Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.12.2019–17.1.2020

2

Í vinnslu

  • 18.1.–18.8.2020

3

Samráði lokið

  • 19.8.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-313/2019

Birt: 18.12.2019

Fjöldi umsagna: 7

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að reglugerð um útboð eldissvæða

Niðurstöður

Alls bárust sjö athugasemdir við drög að reglugerð um útboð eldissvæða. Ráðuneytið lagði mat á allar umsagnirnar og gerði smávægilegar orðalagsbreytingar á reglugerðinni. Engar efnislegar breytingar voru gerðar frá birtingu á Samráðsgátt.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um útboð eldissvæða. Með lögum nr. 101/2019 voru gerðar breytingar á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi, þar sem m.a. er kveðið á um að opinberlega skuli auglýsa úthlutun eldissvæða og við hvað eigi að miða við mat á tilboðum.

Nánari upplýsingar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt til umsagnar drög að reglugerð um útboð eldissvæða. Með lögum nr. 101/2019 voru gerðar breytingar á lögum nr. 71/2008, um fiskeldi, þar sem m.a. er kveðið á um að opinberlega skuli auglýsa úthlutun eldissvæða og við hvað eigi að miða við mat á tilboðum. Í drögum að reglugerð um úthlutun eldissvæða er m.a. kveðið á um fyrirkomulag útboðs, hæfi og valforsendur.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

postur@anr.is