Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.12.2019–7.1.2020

2

Í vinnslu

  • 8.1.–15.3.2020

3

Samráði lokið

  • 16.3.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-316/2019

Birt: 18.12.2019

Fjöldi umsagna: 3

Annað

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Drög að Sóknaráætlun Suðurnesja 2020-2024

Niðurstöður

Sóknaráætlun Suðurnesja 2020-2024 var sett í opið samráðferli dagana 18. desember 2019 til 7. janúar 2020. Sjá nánar um niðurstöðu samráðs í meðfylgjandi skjölum.

Málsefni

Sóknaráætlun Suðurnesja 2020-2024 hefur verið sett í opið samráðferli þar sem allir geta sent inn ábendingar og tillögur varðandi áætlunina; markmið hennar og innihald. Umsagnarfrestur er til og með 7. janúar 2020

Nánari upplýsingar

Sóknaráætlun Suðurnesja 2020-2024 er nú til umsagnar en þar geta íbúar landshlutans komið með ábendingar áður en hún öðlast gildi á nýju ári.

Sóknaráætlun er stefnuskjal sem felur í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið í tilgreindum málaflokkum ásamt skilgreindum leiðum að markmiðunum. Markmið hennar er að stuðla að jákvæðri byggðaþróun í takt við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans.

Samningur um Sóknaráætlun Suðurnesja 2020 – 2024 var undirritaður Þann 12. nóvember 2019 milli samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Tilgangur hennar er að einfalda samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutun og umsýslu opinberra fjármuna. Sóknaráætlun Suðurnesja heldur utan um rúmlega 100 milljónir króna á ári og því renna rúmlega 500 milljónir króna frá ríkinu til Suðurnesja næstu fimm árin.

Undirbúningur Sóknaráætlunar Suðurnesja 2020 – 2024 hóst í maí sl. á vegum Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum en Capacent hefur haldið utan um vinnuferli og samráðsfundi sem haldnir hafa verið vegna verkefnisins.

Unnið var að mótun stefnunnar með því að eiga samráð við kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila á Suðurnesjum til þess að fá fram sjónarmið þeirra um Sóknaráætlunina og tengja áætlunina með markvissum hætti við ákvörðun áhersluverkefna og úthlutun verkefna úr uppbyggingarsjóði.

Afurð þessarar vinnu er Sóknaráætlun Suðurnesja 2020-2024 en þar má finna áherslur að endurskoðaðri framtíðarsýn, meginmarkmið og mælanleg markmið til næst ára.

Við óskum eftir ábendingum frá íbúum landshlutans sem við munum taka tillit til og í einhverjum tilfellum breyta í samræmi við.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum

sss@sss.is