttúruna.
Gera þarf athugasemd við þá tillögu að fjarlægt verði ákvæði um lágmarksfjarlægð frá laxveiðiám. Þetta ákvæði, sem nú stendur til að fjarlægja, er gríðarlega mikilvægt og veitir hreinum laxveiðiám Íslands að vernd fyrir mengun og slysasleppingum frá fiskeldi í opnum sjókvíum.
Meðfylgjandi er umsögn Ungra umhverfissinna um drög að reglugerð um fiskeldi.
Kær kveðja,
Pétur Halldórsson
formaður
ViðhengiAthugasemdir við drög að reglugerð um fiskeldi.
F.h. Náttúruverndarsamtaka Íslands,
Árni Finnsson.
ViðhengiSjá umsögn Landverndar í viðhengi
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Matvælastofnunar um drög að reglugerð um fiskeldi.
ViðhengiHeil og sæl
Hér kemur umsögn Skipulagsstofnunar um drög að reglugerð um fiskeldi
Með kveðju,
Ottó Björgvin Óskarsson, lögfræðingur Skipulagsstofnunar
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn AkvaFuture ehf
Virðingarfyllst
Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn NASF á Íslandi er varðar reglugerð um fiskeldi ásamt fylgiskjölum.
f.h. NASF á Íslandi
Elvar Örn Friðriksson
Viðhengi Viðhengi ViðhengiUmsögn send fyrir hönd Íslenska náttúruverndarsjóðsins - The Icelandic Wildlife Fund
ViðhengiUndirritaður er líffræðingur sem starfað hefur við fiskirannsóknir í 33 ár. Á þeim tíma hef ég starfað frá árinu 2003 í nafni eigin rannsóknafyrirtækis, Laxfiska. Á meðal rannsóknastarfa minna eru vöktunarrannsóknir sem ég hef sinnt árlega frá og með 2015, á laxa- og silungsstofnum í þremur ám við Arnarfjörð, þar sem rannsökuð eru áhrif eldis á laxi í opnum sjókvíum á þá fiskistofna. Vegna starfa minna á umræddum rannsóknavettvangi og vegna þess að undirritaður hefur þungar áhyggjur af því hvernig uppbyggingu á sjókvíaeldi hérlendis er hagað, þá hefur undirritaður á fyrri stigum lagt fram umsagnir með náttúruvernd að leiðarljósi til fagráðuneytis málaflokksins og til Alþingis vegna lagasmíða sem varða fiskeldi. Þar var um að ræða lagagrundvöll þeirra reglugerðardraga sem nú stendur til að leggja lokahönd á þegar tekið hefur verið tillit til formlegra umsagna á borð við þá sem hér er lögð fram.
Umsögn mín um lagafrumvarpið er að finna í meðfylgjandi fylgiskjali.
Viðhengi Viðhengi Viðhengi