Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.12.2019–20.1.2020

2

Í vinnslu

  • 21.1.2020–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-318/2019

Birt: 18.12.2019

Fjöldi umsagna: 34

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða

Málsefni

Með frumvarpinu er lagt er til að sett verði á fót ný stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpi um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða er gert ráð fyrir að í stað tveggja ríkisstofnana, þ.e. Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum, verði sett á fót ein ný ríkisstofnun. Auk þess er gert ráð fyrir að verkefni Umhverfisstofnunar á sviði náttúruverndar verði færð til stofnunarinnar, auk þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem nú heyrir undir Umhverfisstofnun.

Þrír þjóðgarðar eru á landinu, þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Þeir tveir fyrstnefndu eru reknir sem sjálfstæðar ríkisstofnanir í eigin nafni en sá síðastnefndi heyrir undir Umhverfisstofnun. Önnur friðlýst svæði á landinu eru 111 talsins samkvæmt skrá Umhverfisstofnunar og fer sú stofnun með stjórnun og rekstur þeirra.

Markmiðið með stofnun Þjóðgarðastofnunar er m.a. að efla enn frekar miðlæga starfsemi í rekstri þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða, sæmhæfa og samþætta sambærileg verkefni hjá þeim stofnunum og þannig auka skilvirkni í starfseminni, um leið og ríkisstofnunum er fækkað. Verkefni stofnunarinnar munu felast í umsjón og rekstri náttúruverndarsvæða, undirbúningi friðlýsinga og verkefnum tengdum náttúruminjaskrá auk annarra almennra verkefna á sviði náttúruverndar.

Þannig verður skipulag og starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæða samræmd með auknum faglegum stuðningi. Slíkt er brýnt í kjölfar fjölgunar ferðamanna og stóraukins álags á helstu náttúruperlur landsins í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. Með auknu fjármagni til uppbyggingar innviða og aukinnar landvörslu mun náttúruvernd og umsjón svæða styrkjast enn frekar.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (7)

Umsjónaraðili

Skrifstofa landgæða

postur@uar.is