Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 17.12.2019–6.1.2020

2

Í vinnslu

  • 7.1.–2.6.2020

3

Samráði lokið

  • 3.6.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-315/2019

Birt: 17.12.2019

Fjöldi umsagna: 8

Drög að reglugerð

Heilbrigðisráðuneytið

Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 630/2018, um menntun, réttindi og skyldur heyrnarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi

Niðurstöður

Að virtum umsögnum sem bárust í málinu var það mat ráðuneytisins að svo stöddu að gera ekki breytingar á reglugerðinni og málinu því lokað.

Málsefni

Heilbrigðisráðuneytið leggur til að ákvæði til bráðabirgða verði bætt við reglugerð nr. 630/2018, um menntun, réttindi og skyldur heyrnarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, sem gildi til 1. júní 2020.

Nánari upplýsingar

Árið 2018 var sett reglugerð um menntun, réttindi og skyldur heyrnarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi, nr. 630/2018. Vegna mistaka var haghöfum ekki kynnt að reglugerðardrögin væru í Samráðsgáttinni og því tók reglugerðin gildi án þess að umsögn bærist um drögin.

Í kjölfarið óskuðu nokkrir haghafar eftir því að reglugerðin væri endurskoðuð og setti ráðuneytið því af stað nýtt umsagnarferli um reglugerðina. Að fengnum umsögnum frá ýmsum haghöfum hefur ráðuneytið ákveðið að bæta við reglugerð nr. 630/2018 ákvæði til bráðabirgða sem gilda skal til 1. júní 2020. Í því verði kveðið á um að þeir sem eiga að baki menntun á sviði heilbrigðisvísinda og sem hafa aflað sér menntunar og þjálfunar og starfað tíu ár eða lengur undir handleiðslu tiltekins sérfræðings eigi rétt á starfsleyfi sem heyrnarfræðingur.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa gæða og forvarna

hrn@hrn.is