Umsagnarfrestur er liðinn (18.12.2019–20.01.2020).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Með frumvarpinu er lagt er til að sett verði á fót ný stofnun sem ætlað er að hafa með höndum umsýslu allra þjóðgarða á Íslandi og annarra friðlýstra svæða.
Með frumvarpi um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða er gert ráð fyrir að í stað tveggja ríkisstofnana, þ.e. Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum, verði sett á fót ein ný ríkisstofnun. Auk þess er gert ráð fyrir að verkefni Umhverfisstofnunar á sviði náttúruverndar verði færð til stofnunarinnar, auk þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem nú heyrir undir Umhverfisstofnun.
Þrír þjóðgarðar eru á landinu, þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Vatnajökulsþjóðgarður og þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Þeir tveir fyrstnefndu eru reknir sem sjálfstæðar ríkisstofnanir í eigin nafni en sá síðastnefndi heyrir undir Umhverfisstofnun. Önnur friðlýst svæði á landinu eru 111 talsins samkvæmt skrá Umhverfisstofnunar og fer sú stofnun með stjórnun og rekstur þeirra.
Markmiðið með stofnun Þjóðgarðastofnunar er m.a. að efla enn frekar miðlæga starfsemi í rekstri þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða, sæmhæfa og samþætta sambærileg verkefni hjá þeim stofnunum og þannig auka skilvirkni í starfseminni, um leið og ríkisstofnunum er fækkað. Verkefni stofnunarinnar munu felast í umsjón og rekstri náttúruverndarsvæða, undirbúningi friðlýsinga og verkefnum tengdum náttúruminjaskrá auk annarra almennra verkefna á sviði náttúruverndar.
Þannig verður skipulag og starfsemi þjóðgarða og friðlýstra svæða samræmd með auknum faglegum stuðningi. Slíkt er brýnt í kjölfar fjölgunar ferðamanna og stóraukins álags á helstu náttúruperlur landsins í þjóðgörðum og á friðlýstum svæðum. Með auknu fjármagni til uppbyggingar innviða og aukinnar landvörslu mun náttúruvernd og umsjón svæða styrkjast enn frekar.
Í viðhengi er umsögn Landsambands íslenskra vélsleðamanna
Arnar Bergmann
Ritari stjórnar LÍV
Viðhengi16. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið: Drög að frumvörpum til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða og Hálendisþjóðgarð. Samráðsgátt.
Oddviti kynnti að í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt, þann 18. desember s.l. drög að tveimur stjórnarfrumvörpum. Annars vegar frumvarp til laga um þjóðgarðastofnun og þjóðgarða og hins vegar frumvarp til laga um hálendisþjóðgarð.
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps vill ítreka fyrri bókanir um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun að nýta eigi þær stofnanir sem fyrir eru til að sinna verkefninu og nýta þannig fjármagnið betur.
Þá tekur sveitarstjórn einnig undir umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða en bendir sérstaklega á það sé fullkomlega óásættanlegt að í 30. gr. frumvarps um Þjóðgarðastofun sé gert ráð fyrir að allar leyfisveitingar eigi að flytjast til Þjóðgarðastofnunar og ákvörðun um ráðstöfunar endurgjalds réttinda í þjóðlendum.
Þá þarf að tryggja að ekki sé gengið á skipulagsvald sveitarfélaganna og tryggja þarf að það haldist heima í héraði. Sveitarstjórn mótmælir því að stofnunin fái heimild skv. 9. gr. að fengnu leyfi ráðherra, til að taka eignarnámi lönd, mannvirki og réttindi til þess að framkvæma friðun án samþykkis og samráðs við viðkomandi sveitarfélög.
Í frumvarpi til laga um hálendisþjóðgarð koma fram markmið sem eru mjög góð og hefur sveitafélagið unnið að þessum markmiðum alla tíð varðandi landsvæði innan síns sveitarfélags, eins og t.d. má sjá í aðalskipulagi sveitarfélagsins og vinnu við friðlýsingu Kerlingarfjalla.
Sveitarstjórn Hrunamannahrepps ítrekar það að stofnun þjóðgarðs á hálendi Íslands eigi að koma sem eðlilegt framhald af sameiginlegri vinnu sveitarfélaga á svæðinu og ríkisins en ekki lögþvinguð aðgerð. Forgangsmál er að tryggja að nægum fjármunum verði varið til að sinna hálendinu svo sómi sé að. Mikilvægt er að flýta sér hægt, skapa breiðari sátt og vinna málið betur í samvinnu við sveitarfélög og hagaðila.
D-listi vill einnig taka undir bókun hreppsnefndar Ásahrepps þann 8. janúar s.l um frumvörpin og gagnrýnir störf undirbúningsaðila og finnst miður að ekki hafi verið haft meira samráð og tekið meira tillit til athugasemda sveitarfélaga. Þá vill listinn benda á að efla þurfi hagsmunagæslu sveitarfélaganna og beinir því til SASS hvort ekki þurfi að gera sérstakar ráðstafanir með því t.d. að ráða öflugan talsmann sveitarfélaganna í málinu.
Umsögn sveitarstjórnar Bláskógbyggðar frá 9. janúar 2020:
Frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða, 778. mál. - 1904042
Tilkynning umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 18. desember 2019 um að frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða sé til umsagnar til og með 15. janúar 2020.
Lögð eru fram drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða. Bláskógabyggð skilaði inn athugasemdum við frumvarp það sem lagt var fram á síðasta þingi, svo og við frumvarpsdrög um sama mál haustið 2018. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar ítrekar fyrri athugasemdir sínar, m.a. um skipan stjórnar Þjóðgarðsins á Þingvöllum. Gert er ráð fyrir að í sjö manna stjórn verði einn fulltrúi tilnefndur af sveitarstjórnum þeirra sveitarfélaga sem þjóðgarðurinn nær til. Hugmyndir hafa verið um verulega stækkun þjóðgarðsins, sem þá næði til fleiri sveitarfélaga en áður. Yrðu þá viðkomandi sveitarfélög að koma sér saman um einn fulltrúa. Bláskógabyggð getur ekki fallist á þetta. Þá er einnig bent á að gert er ráð fyrir að í öðrum stjórnum þjóðgarða verði meirihluti stjórnarmanna skipaður af sveitarstjórnum. Bláskógabyggð fer þess því á leit að kveðið verði á um að fleiri stjórnarmenn í stjórn Þjóðgarðsins á Þingvöllum komi úr röðum sveitarstjórnarmanna.
Hvað varðar skipan umræmisráðs skv. 12. gr. er bent á að óheppilegt er að hafa fjölda fulltrúa í umdæmisráðum 10 talsins og að veita atkvæði formanns aukið vægi eins og lagt er til í 3. mgr. 12. gr. ef atkvæði falla jöfn.
Umsögn um frumvarp um þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn sveitarstjórnar Rangárþings eystra.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri.
ViðhengiUmsögn Ferðmálastofu um frv um Þjóðgarðastofnun og Þjóðgarða
ViðhengiHjálagt sendist umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frv. til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.
F.h. sambandsins
Guðjón Bragason
ViðhengiUmsögn Umhverfisstofnunar um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
ViðhengiUmsögn Landverndar fylgir í viðhengi.
Bestu kveðjur,
Auður
ViðhengiAthugasemdir við mál nr. 318/2019 í samráðsgátt stjórnvalda „Drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða“
Ég stið heilshugar að málefni þjóðgarða og friðlýstra svæða verði fær undir eina stofnun. Nafnið þykir mér þó slæmt, og vont að það er nokkuð búið að festast í orðanotkun landans.
Betra væri Náttúruverndin eða Náttúruvernd Íslands.
Athugasemdir mínar má finna í viðhengi
ViðhengiMeðfylgjandi í viðhengi er umsögn Fljótsdalshrepps.
Gunnþórunn Ingólfsdóttir, oddviti
ViðhengiÍ viðhengi er umsögn frá Hveravallafélaginu ehf.
Fh Hveravallafélagsins
Þórir Garðarsson
s 6601304
ViðhengiUmsögn Veðurstofu Íslanda má finna í viðhengi.
Meðfylgjandi er umsögn Breiðafjarðarnefndar um drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.
ViðhengiÞað eru þrjár skilgreiningar sem mest er miðað við þegar rætt er um „sjálfbærni“. Það eru
– UNESCO
– Solow
– Brundtland
Brundtland skilgreininginn er sú sem mest er vísað í.
“meets the needs of the present without compromising the ability of future generations to meet their own needs.“
Allar skilgreiningarnar miðað við ákveðið jafnvægi milli Efnahagslegra gæða, samfélagslegra gæða og umhverfislegra/vistfræðilegra gæða. (Economic prosperity/Social progress/Ecological balance)
Allt hangir þetta saman og ekki er gert ráð fyrir því að sjálfbærni verði fullnægt ef einn þáttur drottnar yfir öðrum. Það á jafnt við um umhverfislega/vistfræðilge þáttinn sem hina.
Allt frumvarpið sem hér er til umfjöllunar ber hinsvegar keim af því að umhverfislegir þættir eigi að drottna yfir öðrum þegar kemur að rekstri hálendisins til frambúðar. Það vantar alla umræðu og rannsóknir á því hver verða hin samfélagslegu áhrif af þessu frumvarpi svo og hagfræðileg áhrif bæði þjóðhagsleg og fyrir nærumhverfi þjóðgarðsins. Vissulega er minnst á þetta í 5 lið í 3gr. En þar er þetta mjög almennt og lítið skilgreint í frumvarpinu hvernig þetta skuli útfært. Allir hinir liðirnir í markmiðunum (gr3) snúast um ferðmennsku og minja- eða náttúruvernd.
Fyrir utan starfsmenn núverandi þjóðgarða þá virðist aðkoma að málinu aðalega vera frá frjálsum félagsamtök auk sveitarfélaga. Ekki er hægt að sjá að stofnanir sem láta sig varða nýtingu þessara svæða hafi fengið að koma að málinu. Má þar nefna Landgræðsluna og Orkustofnun sem dæmi.
Hvergi sé ég minnst á Orkustofnun í frumvarpinu en sú stofnun gegnir lykilhlutverki þegar kemur að auðlindanotkun, hvort heldur er virkjunum eða nýtingu vatns til neyslu eða álíka. Öll tilgreind markmið frumvarpsins lúta að náttúruvernd að því er virðist án nýtingar nema í formi einhverskonar ferðamennsku. Það er vissulega rætt um nýtingu auðlinda en hvergi minnst á í hverju hún felst þó á einum stað sé minnst á „beitar, veiða, útivistar og ferðaþjónustu”. Á einum stað er minnst á orkunýtingu (gr 26)
„Heimilt er þó að ráðast í þær framkvæmdir sem sérstaklega eru heimilaðar í lögum um Hálendisþjóðgarð vegna orkunýtingar.“
Erfitt að er hinsvegar að finna hvað er átt við um hér. Í frumvarpi um hálendisþjóðgarð segir:
Aðeins má heimila nýjar virkjanir í Hálendisþjóðgarði á afmörkuðum virkjanasvæðum, hafi hin nýja virkjun verið skilgreind í orkunýtingarflokki í 3. áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar sem samþykkt hefur verið á Alþingi á grundvelli laga nr. 48/2011
Erfitt er fyrir leikmann að átta sig á því hvernig síðari breytingar á Rammaáætlun geti haft áhrif á þetta. Verða hugsanlega sett frekari takmörk eða er mögulegt að þetta verði rýmkað í framtíðinni án flókinna ferla hjá alþingi og stofnum þess?
Mér finnst að það verði að skilgreina betur aðkomu stofnana er málið gæti varðað.
Einnig þarf að framkvæma mun ítarlegi greiningar og rannsóknir á þeim samfélagslegu og hagrænu áhrifum sem þjóðgarðar sérstaklega hálendisþjóðgarður gæti haft á nærsamfélög og þjóðina alla. Erlendir aðilar skipta hér litlu eða engu máli.
Umhverfis og auðlindaráðuneytið.
Mál nr 317/2019
Efni: Drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð og drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
Athugasemdir við frumvarpið eru eftirfarandi.
2.gr.
Friðlýsing Hálendisþjóðgarðs.
Ráðherra ákveður friðlýsingu Hálendisþjóðgarðs og stækkun þjóðgarðsins með reglugerð,
sbr. 13. gr.
Við leggjumst alfarið gegn því að ráðherra sé veitt vald til friðlýsingar svæða án samráðs við Sveitarstjórnir á viðkomandi svæðum.
3.gr.
Markmið Hálendisþjóðgarðs.
4. Stuðla að því að almenningur geti stundað heilnæma útivist innan þjóðgarðsins í sátt við náttúru og mennigarminjar.
Orðalagið -heilnæm útivist – er að okkar mati ekki ásættanlegt.
Almenn og/eða fjölbreytt útivist á við hér.
6. gr.
Hlutverk stjórnar Hálendisþjóðgarðs.
Stjórn Hálendisþjóðgarðs hefur umsjón með því svæði sem er innan marka hans. Helstu
verkefni stjórnar eru að:
1. Móta stefnu í málefnum þjóðgarðsins í samræmi við 3. gr.
Hér er ekki gert ráð fyrir aðkomu Sveitarstjórna sem hlýtur þó að teljast fullkomlega eðlilegt.
III. KAFLI
Starfsemi í þjóðgarðinum, landnýting og þjónusta.
10. gr.
Hefðbundnar nytjar.
Hefðbundin landnýting, s.s. búfjárbeit, fuglaveiði, hreindýraveiði og veiði í ám og vötnum,
er rétthöfum heimil í þjóðgarðinum enda séu uppfyllt ákvæði 2. gr. þessarar laga og þeirra
laga sem um nýtinguna fjalla og að nýtingin sé sjálfbær. Skal sérstaklega fjallað um slíka
nýtingu og umferð sem er heimil vegna hennar en ekki í öðru skyni í stjórnunar- og
verndaráætlun, sbr. 12. gr. og 13. gr. þessara laga og þess gætt að nýtingin geti þróast með
eðlilegum hætti á sjálfbæran hátt. Um þau svæði innan Hálendisþjóðgarðs sem friðlýst voru
fyrir stofnun hans skulu gilda þær reglur sem settar voru við friðlýsingu þeirra tilteknu svæða
að svo miklu leyti sem þær ganga ekki gegn ákvæðum laga þessara. Stjórn getur ákveðið að
breyta reglunum við setningu nýrrar stjórnunar- og verndaráætlunar.
Varðandi nýtingu innan þjóðgarðs er vísað í 2.gr.laga sem er svo hljóðandi.
2. gr.
Friðlýsing Hálendisþjóðgarðs.
Ráðherra ákveður friðlýsingu Hálendisþjóðgarðs og stækkun þjóðgarðsins með reglugerð,
sbr. 13. gr.
Mörk Hálendisþjóðgarðs skulu við stofnun þjóðgarðsins miðast við þjóðlendumörk innan
miðhálendislínu auk þeirra landsvæða á miðhálendinu og nágrenni þess sem þegar eru friðlýst
við gildistöku laga þessara.
það er mjög óljóst í hvað er verið að vísa .
Stjórn Fallastakks/ Glacier Journey leggjast alfarið gegn því að Hálendisþjóðgarður verði stofnaður að svo komnu máli, . Við teljum að hægja ætti á málinu og vinna það betur í sátt við almenning ,það er augljóst að ekki ríkir sátt um málið .
Á meðan ekki er til fjármagn til innviða uppbygginu í VJÞ sjáum við ekki ástæðu til stofnunar Hálendisþjóðgarðs og alls ekki af þessari stærðargráðu sem stefnt er að.
Að okkar mati ætti leggja allt kapp á uppbygginu innviða VJÞ og ná utan um þá vinnu sem nú þegar er langt á eftir áætlun.
Virðingarfyllst
LaufeyGuðmundsdóttir fh
Stjórn Fallastakks/Glacier Journey
ViðhengiÍ 5.grein segir m.a.:"Ráðherra ákveður friðlýsingu Hálendisþjóðgarðs og stækkun þjóðgarðsins með reglugerð,
sbr. lög um Hálendisþjóðgarð."
Ég sé ekki að tekin skuli afstaða til þess hvað eigi að gera ef lög um Hálendisþjóðgarð verða ekki samþykkt að svo stöddu.
Ég sé enga ástæðu til þess að hætta við fyrirhugaða sameiningu stjórnsýslu yfir Þingvallaþjóðgarði, Vatnajökulsþjóðgarði, Þjóðgarðinum á Snæfellsnesi og friðlýstum svæðum sem Umhverfisstofnun hefur haft á sinni könnu, fari svo að lög um Hálendisþjóðgarð verði ekki samþykkt að sinni.
Ég tel að setja ætti fyrirvara inn í lög um Þjóðgarðastofnun að ef lög um Hálendisþjóðgarðinn verði ekki samþykkt skuli áfram unnið að Þjóðgarðastofnun, þannig að þeir þjóðgarðar og friðlýstu svæði sem áttu að falla undir Hálendisþjóðgarð verði aðilar að Þjóðgarðastofnun. Hálendinu má þá bæta við síðar, eins og öðrum svæðum sem kunna að verða gerð að þjóðgarði.
Ágæti viðtakandi,
Í viðhengi er umsögn SAF um drög að frumvarpi um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.
Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.
Bestu kveðjur
F.h. SAF
Gunnar Valur
ViðhengiHjálögð er umsögn Bændasamtaka Íslands.
ViðhengiStjórnir Náttúruverndarsamtaka Suðurlands annars vegar og Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi hins vegar taka heils hugar undir og lýsa stuðningi sínum við fram komnar athugasemdir Landverndar við drög að frumvarpi um þjóðgarða og Þjóðgarðastofnun.
Sérstaka athygli vilja samtökin vekja á umfjöllun um yfirvofandi alvarlegar breytingar á náttúruverndarlögum, sem ekki hafa verið látnar í veðri vaka af stjórnvöldum;
„Alvarleg handvömm hefur orðið við kynningu frumvarpsins þar sem láðst hefur að vekja athygli á því að verði frumvarpið að lögum breytist 47 gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013. Það myndi draga umtalsvert úr getu þjóðgarða til að vernda íslenskri náttúru. Ef breytingin nær fram að ganga verða framkvæmdir og athafnir innan þjóðgarðs sem ekki þjóna markmiðum friðlýsingar hans, ekki lengur bannaðar.“ (Athugasemdir Landverndar við drögum að frumvarpi um þjóðgarða og Þjóðgarðastofnun, bls. 2).
Ófyrirgefanlegt er að ætla að veikja umrætt verndarákvæði laganna eins og útlit er fyrir að standi til að gera. Slík tilhögun gengur á engan hátt upp við verndarflokkun Alþjóða náttúruverndarsamtakanna, IUCN, sem á sér samsvörun í nefndum náttúruverndarlögum. Hér virðist eiga að fara „séríslenska leið“ á kostnað náttúruverndar. Slíkt er alvarleg gengisfelling á markmiðum hennar og getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á hugmyndir um náttúruvernd til framtíðar, innan sem utan þjóðgarða.
20. janúar 2020
f.h. Náttúruverndarsamtaka Suðurlands
og Eldvatna – samtaka um náttúruvernd í Skaftárheppi
Ingibjörg Eiríksdóttir
Hér meðfylgjandi er umsögn stjórnar Fuglaverndar.
Viðhengi
Drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð
Mál nr. 317/2019
20. janúar 2020
Umsögn stjórnar félagsins Vinir Þjórsárvera
Stjórn félagsins Vinir Þjórsárvera fagnar áformum um að stofna þjóðgarð á miðhálendi Íslands og telur það mikilvægt framfaraskref. Það er sérstak fagnaðarefni að hálendisþjóðgarður mun festa í sessi friðlandið í Þjórsárverum og tryggja verndun efri hluta Þjórsár, sem félagið hefur barist fyrir frá upphafi. Ekki yrði frekar gengið á vatnasviðið og vatnsmagnið í fossunum ekki rýrt meira en orðið er með veitunum austan ár.
Stjórnin hefur kynnt sér framlögð drög að frumvarpi til laga um Hálendisþjóðgarð og telur það ágætan vegvísi, en með annmörkum sem þyrfti að lagfæra áður en frumvarpið verður lagt fyrir Alþingi.
.
Í fyrsta lagi má ekki leika neinn vafi á því að fremsta hlutverk Hálendisþjóðgarðs á að vera að vernda landslag, víðerni, gróður, jarðveg, náttúru- og menningarminjar og endurheimta röskuð vistkerfi. Nýting auðlinda þ.m.t. öll mannvirki, ferðamennska og beit ber alfarið að byggja á sjálfbærni svo verðmætum sé ekki spillt og skemmi ekki landslagsheildir og sanna hálendisupplifun.
Í öðru lagi eiga stórframkvæmdir eins og orkuvinnslu ekki heima innan þjóðgarðs á hálendi Íslands. Með því yrði nafngiftin „þjóðgarður“ blekkjandi fyrir gesti sem koma til að njóta þjóðgarða á Íslandi. Halda ber virkjunum utan eiginlegra marka þjóðgarðsins en jafnframt að tryggja að þær og viðhald eða endurbætur á þeim hafi ekki neikvæð áhrif á þjóðgarðinn.
Með vinsemd og óskum um að vel gangi að koma þessu mikilvæga verkefni til framkvæmda.
F.h. Vina Þjórsárvera
Sigþrúður Jónsdóttir, formaður
ViðhengiFrumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
Undirrituð styðja frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða og fagna löngu tímabærri ráðstöfun til að samræma stjórn náttúruverndar á landinu og umsjón friðlýstra svæða. Allt of lengi hafa friðlýst svæði landsins heyrt undir fjölmargar stofnanir og ólík ráðuneyti með tilheyrandi óhagræði.
Ýmislegt má þó betur fara í framkomnu frumvarpi.
Almennar athugasemdir
Heiti stofnunar - Náttúruvernd Íslands (ríkisins)
Þjóðgarðastofnun er mjög slæmt heiti og ekki lýsandi fyrir þá starfsemi sem hún á að sinna. Hún á ekki aðeins að annast þjóðgarða heldur öll náttúruverndarsvæði á landinu. Hætt er við að fólki þyki friðlönd og náttúruvætti annars flokks svæði af því að þau eru ekki kölluð þjóðgarðar og átti sig jafnvel ekki á að þau falli undir „Þjóðgarðastofnun“. Mörg svæði voru áður fyrr ekki friðlýst sem þjóðgarðar þótt þau hafi verið og séu sannarlega þjóðgarðsígildi og eru Hornstrandafriðland, Friðland að fjallabaki og Reykjanesfólkvangur góð dæmi um það. Eðlilegt er að það komi fram í nafninu að verksvið stofnunarinnar er fyrst og fremst náttúruvernd. Unnið er að náttúruvernd á ýmsa vegu, með friðlýsingum, með fræðslu og kynningum o.fl. Fyrir eru í kerfinu tvær sambærilegar stofnanir, Landgræðsla ríkisins, (Landgræðslan) og Skógrækt ríkisins (Skógræktin). Ný stofnun um náttúruvernd á auðvitað að heita Náttúruvernd ríkisins en þó frekar Náttúruvernd Íslands (Náttúruverndin). Líklega vildu hinar stofnanirnar ekki breyta sínum nöfnum í Skógræktarstofnun og Landgræðslustofnun!
Náttúruverndarumdæmi - einföldun skipulags og stjórnunar
Grunn starfseiningar í „Þjóðgarðastofnun“ og Hálendisþjóðgarði eru Umdæmisráð og er landinu öllu skipt í náttúruverndarumdæmi. Nokkur af þessum umdæmisráðum skipta á milli sín Hálendisþjóðgarði og ná jafnframt til aðliggjandi svæða Hálendisþjóðgarðs.
Umdæmisráðum sem hafa með Hálendisþjóðgarð að gera er gert hærra undir höfði en öðrum umdæmisráðum, þau mynda sameiginlega sérstaka stjórn sem fulltrúar úr öðrum umdæmum koma ekki að.
Okkar tillaga er að öll umdæmisráð landsins skipi fulltrúa í stjórn sem starfi með forstjóra „Þjóðgarðastofnunar“. Gott samræmi og skilvirkni fæst með því að sams konar reglur og fyrirkomulag gildi um öll umdæmisráðin, hvort sem þau ná til Hálendisþjóðgarðs eða ekki, annarra þjóðgarða (Snæfellsness, Þingvalla) eða annarra friðlýstra svæða. Ekki er þörf á sérstakri stjórn fyrir Hálendisþjóðgarð.
Æskilegt er að fjöldi náttúruverndarumdæma verði ekki of mikill, sbr. aðrar stofnanir sem veita mikla þjónustu úti um landið (t.d. Vegagerðin, Heilbrigðisstofnanir o.fl.). Framkvæmdastjórar umdæmisráða (skipaðir af forstjóra Þjóðgarðastofnunar – og á hans ábyrgð) geta jafnframt verið þjóðgarðsverðir í umdæminu og skipað framkvæmdastjórn stofnunarinnar.
Ofangreint fyrirkomulag er einfaldara og skilvirkara en það sem fyrirhugað er í frumvörpum um Hálendisþjóðgarð og „Þjóðgarðastofnun“ og meira í takt við aðrar opinberar þjónustustofnanir.
Ólýðræðisleg stjórnun
Mesti annmarki frumvarpsins er fyrirkomulag stjórnunar og sé því atriði ekki breytt munu sveitarstjórnarmenn með umboð mikils minnihluta þjóðarinnar vera ráðandi í náttúruvernd á Íslandi. (Sjá t.d. 3. mgr. 2. gr. frumvarpsins.) Til lengdar verður ekki sátt um slíkt minnihlutavald í stjórnun sem á að teljast dreifstýrð og lýðræðisleg og þarf að vera fagleg. Allir íbúar landsins eiga að hafa jafnan rétt. Náttúran er okkar allra.
Kjörnir sveitarstjórnarmenn hafa mikið vægi í umdæmisráðum á kostnað þess að þar sé fólk sem tryggt er að hafi faglega þekkingu á náttúruvernd og stjórnun náttúruverndarsvæða. Þetta er gert á sama tíma og traust þjóðarinnar til stjórnmálamanna mælist mjög lítið og 16 ára stúlka hlýtur heimsfrægð og aðdáun fyrir að segja við pólitíska leiðtoga heimsins: „Hvernig dirfist þið að hlusta ekki á (náttúru)vísindamenn.“
Sveitarstjórnir hafa lögbundið skipulagsvald og óeðlilegt að sveitarstjórnir geti til viðbótar haft úrslitavald um málefni friðlýstra svæða og jafnvel ráðstöfunarrétt á landi almennings. Fulltrúar almennings, vísinda og náttúruverndar ættu að hafa meirihluta í umdæmisráðum.
Fræðsla og náttúrutúlkun
Í frumvarpinu er vel og rækilega fjallað um stjórnsýslu þjóðgarða og friðlýstra svæða en minna um eitt meginhlutverk stofnunarinnar: Náttúrutúlkun og fræðslu. Úr því þarf að bæta. Mikilvægt er að fræða þannig um náttúruna að það leiði til skilnings á henni. Eðlilegt er einnig að starfsfólk vinni að varðveislu og miðlun menningarerfða í samræmi við samning þar um sem Íslendingar fullgiltu árið 2006.
Orð og orðalag
Í frumvarpinu er málfar víða ónákvæmt og stundum þannig að merking setninga er illskiljanleg. Í 1.gr. þess (og víðar) er skrifað um að vernda „náttúrufar, sögu og menningu“. Í stað orðsins „náttúrufar“ fer oft betur að nota orðið „náttúra“. Einnig er sérkennilegt að tala um að „vernda sögu og menningu“ en skylda er að vernda menningarminjar á landi og varðveita lifandi menningarerfðir.
Í frumvarpinu er stundum notað orðið umhverfi þar sem í raun ætti að nota orðið náttúra, t.d. í orðinu umhverfisverndarsamtök. Orðið umhverfi er víðtækara orð en náttúra, umhverfinu tilheyra t.d. mannvirki, vegir, slóðar o.fl. Tilgangur með stofnun þjóðgarða og friðlýstra svæða er fyrst og fremst að vernda náttúru en ekki endilega alla hluta umhverfisins sem þar er.
Athugasemdir við einstakar greinar.
1.gr. 1. mgr.: Í stað „verndun náttúrfars, sögu og menningar” komi “verndun náttúru og menningarminja”.
2. gr. 3. mgr.: Athugasemd: Í lögum um náttúruvernd er ekki sérstakt ákvæði um samþykki sveitarstjórna við stofnun þjóðgarða og aðrar friðunaraðgerðir, heldur eru almenn ákvæði um samráð og samþykki í gr. 33 – 39. Ekki eru færð rök fyrir því að setja sérákvæði um þetta í lög um Þjóðgarðastofnun, og ekki er gert ráð fyrir breytingum á samsvarandi ákvæðum í gildandi lögum um náttúruvernd.
Tillaga: Greinin falli brott enda er hún ekki í samræmi við náttúruverndarlög og almennt lýðræði í landinu.
12. gr. Líta má á fulltrúa „Þjóðgarðastofnunar“ sem faglegan fulltrúa sem tryggir þekkingu við ákvarðanatöku um náttúruvernd o.fl. Þetta er mikilvægt vegna þeirra meginhlutverka umdæmisráðs að vera “til ráðgjafar um málefni náttúruverndar í umdæminu” og “hafa yfirumsjón með gerð tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun”, eins og kveðið er á um í 14. gr. frumvarpsins.
Jafnframt er eðlilegt að fulltrúi „Þjóðgarðastofnunar“ sé formaður umdæmisráðsins og að atkvæði hans ráði falli atkvæði jöfn. Óæskilegt misræmi er í fjölda fulltrúa í umdæmisráðum eftir því hvort þau eiga aðild að Hálendisþjóðgarði eða ekki (sjá almenna athugasemd um náttúruverndarumdæmi hér að framan).
1.tl. verði: Fulltrúi „Þjóðgarðastofnunar“ sem forstjóri tilnefnir úr hópi starfsmanna stofnunarinnar og er hann formaður ráðsins.
3.mgr. Tillaga: Eftirfarandi setning falli brott: Umdæmisráð kýs sér formann og varaformann úr hópi fulltrúa sveitarfélaga.
21. gr.: Hér þarf að bæta við um faglegt starf og faglega forystu þjóðgarðsvarða.
23. gr.: Koma þarf fram að fræðsla og náttúrutúlkun eru mikilvæg við stjórnun og verndun.
24. gr.: Ekki er eðlilegt að hafa sérákvæði um vinnubrögð stjórnar Hálendisþjóðgarðs, það ætti að nægja að hafa þau í lögum um Hálendisþjóðgarð.
36. og 42. gr.
Í lögum um náttúruvernd gr. 47, 3 mgr. segir:
“Í þjóðgörðum eru allar athafnir og framkvæmdir sem hafa varanleg áhrif á náttúru svæðisins bannaðar nema þær séu nauðsynlegar til að markmið friðlýsingarinnar náist.”
Í stað þess að fella þetta mikilvæga ákvæði brott leggjum við til að það haldist í náttúruverndarlögum og komi einnig fremst í viðeigandi grein þessa frumvarps (36. gr.).
ViðhengiF.h.
Náttúruverndarsamtaka Íslands
Árni Finnsson.
ViðhengiHjálögð er umsögn Skipulagsstofnunar.
ViðhengiSjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd hafa unnið að því í 34 ár:
• Að veita sjálfboðaliðum tækifæri til að vinna að náttúruvernd og gefa þeim kost á að starfa með öðrum með sama áhugamál.
• Að efla vitund fólks um gildi náttúruverndar og vinna í anda náttúruverndarlaga
• Að auðvelda fólki umgengni við náttúruna, auka kynni sín af henni og vinna að verkefnum sem stuðla að náttúruvernd, einkum á friðlýstum og sérstökum svæðum.
Samtökin vilja öfluga náttúruvernd, að stjórn og utanumhald um náttúruperlur okkar verði eflt, og telja að lög um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða séu í meginatriðum spor í þá átt.
Meðfylgjandi er umsögn Náttúrustofu Vesturlands.
Virðingarfyllst,
Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður
ViðhengiÉg sendi hér umsögn fyrir hönd Sveitarfélagsins Hornafjarðar í viðhengi.
ViðhengiLandvarðafélaga Íslands styður stofnun Þjóðgarðastofnunar. Í viðhenginu má finna umsögn þar sem fært er rök fyrir mikilvægi stofnunarinnar fyrir landvörslu á Íslandi og gerðar athugasemdir við nokkur atriði. Þar á meðal nafnið.
Anna
ViðhengiHjálögð er umsögn Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja um málið.
Virðingarfyllst, Baldur Dýrfjörð lögfræðingur
ViðhengiUmsögn um drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
ViðhengiUmsögn um drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
ViðhengiUmsögn um drög að frumvarpi til laga um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða
Viðhengi