Hætt var við framlagningu frumvarpsins á Alþingi. Nýtt frumvarp er í vinnslu og er gert ráð fyrir að það verði lagt fram á haustþingi 2020.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 20.12.2019–15.01.2020.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 02.07.2020.
Áformaðar breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem fela í sér breytingar á ákvæðum laganna er varða byggingastarfsemi, almenningssamgöngur, fjármálastarfsemi og skýrleika skattframkvæmdar og bætt skattskil.
Í fyrsta lagi er áformað að taka til endurskoðunar ákvæði laganna er varða byggingarstarfsemi, frjálsa og sérstaka skráningu og endurgreiðslu virðisaukaskatts til byggingaraðila.
Í öðru lagi er áformað að leggja til að ákvæði laganna er varðar undanþágu verktaka frá innheimtu virðisaukaskatts í almenningssamgöngum verði endurskoðað.
Í þriðja lagi er áformað að leggja til breytingar á ákvæði laganna er varðar undanþágu fjármálastarfsemi frá virðisaukaskatti. Eftir atvikum mun samhliða fara fram skoðun á þeim ákvæðum laganna er varða kaup og sölu á fjármálaþjónustu milli landa.
Í fjórða og síðasta lagi eru lagðar til breytingar og lagfæringar á tilteknum ákvæðum laganna til styrkingar á skattframkvæmd og málsmeðferð ríkisskattstjóra í skattamálum, sbr. IX. kafli laganna, með það að markmið að leiðarljósi að vinna gegn skattundanskotum.
Ágæti viðtakandi,
Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt.
Ég væri þakklátur fyrir staðfestingu á móttöku.
Bestu kveðjur
F.h. SAF
Gunnar Valur Sveinsson
ViðhengiMeðfylgjandi er sameiginleg umsögn SA, SI og SVÞ um áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (byggingastarfsemi, almenningssamgöngur o.fl.).
Viðhengi