Samráð fyrirhugað 17.12.2019—17.01.2020
Til umsagnar 17.12.2019—17.01.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 17.01.2020
Niðurstöður birtar 19.08.2020

Drög að reglugerð um útboð eldissvæða

Mál nr. 313/2019 Birt: 18.12.2019 Síðast uppfært: 19.08.2020
  • Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður birtar

Alls bárust sjö athugasemdir við drög að reglugerð um útboð eldissvæða. Ráðuneytið lagði mat á allar umsagnirnar og gerði smávægilegar orðalagsbreytingar á reglugerðinni. Engar efnislegar breytingar voru gerðar frá birtingu á Samráðsgátt.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 17.12.2019–17.01.2020. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 19.08.2020.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um útboð eldissvæða. Með lögum nr. 101/2019 voru gerðar breytingar á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi, þar sem m.a. er kveðið á um að opinberlega skuli auglýsa úthlutun eldissvæða og við hvað eigi að miða við mat á tilboðum.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um útboð eldissvæða. Með lögum nr. 101/2019 voru gerðar breytingar á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi, þar sem m.a. er kveðið á um að opinberlega skuli auglýsa úthlutun eldissvæða og við hvað eigi að miða við mat á tilboðum. Í drögum að reglugerð um úthlutun eldissvæða er m.a. kveðið á um fyrirkomulag útboðs, hæfi og valforsendur.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Fjórðungssamband Vestfirðinga - 10.01.2020

Fjórðungssamband Vestfirðinga telur að í ákvæðum reglugerðar um útboðsskilmála eigi að taka tillit til markmiða og ákvæða skipulagsáætlana strandsvæða sem unnar eru á grundvelli laga um Skipulag haf og strandsvæða 88/2018.

Fjórðungssambandið vill hér visa til ákvæða 1. mgr 4. gr a, Fiskeldislaga 71/2008 með síðari breytingum, varðandi ákvæði um samspil laga um fiskeldi og laga um strandsvæðaskipulag eða sem hér segir.

"Hafrannsóknastofnun ákveður skiptingu fjarða eða hafsvæða í eldissvæði á grundvelli burðarþols og bestu heildarnýtingar mögulegra eldissvæða. Áður skal stofnunin leita umsagnar Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar og, þar sem við á, svæðisráðs viðkomandi svæðis um tillögu sína, sbr. lög um skipulag haf- og strandsvæða, nr. 88/2018. Þar sem strandsvæðisskipulag samkvæmt lögum um skipulag haf- og strandsvæða liggur fyrir skal Hafrannsóknastofnun taka tillit til þess við ákvörðun um skiptingu í eldissvæði. Þar sem strandsvæðisskipulag liggur ekki fyrir skal Skipulagsstofnun birta tillögu Hafrannsóknastofnunar opinberlega á vefsíðu stofnunarinnar og veita þriggja vikna frest til að skila inn athugasemdum áður en stofnunin veitir umsögn til Hafrannsóknastofnunar."

Framangreind ákvæði eru einnig tilgreind í 6. gr draga að reglugerð um fiskeldi (S-312 2019) sem eru til umsagnar í Samráðsgátt.

Í umsögnun svæðisráða og eða Skipulagsstofnunar munu koma fram framtíðarsýn og nánari ákvæði er varða nýtingu og verndun strandsvæða sem eldisleyfishafar verði að taka tillit til. Fjórðungssamband Vestfirðinga telur því, að í reglugerð um úthlutun eldissvæða verði að setja skilyrði um að tekið verði tillit til ákvæða skipulagsáætlana strandsvæða. Kæmi þar til viðbótar þeim skilyrðum sem bjóðandi þarf að uppfylla og lýst er í 4. lið 4. gr, reglugerðar um útboð eldissvæða ( m.a. umhverfissjónarmiðum og verndun sjávar og lífríkis sjávar )

Afrita slóð á umsögn

#2 Landssamband veiðifélaga - 13.01.2020

Umsögn Landssambands veiðifélaga um mál nr. 313/2019 er meðfylgjandi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Árni Finnsson - 16.01.2020

Sjá athugasemdir

F.h. Náttúruverndarsamaka Íslands

460697-2049

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Fjarðabyggð - 17.01.2020

Meðfylgjandi er umsögn Fjarðabyggðar vegna draga að reglugerð um útboð eldissvæða

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 NASF á Íslandi - 17.01.2020

Umsögn NASF á Íslandi um drög að reglugerðum um útboð eldissvæða

F.h. NASF á Íslandi

Elvar Örn Friðriksson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) - 17.01.2020

Meðfylgjandi er umsögn SFS.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 AkvaFuture ehf. - 17.01.2020

Meðfylgjandi er umsögn AkvaFuture ehf

Virðingarfyllst,

Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri

Viðhengi