Frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð var lagt fram á Alþingi 30. nóvember 2020 (mál nr. 369) en náði ekki fram að ganga.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 18.12.2019–20.01.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 02.02.2022.
Með frumvarpinu er lagt til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendinu í samræmi við sáttmála ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis frá 30. nóvember 2017.
Frumvarp um Hálendisþjóðgarð tekur til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands, á landsvæði sem er í sameign þjóðarinnar; þjóðlendum og friðlýstum svæðum innan miðhálendisins. Það er í samræmi við tillögur nefndar fulltrúa allra þingflokka og stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, sem vann að undirbúningi stofnunar þjóðgarðsins.
Á miðhálendinu eru ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu. Miklar andstæður í náttúrufari er þar að finna; svarta sanda, jökulbreiður, fágætar gróðurvinjar og fjölda sérstæðra jarðmyndana sem finnast hvergi annars staðar í heiminum á einu og sama svæðinu.
Rannsóknir hafa sýnt fram á ótvíræð jákvæð efnahagsleg áhrif friðlýstra svæða, bæði á þjóðarbúið og nærumhverfi svæðanna. Stofnun þjóðgarðs er þannig talin hafa jákvæð áhrif á byggðaþróun á þeim svæðum sem þjóðgarðurinn tekur til og geta skapað atvinnutækifæri, bæði heima í héraði og á landsvísu.
Á miðhálendinu má nú þegar finna stór svæði sem njóta verndar. Má þar nefna Vatnajökulsþjóðgarð, Þjórsárver, Landmannalaugar og Hveravelli. Með stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands er gert ráð fyrir að stjórnun og stefna fyrir svæðið verði samræmd með markvissum og heildstæðum hætti með ríkri aðkomu nærliggjandi sveitarfélaga.
Í frumvarpinu er lögð áhersla á að stjórnun Hálendisþjóðgarðs sé bæði hjá ríki og viðkomandi sveitarfélögum. Gert er ráð fyrir að sérstök stjórn, sem í sitji ellefu stjórnarmenn, fari með stjórn þjóðgarðsins og að hún verði að meirihluta skipuð fulltrúum sveitarfélaga, auk félagasamtaka og hagsmunaaðila. Þá verði þjóðgarðinum skipt upp í sex rekstrarsvæði og yfir hverju þeirra sérstakt umdæmisráð, skipað fimm fulltrúum sveitarfélaga, auk fulltrúum frá útivistarsamtökum, umhverfisverndarsamtökum, Bændasamtökum Íslands og ferðaþjónustuaðilum.
Gert er ráð fyrir að Hálendisþjóðgarður verði sjálfstæð eining innan nýrrar stofnunar, Þjóðgarðastofnunar, sbr. drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun sem einnig er til kynningar í samráðsgátt.
ÓFEIG setur fram þau sjónarmið að verndarsvæði/þjóðgarður verði stofnað með settum lögum frá Alþingi (sem frumvarpsdrögin gera ekki ráð fyrir) og að verndarmarkmið kjarna- og jaðarsvæða séu tilgreind í lögum (sem frumvarpsdrögin gera heldur ekki ráð fyrir).
ÓFEIG telur rétt að hin miklu óbyggðu víðerni miðhálendis öðlist viðurkenningu með settum lögum, sem þau myndu ekki gera yrðu frumvarpsdrögin að lögum.
ÓFEIG setur fram hugmynd að nýrri upphafsgrein, til samræmis við þetta og gildandi lög um Þingvallaþjóðgarð:
1. gr.
Hluti miðhálendis Íslands skal vera friðlýstur þjóðgarður.
Mörk Hálendisþjóðgarðs skulu miðast við þjóðlendumörk innan miðhálendislínu auk þeirra landsvæða á miðhálendinu og nágrenni þess sem þegar eru friðlýst við gildistöku laga þessarra. Undanskilin friðlýsingu eru svæði sem þegar hafa að geyma vatnsaflsvirkjanir, eða Þjórsár- og Tungnaársvæðið, Blöndusvæðið og Kárahnjúkasvæðið. Mörk Hálendisþjóðgarðs eru sýnd á uppdrætti í viðauka.
Svæðum Hálendisþjóðgarðs er skipt í kjarnasvæði og jaðarsvæði og eftir verndarmarkmiðum. Skulu þau vera: náttúruvé; Esjufjöll […], óbyggð víðerni; […], þjóðgarður; […], landslagsverndarsvæð;, […] og verndarsvæði með sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda; […] og skulu afmarkast eins og sýnt er í viðauka. Verndarmarkmið hvers svæðis skulu samrýmast verndarflokkum Alþjóðanáttúruverndarsambandsins og skal flokkunin alþjóðlega vottuð.
Ósjálfbær nýting er óheimil innan Hálendisþjóðgarðs. Þjóðlendur Hálendisþjóðgarðs má aldrei selja eða veðsetja og óheimilt er þar að veita leyfi til afnota andstæðra verndarmarkmiðum 3. mgr.
Meðfylgjandi er umsögn ÓFEIGAR á einni blaðsíðu og tilvitnun til fyrri umsagnar samtakanna, þar sem nánari grein er gerð fyrir sjónarmiðunum og röksemdum að baki þeirra.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn um drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð.
Þar er meðal annars komið inn á:
1. Hálendisvegi milli landshluta
2. Orkuframleiðslu og orkuflutninga frá virkjunum
3. Lausa göngu búfjár
4. Byggðakjarna á nokkrum stöðum á hálendinu.
Reykjavík 9.1.20
Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn Landsambands íslenskra vélsleðamanna.
Arnar Bergmann
ritari stjórnar LÍV
ViðhengiLagt er til að einni grein verði bætt við frumvarp um miðhálendisþjóðgarð svohljóðandi:
Um þjóðgarðinn liggja þjónustuleiðir sem ekki eru hlutar þjóðgarðsins, þ.e. ekki friðlýst svæði. Hver leið er einn km á breidd og tengir landshluta. Um þær liggja vegir og raflínur og innan þeirra eru önnur mannvirk svo sem þjónustumiðstöðvar fyrir þjóðgarðinn, gistiaðstaða, áningarstaðir fyrir hestaferðir o.fl. Leiðirnar liggja um Sprengisandsveg og Kjalveg auk tengingar frá Sprenisandsvegi til Austurlands norðan Vatnajökuls.
Greinargerð:
Í lagadrögum um miðhálendisþjóðgarð sem nú eru kynnt á samráðsgátt stjórnvalda er margt til bóta miðað við fyrri drög, m.a. markmið um að endurheimta röskuð vistkerfi og að landnotkum skuli vera sjálfbær, sem þýðir væntanlega að sauðfjárbeit verði bönnuð. Í frumvarpsdrögunum er fjallað um hvernig farið verður með virkjunarkosti en lítið fjallað um flutningsmannvirki (raflínur). Í góðu og öruggu flutningskerfi rafmagns felast þó mjög miklir hagsmunir fyrir þjóðina ekki síður en í góðu vegakerfi. Þeir hagsmunir eru ekki minni en náttúruverndarhagsmunir sem fylgja stofnun þjóðgarðs. Tillagan sem hér er lögð fram er hugsuð til að mæta þeim hagsmunum og byggir á hugmyndum sem Trausti Valsson arkitekt hefur áður lagt fram.
16. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Drög að frumvörpum til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða og Hálendisþjóðgarð. Samráðsgátt.
Oddviti kynnti að í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt, þann 18. desember s.l. drög að tveimur stjórnarfrumvörpum. Annars vegar frumvarp til laga um þjóðgarðastofnun og þjóðgarða og hins vegar frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð.
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps vill ítreka fyrri bókanir um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun að nýta eigi þær stofnanir sem fyrir eru til að sinna verkefninu og nýta þannig fjármagnið betur.
Þá tekur sveitarstjórn einnig undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða en bendir sérstaklega á það sé fullkomlega óásættanlegt að í 30. gr. frumvarps um Þjóðgarðastofun sé gert ráð fyrir að allar leyfisveitingar eigi að flytjast til Þjóðgarðastofnunar og ákvörðun um ráðstöfunar endurgjalds réttinda í þjóðlendum.
Þá þarf að tryggja að ekki sé gengið á skipulagsvald sveitarfélaganna og tryggja þarf að það haldist heima í héraði. Sveitarstjórn mótmælir því að stofnunin fái heimild skv. 9. gr. að fengnu leyfi ráðherra, til að taka eignarnámi lönd, mannvirki og réttindi til þess að framkvæma friðun án samþykkis og samráðs við viðkomandi sveitarfélög.
Í frumvarpi til laga um hálendisþjóðgarð koma fram markmið sem eru mjög góð og hefur sveitafélagið unnið að þessum markmiðum alla tíð varðandi landsvæði innan síns sveitarfélags, eins og t.d. má sjá í aðalskipulagi sveitarfélagsins og vinnu við friðlýsingu Kerlingarfjalla.
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps ítrekar það að stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands eigi að koma sem eðlilegt framhald af sameiginlegri vinnu sveitarfélaga á svæðinu og ríkisins en ekki lögþvinguð aðgerð. Forgangsmál er að tryggja að nægum fjármunum verði varið til að sinna hálendinu svo sómi sé að. Mikilvægt er að flýta sér hægt, skapa breiðari sátt og vinna málið betur í samvinnu við sveitarfélög og hagaðila.
D-listi vill einnig taka undir bókun hreppsnefndar Ásahrepps þann 8. janúar s.l um frumvörpin og gagnrýnir störf undirbúningsaðila og finnst miður að ekki hafi verið haft meira samráð og tekið meira tillit til athugasemda sveitarfélaga. Þá vill listinn benda á að efla þurfi hagsmunagæslu sveitarfélaganna og beinir því til SASS hvort ekki þurfi að gera sérstakar ráðstafanir með því t.d. að ráða öflugan talsmann sveitarfélaganna í málinu.
Umsögn sveitarstjórnar Bláskógabyggðar frá 9. janúar 2020:
Stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu - 1812008
Tilkynning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 18. desember 2019, um að drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð, umsagnarfrestur er til 15. janúar 2020.
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar krefst þess að áform um stofnun þjóðgarðs fari í umhverfismat. Mat verði lagt á umhverfisþætti, þ. á m. samfélag, umhverfi, menningarminjar, kostnaðaráhrif o.fl. Nauðsynlegt er að meta þessa þætti þar sem hvorki hefur farið fram samráð né greining á kostum þess og göllum hvort yfirhöfuð skuli stofna þjóðgarð eða ekki.
Bláskógabyggð hefur á fyrri stigum málsins skilað inn athugasemdum við allar tillögur þverpólitísku nefndarinnar varðandi einstaka áhersluþætti og frumvarpsdrög. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ítrekar fyrri athugasemdir sínar og þá afstöðu að leggjast alfarið gegn áformum um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu líkt og frumvarpsdrögin gera ráð fyrir.
Hér verður stiklað á stóru um helstu athugasemdir sem Bláskógabyggð hefur sett fram: Inngrip í skipulagsvald sveitarfélaga er of mikið, þar sem stjórnunar- og verndaráætlanir gilda framar skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Aðkoma sveitarfélaga að stjórnun þeirra svæða sem liggja innan þeirra marka verður ekki nægjanleg miðað við áform í frumvarpsdrögunum. Bláskógabyggð ítrekar fyrri efasemdir sínar um að fyrirheit um fjármagn og væntanlegar tekjur standist og bendir enn og aftur á þann tvískinnung sem felst í því annars vegar að byggja á sjónarmiðum um friðun og verndun, umhverfis- og loftslagsmál, og hins vegar sjónarmiðum um þjóðhagslega hagkvæmmi sem sé fólgin í því að skapa sterkt vörumerki sem laði að fjölda fólks. Þá er bent á að aðgengi almennings að landsvæðum innan þjóðgarðs verður takmarkað með gjaldtöku og aukinni stýringu. Þá er viðbúið að við það að svæðið verði á forræði ríkisstofnunar muni draga úr framlagi sjálfboðaliða sem til þessa hafa lagt vinnuframlag og fjármuni til gróðuverndar og uppgræðslu, merkinga og þjónustu við þá sem fara um svæðið. Sveitarstjórn gerir einnig athugasemd við víðtækar heimildir ráðherra til setningar reglugerða er varða mörk, friðlýsingu o.fl.
Undirritaður styður heilshugar stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands og fagnar fram komnu frumvarpi þar um. Hálendið okkar, þetta ómetanlega óbyggða svæði og fjársjóður framtíðar, hefur lengi verið vanrækt og því er stórkostlegt framfaraskref að slá um það skjaldborg með friðlýsingu og ná heildarstjórn á því.
EN
Framkomið frumvarp er ekki nógu gott og ber merki of mikillar eftirgjafar til orkunýtingarafla. Ég er þarna fyrst og fremst að tala um 11. og 12. grein. Eitt er að taka núverandi virkjana- og flutningsmannvirki inn í þjóðgarð – sem er reyndar óþarfi og væri betra að skilgreina sem jaðarsvæði – annað að opna á möguleika á nýjar virkjanir inni í þjóðgarði. Ágengar stórframkvæmdir geta og mega EKKI fara saman við skilgreiningu á þjóðgarði – hvorki hina íslensku (47. grein nvl.): „Í þjóðgörðum eru allar athafnir og framkvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðisins bannaðar nema þær séu nauðsynlegar til að markmið friðlýsingarinnar náist. og þess vegna“ eða hina alþjóðlegu (IUCN): „to manage the area in order to perpetuate, in as natural a state as possible, representative examples of physiographic regions, biotic communities, genetic resources and unimpaired natural processes“.
Að þessu leyti gengur frumvarpið ekki upp. Það yrði stórslys í mínum huga ef – eftir stofnun þjóðgarðs – ráðist yrði í stórtæk inngrip á borð við virkjun í náttúru hans. Slíkt inngrip (leyft að lögum!!!) mundi ganga af þjóðgarðshugtakinu dauðu og kasta skugga á og niðurlægja aðra þjóðgarða landsins sem erfitt væri að sjá fyrir afleiðingar af. Hvað vilja menn þá fara að gera í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli eða Vatnajökulsþjóðgarði sem er vottaður Heimsminjastaður?
Það eru nokkrar mögulegar lausnir á þessu:
1. Besta lausnin er að Alþingi taki af skarið og hendi greinum 11 og 12 út og falli frá öllum frekari virkjunum á hálendinu, þ.m.t. Skrokköldu, en haldi ótrauð áfram vinnu við alvöru hálendisþjóðgarð.
2. Að Þjóðgarðurinn verði stofnaður í áföngum; fyrst verði innan hans aðeins þau svæði sem örugglega eru og verða laus við virkjun, en síðan bætt við þjóðgarðinn eftir því sem Rammaáætlun vindur fram. Möguleg virkjanasvæði, skv. Rammaáætlun mætti þá vernda sem Verndarsvæði með sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda eða álíka.
3. Að allt hálendið (utan núverandi verndarsvæða) verði í fyrsta áfanga friðlýst sem Verndarsvæði með sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.
Snorri Baldursson
Skv. greinum um vald ráðherra til að stækka miðhálendisþjóðgarð eða vatnajökulsþjóðgarð eru hvergi settar takmarkanir. Skv. því getur ráðherra stækkað garðinn án nokkurrar skoðunar og þarf ekki að fylgja nein rök að baki málinu.
Í 27.grein kemur meðal annars fram klásúla að hægt sé að banna akandi umferð allt árið um kring, jafnvel þó að lögleg skilyrði til vetraraksturs séu uppfyllt. Hvergi kemur fram hver innan stjórnkerfis garðsins fer með það ákvörðunarvald eða hvaða skilyrði þurfi að vera fyrir hendi til þess að réttlæta akstursbann. Hér þurfa að vera varnaglar í texta svo að geðþóttaákvarðanir einstakra fáeinna útvaldra ráði ekki einungis för. Annars er verið að lögfesta mismunun beint gegn akandi útivistarfólki.
Umsögn sveitarstjórnar Skútustaðahrepps:
Vísað er til máls nr. 317/2019 í Samráðsgátt stjórnvalda. Ítrekað er að nefndin hefur haft gott samráð við sveitarstjórnir á þessu svæði við vinnslu málsins.
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps áréttar fyrri umsagnir um málið. Fyrirætlanir um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu fela í raun í sér viðamiklar friðunaraðgerðir. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps er sem fyrr jákvæð gagnvart stofnun slíks þjóðgarðs en telur mikilvægt að eftirfarandi sé haft til hliðsjónar við gerð frumvarpsins:
Sú grundvallarbreyting hefur orðið málinu frá síðasta umsagnarferli að í þessari skýrslu um áform um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð er gert ráð fyrir sameiningu Vatnajökulsþjóðgarðs við nýjan Hálendisþjóðgarð, eða eins og segir í kafla D: „Gert er ráð fyrir að Vatnajökulsþjóðgarður verði hluti Hálendisþjóðgarðs og falla því lög um Vatnajökulsþjóðgarð niður verði frumvarp þetta að lögum.“
Sveitarstjórn leggur áherslu á í ljósi þessa:
Í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007 segir í 16. gr. að megin starfsstöðvar þjóðgarðsins skulu staðsettar í Ásbyrgi, Mývatnssveit, Skriðuklaustri, Hornafirði, Skaftafelli og Kirkjubæjarklaustri. Annað hvort er búið að byggja gestastofur eða undirbúningur langt kominn (Kirkjubæjarklaustur), á öllum þessum stöðum, nema í Mývatnssveit. Um meginstarfsstöðvar Vatnajökulsþjóðgarðs er einnig fjallað um í reglugerð 608/2008 um Vatnajökulsþjóðgarðs og í stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Í drögum að nýju frumvarpi um Hálendisþjóðgarð segir í 12. grein að þjónusta og upplýsingar séu veittar á meginstarfsstöðvum Hálendisþjóðgarðs „og skal a.m.k. ein meginstarfsstöð rekin fyrir hvert rekstrarsvæði þjóðgarðsins. Um þjónustu og upplýsingagjöf í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. rekstur gestastofa og þjónustustöðva, fer að öðru leyti skv. ákvæðum laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.“
Hér hefur því verið beygt af leið og ekki tryggt að næsta gestastofa rísi í Mývatnssveit líkt og skýrt var kveðið um í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð. Þetta eru gríðarleg vonbrigði og í raun svik við Mývetninga. Þetta er einnig á skjön við áherslur þverpólitískrar nefndar um Hálendisþjóðgarð samkvæmt skýrslu sem hún skilaði frá sér um Hálendisþjóðgarð í desember 2019. Í skýrslu nefndarinnar segir á bls. 41:
„Af þessum stöðum hafa fjórar miðstöðvar þegar verið byggðar og eru komnar í rekstur innan Vatnajökulsþjóðgarðs: Í Ásbyrgi, Fljótsdal, á Höfn í Hornafirði og í Skaftafelli. Aðrir tveir staðir fyrir þjóðgarðsmiðstöðvar eru tilgreindir sérstaklega í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð, Kirkjubæjarklaustur (hönnun lokið og framkvæmdir að hefjast) og Mývatnssveit (á undirbúningsstigi). Nefndin telur sjálfsagt að vinna út frá því að þessir staðir sem þegar eru í rekstri eða ákvörðun hefur verið tekin um verði þróaðir áfram sem hluti af innviðum hins nýja þjóðgarðs.“
Í skýrslunni á bls. 51 segir jafnframt:
„Tryggt verði sérstaklega að miðstöðvar sem þegar hefur verið mörkuð stefna um að byggja upp í Vatnajökulsþjóðgarði verði kláraðar, þótt útfærsla og markmið taki breytingum m.t.t. markmiða með stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.“
Sveitarstjórn Skútustaðahrepps leggur áherslu á að afar mikilvægt er að halda inni í lögum um Miðhálendisþjóðg ákvæði um gestastofu í Mývatnssveit svo staðið verði við þau áform og loforð sem gefin voru um málið á sínum tíma. Sveitarstjórn hefur þegar bókað um mikilvægi gestastofu og hóf undirbúning að staðsetningu og þarfagreiningu fyrir ári síðan að ósk Vatnajökulsþjóðgarðs. Á 47. fundi svæðisráðs Vatnajökulsþjóðgarðs 2017 var bókað um mikilvægi gestastofu í Mývatnssveit sem og á stjórnarfundi Vatnajökulsþjóðgarðs 17. maí 2017.
Sveitarstjórn telur jafnframt sameiningu Vatnajökulsþjóðgarðs og Hálendisþjóðgarðs sé jákvætt skref en gangi hins vegar ekki nógu langt. Sveitarstjórn ítrekar fyrri umsagnir sínar þar sem lögð var áherslu á að ekki verði búin til ný stjórnsýslueining með Hálendisþjóðgarði heldur verði allir þjóðgarðar landsins sameinaðir undir einni stofnun og þar með eitt rekstrarsvæði þar sem sveitarfélögin eigi sína fulltrúa í stjórn þjóðgarðsins. Með því næst betri yfirsýn um rekstur þjóðgarðanna og önnur friðlýst svæði, stefnumótunin verður markvissari og betri tenging við sveitarfélögin í landinu. Mikilvægt er að staða annarra þjóðgarða verði metin saman í þessu samhengi. Því leggur sveitarstjórn áherslu á að þjóðgarðarnir á Þingvöllum og Snæfellsjökli falli einnig um Hálendisþjóðgarðinn þannig að úr verði ný sameignleg og kraftmikil stofnun.
Önnur mikilvæg atriði:
- Mikilvægt er að tryggja fjármagn til starfsemi og rekstrar Hálendisþjóðgarðsins, ekki síst svo fulltrúar sveitarfélaganna sem sitja í svæðisráðum fái greidd laun fyrir stjórnarsetu en til þessa hafa sveitarfélögin borið kostnaðinn af stjórnarsetunni.
- Afar mikilvægt er að skipulagsvald sveitarfélaga verði virt og á engan hátt skert. Með stofnun þjóðgarðsins er verið að færa skipulagsvaldið að hluta til stjórnunar- og verndaráætlana, slíkar áætlanir mega aldrei takmarka eða ganga á skipulagsvald sveitarfélaganna og er það ákvæði í frumvarpinu ekki nógu skýrt.
- Löng hefð er fyrir nýtingarétti á miðhálendinu eins og veiðirétti og upprekstrarrétti. Afar mikilvægt að svo verði áfram svo sátt náist um starfsemi þjóðgarðsins.
- Löng hefð er fyrir minka- og refaeyðingu og vargeyðingu í Mývatnssveit til að vernda lífríki náttúrunnar eins og kveðið er á um í stjórnar- og verndaráætlun Mývatns og Laxár. Ekkert er minnst á þetta í frumvarpinu. Afar mikilvægt er að minka-, refa- og vargeyðing verði áfram heimil svo sátt náist um starfsemi þjóðgarðsins.
- Tillögur að helstu áherslum í atvinnustefnu og greining tækifæra með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf á eftir að útfæra og þarf að gerast í samráði við sveitarfélögin. Það á einnig við um verndar- og nýtingaáætlun.
- Stærsti hluti lands innan miðhálendislínunnar eða um 85% er þjóðlenda og/eða þegar friðlýst svæði innan afmörkunarinnar, sem byggir á almennri afstöðu nefndarinnar. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur að ekki séu forsendur til að útvíkka mörk hálendisins umfram það sem nefndin leggur til á þessu stigi, án þess að útiloka frekar útvíkkun þegar fram líða stundir.
- Enginn virkjunarkostur í Skútustaðahreppi fellur innan afmörkunar miðhálendislínununnar sem er í nýtingaflokki en Hrúthálsar eru í biðflokki. Engu að síður er mikilvægt að benda á að nýting endurnýjanlegrar orku á hálendinu getur skipt máli fyrir þjóðarhag. Mikilvægt er að miðhálendisþjóðgarður hamli ekki áframhaldandi rekstri orkumannvirkja en samkvæmt gildandi rammaáætlun og skýrslu verkefnisstjórnunar 3. áfanga eru virkjunarkostir í nýtingaflokki. Mikilvægt er að meta þessa hluti heilstætt og þar með þau áhrif sem friðanir og friðlýsingar munu hafa á nauðsynlega auðlindanýtingu í þágu orkuvinnslu enda getur hún farið mjög vel saman við meginmarkmið friðunar að öðru leyti, enda sé gætt ítrustu mótvægisaðgerða. Tekið er undir að skynsamlegt er að skipta miðhálendisþjóðgarði í nokkra verndarflokka, ekki er andstætt IUCN flokkun að skilgreina orkuvinnslusvæði innan þjóðgarðs.
F.h. sveitarstjórnar Skútustaðahrepps
Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri
Umhverfis og auðlindaráðuneytið.
Mál nr 317/2019
Efni: Drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð og drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
Stjórn Fallastakks/ Glacier Journey leggjast alfarið gegn því að Hálendisþjóðgarður verði stofnaður .
Vatnjökulsþjóðgarður er nú þegar fjársveltur og engi teikn á lofti um breytingar þar um.
Á meðan ekki er til fjármagn til innviða uppbygginu í VJÞ sjáum við ekki ástæðu til stofnunar Hálendisþjóðgarðs og alls ekki af þessari stærðargráðu sem stefnt er að.
Að okkar mati ætti leggja allt kapp á uppbygginu innviða og klára vinnu við stjórnunar og verndaráætlun VJÞ áður en ráðist er í stofnun annara þjóðgarða.
Virðingarfyllst
Stjórn Fallastakks/Glacier Journey
10. 2001008 Frumvarp um stofnun miðhálendisþjóðgarðs-bókun Skaftárhrepps.
D listinn í Skaftárhreppi sendir frá sér eftirfarandi ályktun:
„Miðhá¬lendi Íslands er víðfeðmt svæði þar sem
fjöl¬breytt starf¬semi fer fram á veg¬um ólíkra hópa
sam¬fé¬lags¬ins sem eiga það sam¬eig¬in¬legt að þykja vænt
um há¬lendið og nátt¬úru þess. Miðhá¬lendið á sér langa
sögu sem teng¬ist auðlinda¬nýt¬ingu og byggð í land¬inu.
Skipu¬lag og gagn¬sætt fyr¬ir¬komu¬lag um vernd- og nýt¬ingu er
mik¬il¬vægt til að fólk og fyr¬ir¬tæki geti nýtt sér allt
það sem há¬lendið hef¬ur upp á að bjóða á sjálf¬bær¬an
hátt, hvort sem það er til verðmæta¬sköp¬un¬ar,
afþrey¬ing¬ar eða lýðheilsu.
D listinn í Skaftárhreppi leggur áherslu á að öll undirbúningsvinna
fari fram í samvinnu með
aðliggj¬andi sveit¬ar¬fé¬lögum og hags¬munaaðilum.
Hvað ork¬u¬nýt¬ingu og orku¬dreif¬ingu snert¬ir skuli þess gætt að
unnið verði
fullu í sam¬ræmi við áætlan¬ir Alþing¬is. Mik¬il¬vægt er að
þjóðgarður¬inn skuli byggður upp á sam¬starfs¬samn¬ing¬um um
innviði og rekst¬ur þjóðgarðsins, og að slík¬ar áætlan¬ir
liggi fyr¬ir áður en þjóðgarður verði stofnaður. Þá skal
leit¬ast við að rekst¬ur þjóðgarðsins verði eins sjálf¬bær
og unnt er, helst að fullu.
D listinn í Skaftárhreppi minnir á að skipulagsvald liggur hjá
sveitarfélögum og mikilvægt að standa vörð um að svo verði áfram.
Á vettvangi SASS hefur verið skipuð
verkefnisstjórn 12 sveitarfélaga á Suðurlandi til að vinna
svæðisskipulag á Suðurhálendinu. Sú verkefnastjórn er skipuð
fulltrúum sveitarfélaga á Suðurlandi sem eiga land og eða hagsmuni
að gæta.
D listinn lítur svo á að undirbúningi sé hvergi nærri
lokið og eðlilegt sé að í áframhaldandi undibúningsvinnu verði haft
samráð við ofangreinda
verkefnisstjórn auk sveitarstjórna allra sveitarfélaga sem land eiga að
fyrirhuguðum Miðhálendisþjóðgarði
Z listinn í Skaftárhreppi sendir frá sér eftirfarandi ályktun:
Frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa Lakagígar sem eru á hálendi Skaftárhrepps tilheyrt þjóðgarðinum. Síðar fór stórt landsvæði við Eldgjá og Langasjó undir þjóðgarð. Með starfsemi hans hefur landvarsla á hálendinu yfir sumarið eflst og stuðlað að betri stýringu ferðamanna, sjálfbærri nýtingu á svæðinu og uppbyggingu innviða. Auk þessa hefur þjóðgarðurinn rekið gestastofu á láglendi sem miðlar upplýsingum til ferðamanna um veður og færð, aðgengi að hálendinu, ábyrga ferðahegðun, markverða staði, þjónustu og afþreyingu í sveitarfélaginu . Nú eru þrír starfsmenn í heilsárstarfi og þar við bætast um 10 sumarstörf innan sveitarfélagsins. Samstarf sveitarfélagsins og þjóðgarðsins hefur verið mjög gott, hefðbundin nýting lands svo sem beit, smalanir og veiðar eru sjálfsagður hluti af þjóðgarðinum en stór hluti afréttarlanda bænda í Skaftárhreppi eru innan hans.
Byggt á þessari reynslu er það skoðun okkar að Hálendisþjóðgarður verði leið til að auka sérfræðiþekkingu um uppbyggingu og rekstur ferðamannastaða í sveitarfélögum. Hann geti stuðlað að sjálfbærri nýtingu með fræðslu, stjórnun og uppbyggingu innviða. Jafnframt er bent á að verkefnið er mikil áskorun, krefst aukins fjármagns og mikilvægt er að rekstur hvers hluta hálendisþjóðgarðsins verði í nærsamfélögum hans.
Sameining stofnana
Z listinn í Skaftárhreppi telur að miklir kostir séu samfara því að sameina og styrkja stjórnsýslu og almenna ummönnun þjóðgarða og náttúruverndarsvæða. Í sumum tilfellum hafa tvær stofnanir komið að umsýslu og uppbyggingu svæða á nærliggjandi landsvæðum án þess að samnýtt sé þekking, starfskraftar og tækjabúnaður. Með sameiningunni gefst tækifæri til að efla þekkingu og uppbyggingu og stjórnun á smærri svæðum mun færast nær staðsetningu þeirra.
Nafnið Þjóðgarðastofnun, sem verið hefur vinnuheiti er ekki gott með hliðsjón af stöðu og verkefnum stofnunarinnar. Betra er að nefna stofnunina hugtökum sem byggja á náttúrvernd almennt.
Meðfylgjandi er umsögn sveitarstjórnar Rangárþings eystra.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri.
ViðhengiUmsögn Ungra umhverfissinna er í viðhengi.
ViðhengiUmsögn Ferðamálastofu um Hálendisþjóðgarð
ViðhengiHjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frv. til laga um Hálendisþjóðgarð.
F.h. sambandsins
Guðjón Bragason
ViðhengiUmsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð
ViðhengiVatnajökulsþjóðgarður er á heimsminjaskrá Unesco, rök fyrir því eru m.a.
"Svæðið er einstakt á heimsvísu vegna sköpunarkrafta náttúrunnar, samspils elds og íss og þeirrar jarðfræðilegu fjölbreytni sem af því leiðir"
Gert er ráð fyrir því að Vatnajökulsþjóðgarður verði hluti af Hálendisþjóðgarðinum. Tveir fjölsóttustu ferðamannastaðir VJÞ eru ekki á hálendinu: það eru Jökulsárlón og Skaftafell, sem jafnframt er næstelsti þjóðgarðurinn á Íslandi.
Ég legg til að nafn hins nýja þjóðgarðs verði ekki Hálendisþjóðgarður (enda er sérstaða svæðisins ekki fólgin í hæð yfir sjávarmáli: víða um heiminn má finna landsvæði sem standa hærra í landi en það svæði sem hér um ræðir) heldur nafn sem hefur skírskotun í jökla og eldvirkni. Þar með getur það náð yfir hálendið sem og láglendið – ég minni að jöklar eru síkvikir og í gegnum aldirnar eru það jökulárnar sem hafa haft gríðarleg áhrif á samfélagið, bæði þegar þær byltast og fara yfir landsvæði og vegna þess hve miklir farartálmar þær hafa verið í gegnum tíðina.
Ég hef ekki fastmótaða skoðun á því hvert nafnið ætti að vera en eitthvað í ætt við:
• Þjóðgarður elds og ísa - Fire and ice national park
• Þjóðgarður náttúruaflanna - Nature´s forces national park
• Þjóðgarður eldvirkni og jökla - The national park of volcanic activity and glaciers
Meðfylgjandi eru drög að umsög Ferðafélagsins Útivistar um drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð.
ViðhengiHér með er mótmælt orðalaginu “heilbrigð útivist”. Hálendi okkar og aðgengi að því á ekki að vera háð skilgreiningu á orðalagi.
Hér leikur grunur á að stefna stjórnvalda sé að takmarka umferð fjórhjóladrifinna bíla. Hafa verður í huga að öll slík takmörkun er takmörkun á rétti hreyfihamlaðra til að njóta hálendi Íslands. Það eru mannréttindi okkar að það sé engin skilgreining á því hvernig njóta megi hálendis Íslands.
Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi
Auður
ViðhengiUmsögn sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar frá 16. janúar 2020.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar telur að gott samráð hafi verið haft við sveitarstjórnir á svæðinu við undirbúningsvinnu að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Sveitarstjórn er jákvæð gagnvart stofnun slíks þjóðgarðs en telur mikilvægt að eftirfarandi sé haft til hliðsjónar:
Umræðan hefur snúist mikið um orkunýtingu og raforkuflutning en gert er ráð fyrir að orkunýting innan þjóðgarðs taki mið af stefnu stjórnvalda hverju sinni. Þriðji áfangi verndar- og orkunýtingaráætlunar (rammaáætlun) er enn óafgreidd á Alþingi. Þá er ekki gert ráð fyrir að háspennulínur í lofti verði leyfðar innan þjóðgarðs. Það er álit sveitarstjórnar að nauðsynlegt sé að útkljá ágreining um þessi atriði.
Hálendisþjóðgarður getur haft jákvæð áhrif á byggðaþróun í nærliggjandi byggðum en til þess að svo geti orðið þarf að tryggja fjármagn til innviðauppbygginga svo sem uppbyggingu vega og þjónustumiðstöðva sem tryggir gott aðgengi að garðinum.
Hjálögð er umsögn Bændasamtaka Íslands um mál nr. 317/2019.
ViðhengiLandssamtök ferðaþjónustufyrirtækja í heilsársþjónustu á hálendi Íslands FETAR, leggja eindregið til við ráðherra umhverfis- og auðlindamála að vinnslu frumvarps um “hálendisþjóðgarð” og “þjóðgarðastofnun og þjóðgarða hinsvegar” verði frestað um eitt ár og tíminn nýttur til samráðs við þá fjölmörgu hagsmunaaðila sem eiga hagsmuna að gæta við samþættingu náttúruverndar og nýtingar hálendisins.
Frumvörpsdrögin tvö eru:
Nr.S-317/2019 18.12.2019 Drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð.
Nr.S-318/2019 18.12.2019 Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.
Ráðherra umhverfismála hefur haldið marga kyningarfundi þar sem hugmydir um náttúruvernd eru kynntar. Það er sérstaklega jákvætt og á umhverfisráðherra hrós skilið fyrir það frumkvæði. En betur má ef duga skal.
Ljóst er að þrátt fyrir að ráðherra hafi staðið fyrir kynningum á þessum frumvarpsdrögum, vantar mikið upp á samráð. Þetta er sérstaklega bagalegt þar sem einmitt þeir aðilar sem starfa við hálendisferðir þurfa að setja fram sín sjónarmið og sérþekkingu ef vel á að takast til með stjórnun og rekstur á hálendinu.
Rétt er að benda á að beiðni frá stjórn FETAR um fund með umhverfisráðherra lá í ráðuneytinu mánuðum saman áður en fundarbeiðninni var hafnað án afsakana. Stórn FETAR hefur kannað meðal annar félagasamtaka hvernig samráði hefur verið háttað við undirbúinng frumvarpanna og ber allt að sama brunni; í raun hefur ekkert raunverulegt samráð verið haft. Þó hafa öflugustu aðilar eins og sveitarfélögin sjálf ekki látið sniðganga sig.
Ljóst er að þegar svo risavaxið mál sem hér er á ferðinni getur ekki endað vel án samráðs við fag- og hagsmunaaðila sem starfa á hálendinu. Útilokað er að örfáir starfsmenn úr innsta hring um ráherra geti einir og óstuddir breytt stjórnsýslu þriðjungs Íslands svo vel sé. Allra síst getur svo þröngur og einsleitur hópur fólks komið á regluverki sem tryggir farsæla samþættingu sívaxandi ferðaþjónustu og náttúruverndar. Sama hversu margar einhliða kynningarfundir haldnir og tilkynningar eru sendar út.
Rétt er einnig að benda á að þegar svo stór hluti Íslands er færður undir vald eins ráðherra er jafnvel gengið gegn stjórnarskrá og lýðræðislegri stjórnskipan landsins.
Sem betur fer er hér farið að lögum um athugsemdir í samráðsgátt. En hér stefnir í stórlsys í stjórnskipan landsins. Það getur tekið mörg ár að vinda ofan af mistökum í svo djúpstæðum breytingum á stjórn- og valdskipan stórs hluta landsins.
Stjórn FETAR er sannfærð um að samþætta má metnaðarfulla uppbyggingu ferðaþjónustu annarsvegar og verndun íslenskrar náttúru svo hagsmunir komandi kynslóða séu tryggðir. En það getur aðeins gerst með ítarlegu og vönduðu samráði.
Landssamtökin FETAR krefjast þess að frekari þingmeðferð frumvarpsdraganna verði frestað um eitt ár meðan farið er í skipulagt samráð við aðila ferðaþjónustunnar og aðra hagsmunaaðila sem tengjast hálendinu.
Jón Baldvinsson.
Formaður stjórnar FETAR.
Háttvirtu viðtakendur.
Með þessu frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð er umhverfisverndar öfgamaður sem tímabundið situr á stóli umhverfisráðherra að leggja drög að því að hindra frekari virkjanamöguleika og þar með hugsanlega framtíðar uppbyggingu og framfarir í landinu. Þessum áformum mótmæli ég undirritaður harðlega og tel algjörlega ótímabært að svona fari fram og tel þess háttar ákvörðun þurfa mun víðtækara og meira samráð meðal landsmanna.
Virðingarfyllst,
Hjörvar O Jensson 090848-3649
Melalind 8, 201 Kópavogur.
Þessum frumvarpsdrögum og rökstuðningi fyrir þeim verður best lýst með orðinu: arfavitlaust.
Tilgangur umhverfisráðherra er að færa stóran hluta af landsvæði Íslands undir ævarandi stjórn ríkisins þar sem bannað verður að nýta öll gæði landsins, nema þá eingöngu til að "labba um" og "horfa á".
Bannað verður að leggja þarna vegi, bannað verður að byggja þarna og selja fasteignir, bannað verður að virkja þarna fallvötn eða jarðhita, bannað verður að vinna verðmæt efni úr jörðu, bannað verður að stunda matvælaframleiðslu, o.s.frv. Sem sagt, ráðherra og vinstrisinnuð skoðanasystkin hans vilja banna Íslendingum af lifa af gæðum landsins.
Ég skora hér með á þingmenn að hafna þessum drögum alfarið. Allar aðgerðir og orðræða núverandi umhverfisráðherra, sem ekki er kjörinn fulltrúi á Alþingi, eru til vitnis um þröngsýnar og einstrengingslegar skoðanir hans, sem helgast af barnaskap og marxisma.
Útdráttur: Frumvarpið er ekki svar við ákalli náttúruverndarhreyfingarinnar um að víðerni hálendisins verði varin fyrir virkjanaframkvæmdum. Frumvarpið er í andstöðu við 47. gr. náttúruverndarlaga, sem bannar stórframkvæmdir innan þjóðgarða, og það er óviðunandi að umhverfisráðherra ætli að veikja þetta verndarákvæði laganna eins og lagt er til í frumvarpi um Þjóðgarðastofnun. Sú útfærsla á þjóðgarði sem lögð er til í frumvarpi um Miðhálendisþjóðgarð er ekki verndaraðgerð til langs tíma, heldur verður það áfram komið undir pólitískum vilja og áherslum hvers tíma hvort víðernum hálendisins verði raskað á óafturkræfan hátt. Ellefta grein frumvarpsins gerir það að verkum að þjóðgarðurinn stenst ekki viðmiðanir verndarflokka IUCN. Með frumvarpinu eru þjóðgarðar gildisfelldir sem náttúruverndaraðgerð, bæði í lagalegu og menningarlegu tilliti.
ViðhengiAthugasemdir við mál nr. 317/2019 í samráðsgátt stjórnvalda „Drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð“
Fyrst vil ég nefna það að ég styð heilshugar þjóðgarð á hálendi Íslands en ekki með þessum formerkjum eins og nefnd eru í frumvarpsdrögunum.
Athugasemdir mínar eru í viðhengi.
ViðhengiMargir velta fyrir sér þýðingu miðhálendisþjóðgarðs þessa dagana í tengslum við frumvarp umhverfisráðherra sem byggir á afrakstri vinnuhóps sem unnið hefur með málið um langa stund og skilað af sér. Mig langar að leggja orð í belg og segja hvaða þýðingu það hefur fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð að 56% sveitarfélagsins er innan þjóðgarðsmarka Vatnajökulsþjóðgarðs.
Í fyrsta lagi þá hef ég engan Hornfirðing hitt ennþá, sem myndi svara því í dag, 11 árum eftir stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs, að best væri að hætta við að hafa þjóðgarð. Snúa til baka og leggja hann niður. Þeir eru hins vegar margir sem benda á mikilvægi þess að efla Vatnajökulsþjóðgarð enn frekar og renna styrkari stoðum undir starfsemi hans.
Í öðru lagi starfa 40 manns fyrir Vatnajökulsþjóðgarð á suðursvæði hans. Langflestir þeirra eru háskólagengnir einstaklingar, sem sinna landvörslu, fræðslu og stýringu ferðamanna um þjóðgarðinn og náttúruperlur hans. Þannig stendur þjóðgarðurinn undir umsvifamikilli atvinnustarfsemi í heimabyggð eða nærsamfélagi sínu sem er mikilvægur liður í jákvæðri byggðarþróun. Unga fólkið af svæðinu sækir aftur heim að námi loknu í þau störf sem meðal annars þjóðgarðurinn býður.
Í þriðja lagi hefur Vatnajökulsþjóðgarður rennt stoðum undir hefðbundna landnýtingu sem er heimil rétthöfum landsins og þeim sem leyfi sækja. T.d. er hreindýraveiði og fuglaveiði leyfð innan þjóðgarðsins, sem og sauðfjárbeit, sé hún hófleg og hefðbundin. Í gegnum stjórnunar- og verndaráætlun fyrir þjóðgarðinn fara svæðisráð hvers svæðis með afskipti og stjórnun um hvernig að þessari nýtingu er staðið. Svæðisráðin móta einnig skipulagsáætlanir innan þjóðgarðsins. Svæðisráðin eru fjölskipuð af heimafólki að mjög miklum meirihluta. Sem dæmi skipa 6 aðalmenn og 6 varamenn Svæðisráð suðursvæðis. Af þeim eru 10 sem búa í Austur-Skaftafellssýslu eða Sveitarfélaginu Hornafirði.
Allt tal um að sveitarfélagið missi skipulagsvaldið við að setja svæði undir þjóðgarð er því hreint og klárt bull. Miklu nær er að halda því fram að skipulagið sé nær þeim hagsmunaaðilum sem hafa með þjóðgarðinn að gera. Og í frumvarpi umhverfisráðherra hefur enn verið bætt um betur, því fulltrúar bænda eiga að eiga aðild að svæðisráðum, samkvæmt tillögu frumvarpsins.
Sumir sveitarstjórnarmenn og hagsmunaaðilar í Sveitarfélaginu Hornafirði og á Suðurlandi gagnrýna áformin um þjóðgarð og segja að ekki sé tímabært að stækka Vatnajökulsþjóðgarð eða stofna Miðhálendisþjóðgarð, sökum þess að það eigi eftir að klára vinnuna við núverandi þjóðgarða. Ekki hafi tekist að fjármagna þá og mörg álitamál séu óleyst, eins og stjórnunar- og verndaráætlun og atvinnustefna. Það er vissulega rétt og góð ábending að það er mikilvægt að leysa þessi mál í samtali við ríkið og með sem breiðustu sátt.
Hvað á fólk við með "að klára Vatnajökulsþjóðgarð"? Hvenær verður það verkefni annað en í stöðugri þróun og í samtali og samráði milli allra þeirra hagsmuna sem þar eru og verða? Ég held að fólk verði að átta sig á því að verkefni eins og stjórnun nytja og náttúruvernd í sameign sem þjóðlendur og þjóðgarðar eru, er verkefni sem klárast aldrei. En ramminn og leikreglurnar sem settar eru hér fram í þessu frumvarpi eru á þann hátt að sveitarstjórnir og hagsmunaaðilar mega mjög vel við una að mínu mati.
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur þá sérstöðu innan Vatnajökulþjóðgarðs að vera eitt um að skipa í svæðisráð Suðursvæðis eins og staðan er núna. Önnur svæði eru skipuð fólki úr tveimur eða fleiri sveitarfélögum. Samkvæmt frumvarpsdrögunum munu Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur mynda Suðursvæði nýs þjóðgarðs með Sveitarfélaginu Hornafirði. Það hugnast mér vel enda sé ég mörg tækifæri í samstarfi við þessi góðu nágrannasveitarfélög. Ég vona að þessi samvinna geti orðið upptaktur að frekari samvinnu og jafnvel sameiningu þessara sveitarfélaga seinna meir.
Rökin fyrir jákvæðum áhrifum þjóðgarðs í heimabyggð eru mun fleiri, en þessi helstu sem hér hafa verið talin upp. Ég minni á að hugmyndin og frumvarpið um Miðhálendisþjóðgarð byggir á sömu hugmyndafræði og Vatnajökulsþjóðgarður. Grasrótin ræður ferðinni og skipulagið er einskonar neðanfrá og upp „bottom up“ skipulag, þar sem vilji og aðkoma heimamanna úr grasrótinni ræður í veigamiklum atriðum.
Sæmundur Helgason, sveitarstjórnarmaður á Höfn.
Ég undirritaður vil hér með mótmæla hugmyndum um gerð hálendisþjóðgarðs.
Ég hef notið þess að ferðast um hálendi Íslands í um 50 ár bæði sumar og vetur. Ég óttast að ferðafrelsi verði verulega skert ef af stofnun hálendisþjóðgarðs verður. Ég tel að þarna sé um að ræða tæki í þágu öfgafullra aðila sem vilja banna umferð allra sem ekki ferðast um landið nema gangandi. Það er líklega meginmarkmið öfgasinna að loka sem flestum vegum og eða slóðum fyrir ökutækjum og bendi ég á t.d. Vonarskarðsleið sem lokað var af aðilum sem standa að Vatnajökulsþjóðgarði.
Á ferðum mínum um hálendið að sumarlagi hef ég ekki ekið utan slóða eða hálendisvega og þannig er með langflesta en líklega eru þeir sem eru brotlegir fyrst og fremst erlendir aðilar á bílaleigubifreiðum.
Á sínum tíma barðist einn af þessum ögfafullu aðilum sem þá var þingmaður fyrir því að banna vélsleðaferðir um hálendið vegna þess að sleðarnir gerðu svo ljót för í snjóinn! Sem betur fer náðist það bann ekki þá en hvað verður nú ef af stofnun þjóðgarðs verður. Hugsanlega verða líka bannaðar jeppaferðir á snjó en þeir gera enn dýpri för en vélsleðar.
Á fundi með umhverfisráðherra spurði ég um hversu mikið af ferðafólki færi um hálendið utan hefðbundinna ferðamannastaða svo sem Hveravalla, Kerlingafjalla, Gullfoss Geysis o.s.f., en þeir staðir eru flestir eða allir nú þegar friðlýstir. Við því voru ekki svör.
Ég tel að ekki sé nauðsyn til að friða eða gera að þjóðgarði svæði utan þess sem nú þegar er friðlýst.
Ef af hálendisþjóðgarði verður þá eru líkleg ákvæði um að ekki sé heimil umferð um 70% af þjóðgarði nema eftir afmörkuðum merktum stígum. Hvað þýðir það ? Við því fengust ekki svör á umræddum fundi. Er líklegt að 70% af þessu svæði verði einungis með afmarkaða síga sem þá væntanlega eru einungis fyrir gangandi umferð. Hvað verður svo um uppbyggingu aðstöðu fyrir ferðamenn á þessu svæði. Það hefur verið kvartað yfir því að ferðafólk geri þarfir sínar hvar sem er meðal annars í görðum landsmanna. Hvernig verður þá hálendið ef um verður að ræða mikla aukningu ferðamanna um óbyggðirnar eins og látið er í veðri vaka, fjúkandi klósettpappír um allt vegna þess að aðstaða er ekki til?
Fyrir liggur að nauðsyn er á að tengja betur saman raforku á norður- og suðurlandi en vöntun er á orku m.a á Eyjafjarðarsvæði og víðar svo sem kom fram í óveðri. Ég spurði umhverfisráðherra hvernig orkuöryggi yrði tryggt, en yfirlýst er að loftlínur verða ekki leyfðar. Hann svaraði því til að það væri ekkert mál að leggja jarðkapal það væri bara dýrara og hálendið hentaði vel til þess. Það fer ekki saman við það sem fulltrúar Lamdsvirkjunar segja. Ég hef ekki þekkingu til að meta það en endilega held ég að fulltrúar Landsvirkjunnar séu ekki að fara með einhverja vitleysu.
Þá kom fram í máli ráðherra að málamiðlun öfgasamtaka varðandi virkjunarmál væri að heimila Skrokkölduvirkjun. Aðrir virkjunnarkostir væru ekki heimilir í þjóðgarði nema samkvæmt sérstakri heimild og að uppfylltum mjög ströngum skilyrðum, enda í þjóðgarði eins og ráðherra orðaði það. Væntanlega þýðir það m.a. að virkjun Hagavatns verður óheimil en það hefði heft mikið sandfok af svæði þar sem Hagavatn hefur minnkað verulega, en vatnið hefði verið stækkað í upphaflega mynd með stíflu sem tengdist virkjun á Farinu. Umrætt sandfok hefur mjög slæm áhrif á nærliggjandi svæði meðal annars á gróður.
Ég undirriaður tel að:
• Með þessu frumvarpi sé gerð atlaga að ferðafrelsi á hálendi.
• Með þessu frumvarpi sé gerð atlaga að orkuöflun.
• Með þessu frumvarpi sé gerð atlaga að orkuflutningum í landinu.
• Með þessu frumvarpi sé gerð atlaga að sjálfbærri nýtingu hálendis.
• Með þessu frumvarpi sé skert skipulagsvald sveitarfélaga.
• Með þessu frumvarpi sé öfgafólki og öfgasamtökum fært vopn.
• Með þessu frumvarpi séu lífskjör og möguleikar í landinu skert.
Borgarnesi 19.01.2020.
Guðmundur I. Waage
Kt 020942-2589
"Öngvir treflar fá að ráða nokkru og Bárðdælingar ráða öllu norðan jökla!"
Á nýafstöðnum fundi um hálendisþjóðgarð á Breiðumýri í Reykjadal var þéttsetinn salur , í lok fundar gátu fundarmenn tjáð sig um fyrirætlun stjórnvalda um stofnun þessa þjóðgarðs, nær allir fundarmenn sem tóku til máls voru andsnúnir stofnun þessa miðhálendisþjóðgarðs og virðist þessi sama afstaða hafa verið á öllum fundum umhverfsráðherra á landsbygðinni varðandi þetta mál. Þar sem mikil andstaða er við þessa þjóðgarðsstofnun hjá íbúum sem búa í næsta nágrenni við fyrirhugaðan þjóðgarð er stofnun slíks þjóðgarðs ekki tímabær. Áhugi á þjóðgarðinum virðist fyrst og fremst vera bundin SV horninu fjarri fyrirhuguðum þjóðgarði.
Umhverfis- og Auðlindaráðuneytið
Skuggasundi
101 Reykjavík
Hverjir eru MOI:
Höfum verið með atvinnurekstur á hálendinu frá árinu 1996, þá fyrst með félaginu Fjallamenn ehf og Skálpi ehf frá árinu 2006 til dagsins í dag. Reksturinn hefur verið í landi Geitlands sem er friðland við Langjökul að vestanverðu og í Skálpanesi við Langjökul að austanverðu.
Álit:
Stjórn MOI finnst allt of bratt farið í hlutina með fyrirhugaðri stofnun Miðhálendisþjóðgarðs þar sem 32% af Íslandi liggur undir. Inni í þessari tölu er Vatnajökulsþjóðgarður og nokkur friðlönd. Það væri nær að taka þetta í smærri skrefum og sinna friðlöndunum fyrst og sjá hvernig það muni ganga fyrir sig.
Ljóst er að ferðaþjónustan mun ekki drífa hagkerfið áfram með sama krafti og verið hefur. Samdráttur er í heiminum almennt, vextir hafa lækkað verulega og eru neikvæðir víða erlendis. Sem veldur því að efnahagsmál eru víða í frosti.
Stjórnkefi Miðhálendisþjóðgarðs:
Okkur hugnast ekki uppstilling á stjórn fyrirhugaðs Miðhálendiðsþjóðgarðs. Svæðisstjórnir með sæti í stjórn þjóðgarðsins. Þar eiga sæti sveitastjórnir, félagasamtök og ferðaþjónustan. Heimamenn munu missa stjórn yfir sínum svæðum og munu lenda í minnihluta yfir sínum svæðum í stjórn Miðhálendisþjóðgarðs. Sé ekki hvaða erindi félagasamtök eigi í stjórnir þjóðgarða. Ferðaþjónustan vinnur í samkeppnisumhverfi og því óeðlilegt að sumir innan ferðaþjónustunnar lenda í stjórnum en aðrir utan. Þetta fyrirkomulag mun alltaf vekja upp spurningar varðandi vanhæfi og vekja upp deilur varðandi sanngjarna úrvinnslu mála. Bændur hafa verið verið að nýta og græða landið frá landnámi. Þeir fá einn mann í svæðisstjórn sem er mikil skerðing.
Það þarf vart að taka það fram að fulltrúar sveitastjórna eru lýðræðislega kjörnir fulltrúar síns sveitafélags. Stjórn fyrirhugaðs þjóðgarðs verða það ekki, þeir munu sitja í valdamikilli stjórn á allt örðum forsendum en lýðræðislega kjörnir fulltrúar.
Stjórnin er of valdamikil þar sem hún getur breytt reglum við setningu nýrrar stjórnunar og verndaráætlunar. Þetta ákvæði ætti er vera í höndun æðra stjórnvalds.
Skipulagsmál:
Landskipulagsstefna er ekki nefnd í drögum um hugsanlegan Miðhálendisþjóðgarð og enn minna fer fyrir umhverfismati Skipulagsstofnunar. Hvergi er að finna staf um það að málið hafi verið tekið út með mati.
Aðgengi og samgöngumál:
Varðandi samgöngumál, þá hefur ekkert mátt gera í þeim málum á miðhálendinu, þar sem talið er að það muni skerða víðerni landsins. Ljóst er að núverandi vegakerfi mun ekki þola aukna umferð nema eitthvað verði gert í þeim málum. Mikil loftmengun er á vegum sem byggðir út gosefnum blönduðum brennisteinssýru. Ekki er minnst hver sé stefnan í miðhálendisvegkerfinu. Hvaða vegi eigi að byggja upp og hvort vegum verði lokað. Eins og ástandið er í dag, þá banna bílaleigur viðskiptamönnum sínum að aka bifreiðum þeirra um miðhálendið. Þar sem viðhaldi á vegakefinu er ábótavant.
Lagt er til að þjóðgarðsverðir og landverðir stýri umferð. Staðreyndin er hins vega sú að enginn getur stýrt eða stjórnað umferð nema lögreglan.
Lokaorð:
Mætti á kynningarfundi umhverfisráðherra varðandið Miðhálendisþjóðgarð á Hvolsvelli og í Aratungu. Ekki var hjá því komist að veita athygli að yfirgnæfandi andstaða var við málið á báðum stöðum.
Frumvarp um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs er ekki í tengingu við önnur gildandi lög og vanreifað. Nefni til dæmis lög um þjóðlendur. Frumvarpið er ekki samhengi við gildandi reglur og ekki hæft til þinglegar meðferðar. Það eru margir liðir óútskýrðir og aðrir ekki liðir ekki nefndir. Það er mikið af götum í þessu og þess vegna þarf að vinna miklu meira í þessu.
Virðingafyllst.
Herbert Hauksson
stjórnarf. MOI
ViðhengiHér er umsögn Landssamtaka sauðfjárbænda um drög að frumvarpi til laga um miðhálendisþjóðgarð.
Unnsteinn Snorri Snorrason, Framkvæmdastjóri
ViðhengiGóðan dag
Hjálagt er umsögn frá Fannborg ehf, kt 550764 0169. Eiganda og rekstraraðila Hálendismiðstöðvarinnar í Kerlingarfjöllum
virðingarfyllst
Páll Gíslason
ViðhengiMeðfylgjandi í viðhengi er umsögn Fljótsdalshrepps
Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn
Fh Hveravallafélagsins ehf
Þórir Garðarsson
s 660 1304
ViðhengiHér meðfylgjandi er umsögn Fuglaverndar.
ViðhengiUmsögn við frumvarp Umhverfisráðuneytisins sem fyrirhugað er að leggja fram á vorþingi um stofnun Miðhálendisþjóðgarðs. Gunnar Njálsson
Stefnt er að því að leggja frumvarpið fram á sama tíma og þingsályktunartillaga um vernd og nýtingu landssvæða, svokölluð Rammaáætlun verður lögð fram. Sú tillaga er þegar farin að valda miklum titringi meðal almennings, lögð fram ábreytt frá því að hún var fyrst lögð fram árið 2016 af þáverandi Umhverfisráðherra, Sigrúnu Magnússdóttur. Samkvæmt tillögunni er Skrokkölduvirkjun í nýtingarflokki, virkjun sem Landsvirkjun mun reisa og yrði innan marka hálendisþjóðgarðs. Þetta hefur verið gagnrýnt af mörgum aðilum.
Í tillögunni eru samtals þrettán virkjanakostir í orkunýtingarflokki og biðflokki sem falla innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs. Í drögum að frumvarpi um garðinn sem nú er til umsagnar, er lagt til að innan hans verði leyfðar þær virkjanir sem verði í nýtingaflokki 3. áfanga rammaáætlunar. Áfram yrði svo opið fyrir þann möguleika að virkjanir í biðflokki færist yfir í orkunýtingarflokk og komi þar með til framkvæmda síðar meir. Í báðum tilvikum yrðu skilyrði fyrir nýjum virkjunum innan garðsins þó strangari en þau eru almennt í dag.
Vissulega er nýr hálendisþjóðgarður mikið framfaraskref fyrir land og þjóð, en það er ekki sama hvernig sá þjóðgarður yrði skipulagður og hvernig honum verði stjórnað. Sá liður hefur ekki verið ræddur að ráði. Aðeins munu friðuð lönd og þjóðlendur falla inn í þjóðgarðinn og skipuleggja skal virkjanir innan hans. Ef markmið hans er vernd náttúru, þá er auðséð það að byggja virkjunarmannvirki með uppistöðulónum, skurðum og fleirum virkjunarmannvirkjum, þá yrði það klárlega óafturkræft og samrýmist ekki markmiðum þjóðgarðs eins og það er skilgreint í náttúrverndarlögum. Ekkert umhverfismat vegna fyrirhugaðra virkjana hefur farið fram.
Svona fyrirkomulag er að mínu áliti óhugsandi og kemur ekki til greina. Umhverfisráðherra talar um málamiðlun, þ.e að með því að leifa virkjun við Skrokköldu, Hágöngulóni og víðar, væri í staðinn hægt að vernda Skjálfandafljót, Skaftá og Jökulsárnar í Skagafirði.
Það er að mínu áliti verkefni komandi kynslóða að rífa stíflumannvirkin sem mynda Hágöngulón og það að hafa Vatnajökul og svæði umhverfis hann á Heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna,,Unesco myndi virka niðurlægandifyrir hinn nýja Miðhálendisþjóðgarð þar sem aðaláherslan er virkjunarframkvæmdir vegna stóriðjuathafna erlendra auðhringja.Staðir á heimsminjaskránni draga gjarnan að aukinn fjölda ferðamanna þannig að mikilvægi viðkomandi staða eykst í þjóðhagslegu tilliti. Heimsminjaskráin er talin vera afar öflugt tæki til minja- og náttúruverndar ekki síður en til uppbyggingar vandaðrar ferðaþjónustu í hverju landi. Vissulega ætti allt Ísland að vera einn þjóðgarður og á Heimsminjaskrá Unesco. Mótmæli ýmissa sveitarstjórna er hafa umráð yfir landsvæðum er munu falla inn í þjóðgarðinn eru skiljanleg. Undirritaður skorar á ráðherra að fresta þessu frumvarpi og nota tímann til að útfæra hugmyndina betur, ræða við sveitarstjórnir, hafa metnaðarfyllri vinnubrögð og hafa það að leiðarljósi að náttúran eigi að njóta vafans. Það að ganga svo hratt fram í þessu máli samkvæmt stórnarsáttmála ber vott um léleg vinnubrögð og lélega hæfileika .
Gert: 20.janúar 2020
Gunnar Njálsson Grundarfirði
Meðfylgjandi er umsögn Landsnets um drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð (mál nr. 317/2019).
F.h. Landsnets hf.
Guðjón Axel Guðjónsson
ViðhengiÍ viðhengi má finna sameiginlega umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins.
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram:
-Of mikið vald er sett á hendur ráðherra og réttara væri að Alþingi fengi aðkomu að ákvörðun
um stærð þjóðgarðsins til að tryggja sem mesta sátt.
- Þrátt fyrir að 2/3 orkuframleiðslu landsins fari fram innan fyrirhugaðs þjóðgarðs og kveðið sé
sérstaklega á um atvinnustefnu skortir mjög á aðkomu atvinnulífsins að málefnum
þjóðgarðsins.
- Líklegt er að orkuþörf aukist á næstu árum og óljóst er hvaðan sú orka mun koma,
Hálendisþjóðgarður setur því verulegar skorður að raforkuþörfinni sé mætt.
- Ósamræmi er í því hvort að lög um verndar- og orkunýtingaráætlun eða Hálendisþjóðgarð
muni ráða landnýtingu og þá skýtur skökku við að aðeins megi horfa til virkjanakosta í 3.
áfanga rammaáætlunar þegar vinna við þann 4. er hafin.
- Fullyrðingar og ályktanir ráðherra, sem og í greinargerð, um efnahagsleg áhrif friðlýsinga
standa á brauðfótum og eru málinu ekki til framdráttar.
ViðhengiMeðfylgjandi er sameiginleg umsögn sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, ásamt umsögnum og bókunum hvers sveitarfélags fyrir sig, um Hálendisþjóðgarð.
Sigfús Ingi Sigfússon
Viðhengi Viðhengi Viðhengi Viðhengi ViðhengiHjálagt sendist umsögn stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð.
ViðhengiSveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps vill koma eftirfarandi umsögn á framfæri:
Vinna við Hálendisþjóðgarð hófst í júlí 2016 og í janúar 2020, tæpum fjórum árum síðar er lagt fram frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð. Í frumvarpinu koma fram markmið sem eru nokkuð góð en þrátt fyrir það telur sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepp að verið sé að fara of geyst í stofnun Hálendisþjóðgarðs þar sem um er að ræða um 40% af flatarmáli Íslands. Í greinagerðinni sem fylgir drögum um frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð segir:
“Innan miðhálendisins eru stærstu víðerni landsins og fremur fá og dreifð mannvirki. Víða um heim hafa víðerni minnkað mikið og hið sama er tilfellið hérlendis. Þó eru hér enn ein stærstu víðerni Evrópu og verðmæti þeirra því mikið.”
Sveitarstjórn leggur því ríka áherslu á að mikilvægt sé því að flýta sér hægt, skapa breiðari sátt og vinna málið betur í samvinnu við sveitarfélög og hagaðila. Mörgum spurningum er enn ósvarað og forvinna og gagnasöfnun, sem er grunnforsenda fyrir stofnun Hálendisþjóðgarðs og þjóðgarðastofnunar, hefur langt í frá verið lokið. Sveitarstjórn tekur einnig undir með öðrum umsagnaraðilum og telur að hafa þurfi ákveðin atriði í huga:
-Mikilvægt er að tryggja fjármagn til starfsemi og rekstrar Hálendisþjóðgarðsins, til lengri tíma litið.
-Afar mikilvægt er að skipulagsvald sveitarfélaga verði virt og á engan hátt skert. Með stofnun þjóðgarðsins er verið að færa skipulagsvaldið að hluta til stjórnunar- og verndaráætlana, slíkar áætlanir mega aldrei takmarka eða ganga á skipulagsvald sveitarfélaganna og er það ákvæði í frumvarpinu ekki nógu skýrt.
-Löng hefð er fyrir nýtingarétti á miðhálendinu eins og veiðirétti og upprekstrarrétti. Afar mikilvægt að svo verði áfram svo sátt náist um starfsemi þjóðgarðsins.
-Hálendisþjóðgarður getur haft jákvæð áhrif á byggðaþróun í nærliggjandi byggðum en til þess að svo geti orðið þarf að tryggja fjármagn til innviðauppbygginga svo sem uppbyggingu vega og þjónustumiðstöðva sem tryggir gott aðgengi að garðinum.
-Skoða þurfi hvort Hálendisþjóðgarður þurfi að fara í umhverfismat.
ViðhengiHjálagt er sameiginleg umsögn sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um Hálendisþjóðgarð, ásamt áðursendum umsögnum hvers sveitarfélags.
Viðhengi Viðhengi Viðhengi ViðhengiÁgæti viðtakandi,
Í viðhengi er umsögn SAF um drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð.
Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.
Bestu kveðjur
F.h. SAF
Gunnar Valur
ViðhengiUmsögn frá Rangárþingi ytra
Í samráðsgátt stjórnvalda er óskað eftir umsögnum um drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð og Þjóðgarðastofnun. Þessi tvö frumvörp tengjast með margvíslegum hætti og varla hægt að fjalla um annað þeirra án þess að líta til hins.
Stofnun þjóðgarðs á öllu miðhálendi Íslands er gríðarlega víðtæk ákvörðun og hlýtur að teljast afar metnaðarfull aðgerð og stór í sniðum, jafnvel í alþjóðlegu samhengi. Vísað hefur verið til þess að hér sé verið að fjalla um ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu. Þjóðgarðar eru vel þekkt fyrirbæri á alþjóðlega vísu og búa yfir aðdráttarafli og þekkt er að þeim fylgja ýmsir möguleikar. En að stofna til þjóðgarðs sem nær yfir stóran hluta landsins er af þeirri stærðargráðu að við þurfum að hafa fulla yfirsýn og vissu fyrir því að rétt sé að taka skrefið. Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur skilað inn umsögnum á fyrri stigum málsins og á kjarni þeirra umsagna ennþá við. Þar var bent á að almennt sé ekki nægjanleg samstaða um að stofnað skuli yfir höfuð til þjóðgarðs sem nær yfir allt miðhálendi Íslands. Það sé því enn nokkuð í land að samhljómur sé hjá landsmönnum um slíka aðgerð og greina þurfi betur hverju slíkur allsherjar þjóðgarður, fyrir stóran hluta Íslands, skili þjóðinni. Við höfum því mælst til þess að málið verði rætt frekar og greint áður en lengra verður haldið. Þessi sjónarmið komu afar sterkt fram á fjölmennum fundum sem umhverfisráðherra hélt m.a. hér á Suðurlandi nú á síðustu dögum. Nær allir sem tóku til máls á fjölmennum fundi umhverfisráðherra á Hvolsvelli lýstu yfir efasemdum um málið eða töluðu mjög ákveðið gegn því að stofnaður yrði hálendisþjóðgarður. Það er því langur vegur frá því að sátt sé um málið á þessu stigi hér um slóðir.
Í byrjun desember var birt skýrsla þverpólitískrar nefndar um Hálendisþjóðgarð. Sú skýrsla var afrakstur mikillar vinnu og fundahalda m.a. með sveitarstjórnarfólki um allt land. Starf nefndarinnar snéri að útfærslu á hálendisþjóðgarði en nefndin fjallaði hins vegar ekki um þá grundvallarspurningu hvort stofna ætti slíkan þjóðgarð yfir höfuð. Þessi skýrsla hefur að öllum líkindum verið nýtt til stuðnings við gerð frumvarpstillögunnar en athygli vekur þó að ekki hafa öll lykilatriði skýrslunnar ratað með fullnægjandi hætti inn í frumvarpið sem nú liggur fyrir. Þykir okkur það benda til þess að málið þarfnist frekari ígrundunar og að umræðan þurfi að fá að þroskast meira ef vilji er til þess að skapa góða sátt um þetta risastóra skref. Hér á eftir verða nefnd dæmi um mál sem ekki eru nægjanlega útfærð í þeim frumvarpstillögum sem stjórnvöld hafa nú sett fram.
Eitt af því sem margir hafa áhyggjur af er að samkvæmt frumvarpsdrögunum sé verið að taka skipulagsvaldið af sveitarfélögunum og þynna út áherslur í skipulagsáætlunum þeirra. Þessi mál þarf að fara betur yfir því þó svo að gert sé ráð fyrir að fulltrúar sveitarfélaga myndi meirihluta í svæðisráðum þá er það ekki nógu afgerandi. Ef vilji er til þess að sveitarfélögin haldi áfram sínu skipulagsvaldi óskertu þá hlýtur að liggja beinast við að svæðisráðin séu alfarið skipuð fulltrúum sveitarfélaganna. Samráð mætti hins vegar tryggja við frjáls félagasamtök og aðra þá aðila sem láta sig varða umhverfis- og náttúruvernd og nýtingu hálendisins á breiðum grunni. Fulltrúar sveitarfélaganna eru lýðræðislega valdir til þess að fara með hagsmuni íbúanna hvort heldur sem það snýr að atvinnumálum, náttúruvernd, skipulagsmálum eða öðru sem skiptir máli í þessum efnum – þeir eru því best til þess fallnir að stjórna málefnum þjóðgarðsins ef af verður.
Í ákvæði til bráðabirgða er kveðið á um að við vinnslu fyrstu stjórnunar- og verndaráætlunarinnar fyrir þjóðgarðinn þá skuli stjórn Hálendisþjóðgarðs „líta til“ gildandi skipulagsáætlana á viðkomandi svæðum. Þetta hlýtur að teljast afar veikt ákvæði því ef hugmyndin er að koma skipulagsáherslum viðkomandi sveitarfélaga á framfæri þá hlýtur stjórnunar- og verndaráætlunin að „byggja á“ skipulagsáætlunum sveitarfélaganna. Sveitarfélög landsins leggja gríðarlega vinnu í sitt aðalskipulag á hverjum tíma og vanda þar til verka og því hlýtur aðalskipulagið að vera lagt til grundvallar og á því byggt við gerð stjórnunar- og verndaráætlana. Þá má nefna að sunnlensk sveitarfélög vinna nú sameiginlega að svæðisskipulagi fyrir Suðurhálendið. Slík stefnumörkun hlýtur að vera algjör grunnur fyrir mögulega framtíðar stjórnunar- og verndaráætlun svæðisins en ekki bara eitthvað sem haft er til hliðsjónar.
Í frumvarpsdrögunum er of lítil áhersla lögð á eðlilega nýtingu hálendisins. Í skýrslu hinnar þverpólitísku nefndar þar sem fjallað er um áherslur í stjórnunar- og verndaráætlunum kemur fram það álit nefndarinnar að samráð við hagaðila og eðlileg nýting hálendisins þurfi að liggja til grundvallar löggjöf og/eða áætlunum til stýringar, samhliða náttúruverndarmarkmiðum. Nefndin leggur þannig til að unnið verði með Stjórnunar-, verndar- og nýtingaráætlun í stað Stjórnunar- og verndaráætlunar. Þessa mikilvægu tillögu nefndarinnar er ekki að finna í frumvarpinu en á svo sannarlega heima þar að okkar áliti.
Fleiri mikilvæg atriði má telja fram sem ekki eru nægjanlega skýr í frumvarpinu s.s. þá kafla sem snúa að orkuöflun og dreifingu raforku, samgöngum, fjármögnun og atriði sem talin eru ganga of langt eins og afar umdeild eignarnámsákvæði.
Sveitarfélagið Rangárþing ytra leggur áherslu á að ná þarf betri sátt um málið í heild sinni eigi það fram að ganga með farsælum hætti.
f.h. sveitarstjórnar
Ágúst Sigurðsson
Eldvötn – samtök um náttúruvernd í Skaftárhreppi annars vegar og Náttúruverndarsamtök Suðurlands (NSS) hins vegar ítreka áður framkominn stuðning sinn við stofnun Hálendisþjóðgarðs.
Samtökin leggjast þó alfarið gegn því uppleggi sem birt er í frumvarpsdrögunum, að umfangsmikil virkjanamannvirki eigi að geta rúmast innan Hálendisþjóðgarðs – enda gengur slíkt á engan hátt upp við verndarflokkun Alþjóða náttúruverndarsamtakanna, IUCN, sem eiga sér samsvörun í náttúruverndarlögum nr. 60/2013. Hér virðist eiga að fara „séríslenska leið“ á kostnað náttúruverndar. Slíkt er alvarleg gengisfelling á markmiðum hennar og getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á hugmyndir um náttúruvernd til framtíðar, innan sem utan þjóðgarða.
Eldvötn og NSS árétta mikilvægi þess að náttúruvernd verði ætíð í heiðri höfð við alla stefnumótun varðandi Hálendisþjóðgarð, að sjálfbær þróun verði ávallt höfð að leiðarljósi og að nýting innan þjóðgarðsins verði þannig ekki á kostnað þeirra náttúrugæða sem hann hefur upp á að bjóða. Samtökin leggja áherslu á að náttúruvernd er nýting í sjálfu sér.
Sameiginlegar athugsemdir samtakanna fylgja hér í viðhengi.
20. janúar 2020
f.h. Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi
og Náttúruverndarsamtaka Suðurlands
Ingibjörg Eiríksdóttir
ViðhengiValorka ehf leggur fram eftirfarandi umsögn um fyrirliggjandi lagadrög vegna hálendisþjóðgarðs. Ekki verður annað séð en að frumvarpið sé í nokkuð góðu samræmi við viðhorf nútíma samfélags til náttúruverndar og landnýtingar. Ekki er að sjá að með því sé gengið á rétt bænda eða landeigenda til hefðbundinnar og skynsamlegrar nýtingar afrétta og annarra landgæða. Hinsvegar er með þessu, og réttilega, miðað að því að koma virkri vöktun á meðferð náttúrugæða, og vernda óspillta náttúru; að svo miklu leyti sem það er unnt.
Umræður og umsagnir um lagafrumvarpið hafa all mjög snúist um möguleika til orkuframleiðslu á svæðum innan þjóðgarðsins. Virðast sumir á þeirri skoðun að með þessu séu möguleikar skertir til frekari virkjana á hinu verndaða svæði. Vel má það vera, en sú skerðing jafngildir alls ekki skerðingu á möguleikum þjóðarinnar til að afla sér endurnýjanlegrar orku.
Sjávarfallaorka er langstærsta nýtanlega orkuauðlind Íslendinga. Hún hefur hingað til ekki verið nýtt og Íslendingar eru eftirbátar flestra þróaðra strandþjóða í rannsóknum á þessari miklu orkuauðlind og stuðningi við tækniþróun til nýtingar hennar. Tækni til virkjunar sjávarfallaorku fleygir hratt fram um þessar mundir og margar virkjanagerðir eru í tilraunakeyrslu víða um heim. Eitt fyrirtæki hefur unnið að tækniþróun hérlendis; Valorka ehf, sem þróar tækni til nýtingar hinna tiltölulega hægu strauma sem t.d. er að finna í röstum allt í kringum Ísland. Verkefnið naut um tíma styrkja íslenskra samkeppnissjóða, en hefur nú í tvö ár verið synjað um allan stuðning, á sama tíma og tæknin er komin á stig prófana við raunverulegrar aðstæður og hefur reynst fullkomlega raunhæf. Ástæða þessarar andstöðu við sjávarorkuverkefni er fyrst og fremst það ægivald sem einokunarfyrirækið Landsvirkjun hefur á öllu stjórnkerfi, stofnunum og sjóðum. Landsvirkjun vill engar virkjanir sjá aðrar en hinar hefðbundnu, auk eigin gæluverkefna í vindvirkjun. Allar eru þær virkjanaaðferðir mun skaðlegri umhverfinu en virkjun sjávarfallaorku. T.d. valda vatnsfallavirkjanir ekki einungis óafturkræfu raski og sjónrænum áhrifum í sínu umhverfi, heldur losa steinsteypumannvirkin og jarðraskið gríðarmikið magn gróðurhúsalofttegunda. Sjávarfallavirkjun sú sem Valorka er langt komin með að þróa mun að öllu leyti verða neðansjávar; hún mun verða staðsett um miðdýpi; hún mun ekki hafa nein skaðleg áhrif á lífverur eða annað í umhverfinu; hún verður gerð úr endurvinnanlegum efnum og endurheimtanleg að öllu leyti á fáeinum klukkutímum. Slík virkjun krefst engrar stíflugerðar, vegalagningar né notkunar mengandi steinsteypu. Þó enn sé þróunarferlinu ekki að fullu lokið eru engin vandamál sýnileg sem hindrað geta þennan hverfil í fullnaðarþróun, en viðvarandi andstaða íslenskra stjórnvalda gæti orðið til þess að hrekja þróunarstarfið úr landi. Með því væri þjóðin svipt möguleikum á því að verða leiðandi á heimsvísu í virkjun hægra sjávarfallastrauma.
Það skýtur því nokkuð skökku við þegar því er haldið á lofti að hálendisþjóðgarður sem hér er á döfinni verði til þess að svipta þjóðina tækifærum til frekari virkjunar "endurnýjanlegrar orku". Svo er alls ekki. Valorka leggur ekki mat á aðra þætti þessa frumvarps, en því fer fjarri að það sé ógn við orkuöryggi þjóðarinnar.
Legg til endurbætt verklag hjá umhverfis- og auðlindaráðherra. Ofríki byggt á ofstæki er óviðeigandi í mikilvægu máli í lýðræðisríki. Sjá viðhengi.
ViðhengiÞað er mitt mat að þetta verði ekki Þjóðgarður nema að nafninu til ef sauðfjarbeit verður leyfð áfram. Sama á við um virkjanir. Myndi vilja sjá endurheimt vistkerfa og skógrækt með tegundum sem eru best til þess fallnar á svæðum þar sem það ætti við. Ennfremur myndi ég vilja viðhalda ferðafrelsi á vélknúnum ökutækjum og skotveiði leyfða í einhverju formi.
Ég geri ath við framkomið frumvarp um miðhalendisþjoðgarð.
Ég tel að frumvarpið standist ekki stjórnarskrá, einkum 78. Gr, þar sem réttur sveitarfélaganna til að fara með sín mál er tryggður. Frumvarpið skerðir skipulagsvald sveitarfélaganna með ólöglegum hætti.
Einnig er frumvarpið í andstöðu við þjoðlendulögin, og skerðir afrettareign sveitarfélaganna með ólöglegum hætti.
Virðingarfyllst
Olafur Björnsson hrl.
Hjálögð er umsögn stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð.
Unnur Valborg Hilmarsdóttir
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Verkfræðingafélags Íslands.
ViðhengiFrumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð
Undirrituð fagna stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands
Íslenska hálendið er einstakt á heimsvísu. Þar takast á frumkraftar svo sem eldur, ís, loft, vatn, kuldi og hiti - og móta einstaka náttúru, landslag, lífríki og fegurð. Svo einstök svæði eru ekki einkaeign þess fólks sem lifir hér og nú, heldur eru þau sameign þjóðar og reyndar allra Jarðarbúa. Stofnun þjóðgarða er hin viðurkennda, alþjóðlega aðferð til þess að varðveita svo verðmæt og einstök svæði fyrir núverandi og komandi kynslóðir.
Það tók langan tíma að stofna umhverfisráðuneyti á Íslandi. Fyrsti umhverfisráðherra Íslands skipaði fljótlega nefnd sem koma skyldi með tillögur um hvernig mætti tryggja „verndun þeirrar sérkennilegu og einstæðu náttúru sem einkennir hálendi Íslands“. Sú nefnd benti á að íslenska hálendið væri skipulagsleg heild og yrði að fá stjórnsýslumeðferð samkvæmt því. Frumvarp í þessa veru var lagt fram á 115. löggjafarþingi (1991-1992) en náði því miður ekki fram að ganga. Svo fór að hálendið, þessi sérstæða náttúruheild, var skorin niður í smábúta, þrátt fyrir mikinn ágreining. Með ákvæðum til bráðabirgða í sveitarstjórnarlögum frá 1998 var hálendinu skipt á milli fjölmargra sveitarfélaga, hvert með sín sjónarmið, sérþarfir og skoðanir. Stofnun Hálendisþjóðgarðs er löngu tímabært spor í þá átt að horfa á þetta mikilvæga svæði aftur sem heild.
Þjóðlendur miðhálendisins eru mikilvæg náttúruverðmæti, ekki síður en fiskimið og orkuauðlindir og eru rétt eins og þau verðmæt sameign þjóðarinnar. Meginmarkmið Hálendisþjóðgarðs eru verndun, aðgengi, rannsóknir og fræðsla. Helstu nýmæli frumvarpsins, ásamt frumvarpi um Þjóðgarðastofnun, eru samræmd stjórnun og mikil stækkun á því svæði sem verður talið til þjóðgarða. Þar eru óbyggð víðerni sérstaklega mikilvæg, enda eru þau sífellt að verða fágætari og verðmætari.
Fyrirkomulag stjórnunar
Athygli er vakin á athugasemdum undirritaðra við „Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða“. Þar er lagt til að horft verði heildstætt á náttúruvernd landsins, stjórnun friðlýstra svæða og skipan í öll umdæmisráð landsins hvort sem fulltrúar í þeim búa í sveitarfélögum sem eiga land að Hálendisþjóðgarðinum eða ekki. Slíkt fyrirkomulag teljum við langbest og lýðræðislegast. Ef svo fer að sá besti kostur verði ekki valinn þá gerum við líka athugasemdir við frumvarpið eins og það er nú.
Mesti annmarki frumvarpsins er fyrirkomulag stjórnunar og sé því ekki breytt munu sveitarstjórnarmenn með umboð minna en 8% þjóðarinnar vera ráðandi bæði í umdæmisráðunum sex og í stjórn þjóðgarðsins. Ef það fyrirkomulag verður lögfest verður að líta á það sem bráðabirgðafyrirkomulag. Slíkt fyrirkomulag stjórnunar gildir í fólkvöngum en ekki í þjóðgörðum. Til lengdar verður ekki sátt um slíkt minnihlutavald í stjórnun sem á að teljast dreifstýrð og lýðræðisleg á landi í þjóðareign.
Ofurkapp er lagt á að kjörnir sveitarstjórnarmenn séu ráðandi í stjórnun þjóðgarðsins á kostnað þess að þar sé fólk sem hefur faglega þekkingu á náttúruvernd og stjórnun náttúruverndarsvæða og er síður hagsmunabundið starfsemi í þjóðgarðinum eða nærsveitum hans. Þetta er gert á sama tíma og traust þjóðarinnar til stjórnmálamanna mælist mjög lítið og 16 ára stúlka hlýtur heimsfrægð og aðdáun fyrir að segja við pólitíska leiðtoga heimsins: „Hvernig dirfist þið að hlusta ekki á (náttúru)vísindamenn“
Sveitarstjórnir hafa í tvo áratugi haft lögbundið skipulagsvald á miðhálendinu. Óeðlilegt er að sveitarstjórnum verði til viðbótar færður einhliða ákvörðunarréttur um málefni þjóðgarðsins og ráðstöfunarréttur á landi almennings. Fulltrúar sveitarstjórna ættu ekki að hafa meirihluta í umdæmisráðum, heldur verði meirihlutinn fulltrúar almennings, vísinda og náttúruverndar. Þetta á enn frekar við um stjórn þjóðgarðsins, ekki síst ef sveitarstjórnir hafa meirihluta í umdæmisráðum.
Einfaldast er að bæta úr þessum annmarka með því að bæta við stjórnarfólki sem valið er á forsendum þekkingar á náttúru þjóðgarðsins. Þá verður einnig leystur sá stjórnsýsluvandi sem getur komið upp þegar handhafar skipulagsvaldsins eru í meirihluta við ákvarðanir í málum þar sem sjónarmið þeirra stangast á við önnur sjónarmið í stjórnun þjóðgarðsins. Skipulagsvald sveitarstjórna er eftir sem áður óskert.
Ef haldið er í þann möguleika að fjölga umdæmum og þar með fulltrúum þeirra í stjórn þjóðgarðsins, þarf jafnframt að gera ráð fyrir fjölgun fulltrúa sem óháðir eru sveitarstjórnum og skipulagsvaldi þeirra, sbr. hér að ofan.
Fræðsla og náttúrutúlkun
Í frumvarpinu er vel og rækilega fjallað um stjórnsýslu þjóðgarðsins en minna um eitt meginhlutverk hans náttúrutúlkun og fræðslu. Úr því þarf að bæta. Mikilvægust er fræðsla um náttúru þjóðgarðsins og túlkun sem leiðir til skilnings á henni. En eðlilegt er einnig að í þjóðgarðinum vinni starfsfólk að varðveislu og miðlun menningarerfða í samræmi við samning þar um sem Íslendingar fullgiltu árið 2006.
Orð og orðalag
Í frumvarpinu er málfar víða ónákvæmt og stundum þannig að merking setninga er illskiljanleg. Í 1.gr. þess (og víðar) er skrifað um að vernda „náttúrufar, sögu og menningu“ innan þjóðgarðsins. Í stað orðsins „náttúrufar“ fer oft betur að nota orðið „náttúra“. Einnig er sérkennilegt að tala um að „vernda sögu og menningu“ en skylda er að vernda menningarminjar á landi og varðveita lifandi menningarerfðir.
Í frumvarpinu er stundum notað orðið umhverfi þar sem í raun ætti að nota orðið náttúra, t.d. í orðinu umhverfisverndarsamtök. Orðið umhverfi er víðtækara orð en náttúra, umhverfinu tilheyra t.d. mannvirki, vegir, slóðar o.fl. Tilgangur með stofnun þjóðgarða er fyrst og fremst að vernda náttúru en ekki endilega alla hluta umhverfisins sem þar er.
Þjóðgarðsmörk - virkjanasvæði
Innan þjóðgarða eiga almennt ekki að vera virkjanir eða önnur mannvirki ótengd starfsemi þeirra. Hér er því lagt til að virkjanasvæði verði utan eiginlegra þjóðgarðsmarka. Hins vegar verði skilgreind jaðarsvæði eða grannsvæði þjóðgarðsins sem njóti annars konar verndar.
Hér eru settar fram tillögur til breytinga sem við teljum til bóta og muni styrkja þjóðgarðinn faglega og veita fleirum en nú aðild að stjórnun hans.
Athugasemdir við einstakar greinar frumvarps:
1. gr.
2. mgr.: Aths. Innskotssetningin “eftir því sem við á” er óþörf. Ekki eru færð rök fyrir því í greinargerð að einhverjar takmarkanir geti verið á gildi náttúruverndarlaga innan Hálendisþjóðgarðs.
2. mgr. verði: Lög um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða og lög um náttúruvernd gilda einnig um Hálendisþjóðgarðinn, þ.m.t. ákvæði um verndun náttúru og menningarminja, varðveislu heimilda um sögu þjóðgarðsins og þjóðhætti og um stjórnun, valdheimildir og rekstur.
2. gr.
2. mgr.: Aths. Vísa þarf til skilgreiningar á “miðhálendislínu” og “nágrenni”.
3. mgr.: Viðbót:
3. mgr. verði: Skilgreind verði grannsvæði þjóðgarðsins. Þau eru svæði sem liggja að þjóðgarðinum, eru sýnileg frá honum eða eru hluti af landslags- eða vistheild hans. Mikilvægt er að umferð, starfsemi og framkvæmdir á grannsvæðum þjóðgarðsins taki mið af nálægð við þjóðgarðinn og að þar sé gætt ýtrustu varúðar svo að náttúra þjóðgarðsins spillist ekki né heldur upplifun gesta hans. Sé um að ræða starfsemi eða framkvæmdir á grannsvæðum þjóðgarðsins, sem leyfisskyldar eru samkvæmt lögum, skal leita umsagnar stjórnar þjóðgarðsins áður en leyfi er veitt.
3. gr.
Að „vernda sögu“ þjóðgarðsins - sjá fyrri athugasemd.
Eitt meginmarkmið þjóðgarða er að auka þekkingu á og skilning og virðingu fyrir náttúru og menningarminjum hans. Eðlilegt er að slíkt meginmarkmið fái sérákvæði í þessari grein laganna. Hins vegar má sameina markmið 6. og 7. tl.
Tillaga að breytingum á 3. gr.
Markmið ... er að:
1.tl. verði: Vernda náttúru og menningarminjar þjóðgarðsins, s.s. landslag, víðerni, lífríki, jarðmyndanir og þjóðleiðir.
2., 3. og 4. tl. óbr.
5. tl. verði: Stuðla að rannsóknum í þjóðgarðinum á náttúru hans, sögu og þjóðháttum.
6. tl. verði: Auka, með fjölbreyttri fræðslu og náttúrutúlkun, þekkingu og skilning fólks á gæðum þjóðgarðsins, sérstöðu hans og mikilvægi verndunar hans.
7. tl. verði: Öll nýting á gæðum þjóðgarðsins skal vera sjálfbær um leið og hún eflir samfélag og styrkir byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni hans. Þannig getur starfsemi hans vakið til umræðu og verið hvatning til sjálfbærni á landinu öllu.
8.tl. verði: Stuðla að náttúrulegri gróðurframvindu og endurheimt vistkerfa sem hafa raskast.
9.tl. verði: Varðveita þjóðlendur þjóðgarðsins og varðveita náttúru og menningarminjar þeirra enda eru þær sameign íslensku þjóðarinnar.
10.tl. verði: Stuðla að samstarfi við áhugafélög og sjálfboðaliða um málefni landssvæðisins.
5. gr.
1. mgr.: Í stað “ellefu” komi “tólf” sbr. umfjöllun um fyrirkomulag stjórnunar hér að framan.
1.tl. óbr.
2. tl. Í stað „umhverfisverndarsamtökum“ komi „náttúruverndarsamtökum“. Til viðbótar í þennan tölulið komi:
“Einn fulltrúi með þekkingu á náttúruvernd og þjóðgörðum tilnefndur sameiginlega af opinberum háskólum landsins.”
3. tl. óbr.
4. tl. nýr: Falli atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.
Viðbótarmálsgrein aftast í 5.gr.
Verði: Auk nýrra fulltrúa rekstrarsvæða komi nýir fulltrúar tilnefndir sameiginlega af útivistarsamtökum, náttúruverndarsamtökum, Bændasamtökum Íslands, Samtökum ferðaþjónustunnar og opinberum háskólum.
7. og 8. gr.
Athugasemd: Hlutverk umdæmisráðs innan Hálendisþjóðgarðs (8.gr.) kallar á staðgóða þekkingu og skilning á náttúru umræddra svæða og náttúruvernd. Það er nauðsynlegt að slík þekking og skilningur sé innan umdæmisráðsins. Hana má til dæmis sækja til fagfólks sem vinnur á náttúrustofum og rannsóknasetrum innan umdæmisins og eðlilegt er að fulltrúar þaðan sitji í umdæmisráði.
7.gr.
1. tl.: “Fimm” breytist í “Fjórir”.
2.tl.: Breyting og viðbót.
Verði: Einn fulltrúi tilnefndur af hverjum eftirtalinna aðila: Útivistarsamtökum, náttúruverndarsamtökum, Bændasamtökum Íslands, náttúrustofu eða rannsóknasetri í viðkomandi rekstrarsvæði eða nágrenni þess og einn fulltrúi tilnefndur sameiginlega af ferðaþjónustusamtökum á viðkomandi svæði og Samtökum ferðaþjónustunnar.
4.mgr. „úr hópi fulltrúa sveitarfélaga“ falli brott.
8. gr.
4. tl: Fella má brott “það rekstrarsvæði þjóðgarðsins sem tilheyrir”.
7. tl.: Í stað “rekstraraðila” komi “aðila”.
9. gr.
Athugasemd. Ef í lögunum á að taka sérstaklega fram að þjóðgarðsvörður beri „ábyrgð á fjárreiðum og reikningshaldi“ - þá á enn frekar að taka fram að hann eigi að bera ábyrgð á vernd náttúrunnar og fræðslu um hana. Meginauðæfi þjóðgarðs eru náttúran og þjóðgarðsvörður verður fyrst og fremst að bera ábyrgð á „fjárreiðum“ hennar!
Breyting (viðbót) í upphafi 2. mgr.
Verður: Þjóðgarðsvörður annast daglegan rekstur og stjórn viðkomandi rekstrarsvæðis í samráði við umdæmisráð og forstjóra og samkvæmt starfslýsingu sem forstjóri setur honum. Þjóðgarðsvörður ber ábyrgð á að fylgt sé lögum og reglum um náttúruvernd og umgengni í þjóðgarðinum, að þjóðgarðurinn sé vel kynntur, bæði náttúra hans og starfsemi, og að þar fari fram virk fræðsla og túlkun. Þjóðgarðsvörður ber ábyrgð á fjárreiðum ...
10. gr.
Lagfæringar, niðurfellingar, viðbætur og breytingar
10. gr. verði: Hefðbundin landnýting, s.s. búfjárbeit, fuglaveiði, hreindýraveiði og veiði í ám og vötnum, er rétthöfum heimil í þjóðgarðinum enda séu uppfyllt ákvæði 3. gr. þessara laga. [niðurfelling] Skal sérstaklega fjallað um slíka nýtingu og umferð í stjórnunar og verndaráætlun, sbr. 12.gr. og 13.gr. þessara laga og þess gætt að nýtingin hamli ekki náttúrulegri framvindu. Um þau svæði ...
11. gr.
Greinin verði felld niður enda verði virkjanasvæði skilgreind sem grannsvæði þjóðgarðsins samkvæmt sérstökum reglum. Ef svo verður ekki er lögð til eftirfarandi lagfæring:
4. mgr.:
Í lok greinarinnar komi “Hálendisþjóðgarðs” í stað “þjóðgarðs á miðhálendinu”.
Ólafur S. Andrésson
Sigrún Helgadóttir
Þverási 21, 110 Reykjavík
20.1.2020
ViðhengiUmsögn Náttúruverndarsamtaka Íslands
F.h. Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson
ViðhengiHjálagt er erindi um drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð.
ViðhengiHjálagt er umsögn Orkustofnunar um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð
ViðhengiSjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd hafa unnið að því í 34 ár:
• Að veita sjálfboðaliðum tækifæri til að vinna að náttúruvernd og gefa þeim kost á að starfa með öðrum með sama áhugamál.
• Að efla vitund fólks um gildi náttúruverndar og vinna í anda náttúruverndarlaga
• Að auðvelda fólki umgengni við náttúruna, auka kynni sín af henni og vinna að verkefnum sem stuðla að náttúruvernd, einkum á friðlýstum og sérstökum svæðum.
Samtökin vilja öfluga náttúruvernd, að stjórn og utanumhald um náttúruperlur okkar verði eflt.
Við teljum að lög um Hálendisþjóðgarð séu mikilvægt spor í þá átt og styðjum framkomið frumvarp.
Hjálögð er umsögn Samorku um drög að frumvarpi um þjóðgarð á miðhálendi Íslands
Virðingarfyllst, Baldur Dýrfjörð lögfræðingur Samorku
ViðhengiLandvarðafélaga Íslands lýsir fyrir stuðningi við stofnun Hálendisþjóðgarð og í viðhengi má finna umsögn þar sem bæði er farið yfir mikilvægi frumvarpsins og athugasemdir gerðar við nokkur atriði.
ViðhengiÉg sendi hér umsögn fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjarðar, umsögnin er fylgir sem viðhengi.
ViðhengiUndirritaður styður stofnun Hálendisþjóðgarðs og leggur jafnframt til að allar auðlindir, þar með talið allt land og óveiddur fiskur, verði þjóðnýtt. Ríkisvaldið getur síðan leigt út land eða varið því til góðra hluta, eins og að stofnun þjóðgarða. Skipulagsvald sveitarfélaga er of mikið, fámenn sveitarfélög eiga ekki að geta ráðstafað náttúruperlum landsins að eigin geðþótta, til að hressa við fátæka sveitarsjóði. Jafnframt yrði komið í veg fyrir að erlendir auðmenn kaupi upp heilu landshlutana. Þessu yrði hægt að stýra betur með eignarhaldi þjóðarinnar á landinu.
Hjálögð er umsögn SUNN (samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi) um drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð.
Bestu kveðjur
Harpa Barkardóttir
ViðhengiUm frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð
ViðhengiUm dög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð
ViðhengiUm drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð
Viðhengi Viðhengi ViðhengiUmsögn um drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð
ViðhengiUmsögn um drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð
ViðhengiUmsögn um drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð
Viðhengi