Samráð fyrirhugað 20.12.2019—22.01.2020
Til umsagnar 20.12.2019—22.01.2020
Niðurstöður í vinnslu frá 22.01.2020
Niðurstöður birtar

Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu skv. 29. gr. laga nr 40/1991

Mál nr. 320/2019 Birt: 20.12.2019 Síðast uppfært: 30.01.2020
  • Félagsmálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Örorka og málefni fatlaðs fólks
  • Fjölskyldumál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (20.12.2019–22.01.2020). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Félagsmálaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög varðandi akstursþjónustu samkvæmt 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 m.s.b.

Skv. 29. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga skal fatlað fólk eiga kost á akstursþjónustu sem miðar að því að það geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur gegn viðráðanlegu gjaldi. Markmið akstursþjónustu er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Jafnframt skal fatlað fólk eiga rétt á akstursþjónustu á vegum sveitarfélaga vegna aksturs á þjónustustofnanir og vegna annarrar þjónustu sem það nýtur samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Þá kemur fram að ráðherra skuli setja nánari leiðbeiningar um akstursþjónustu í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks þar sem m.a. skal kveðið á um tilhögun á akstri utan sveitarfélags og kostnaðarskiptingu vegna akstursþjónustu í dreifbýli. Sveitarstjórnum er jafnframt heimilt að setja reglur um þjónustuna á grundvelli ákvæðisins og leiðbeinandi reglna ráðherra. Þá er sveitarfélögum heimilt að innheimta gjald fyrir akstursþjónustu samkvæmt gjaldskrá sem sveitarstjórnir skulu setja og skal gjaldið vera sambærilegt gjaldi fyrir almenningssamgöngur á viðkomandi svæði.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Valdimar Össurarson - 12.01.2020

Með þessum viðmiðunarreglum er öryrkjum trygg akstursþjónusta á mun öruggari hátt en áður var. Vísa ég þar til þeirrar fimm ára baráttu minnar fyrrum, við sveitarfélag og kærunefndir, sem þurfti til að tryggja fatlaðri móður minni akstursþjónustu. Sigur hafðist að lokum í þeirri baráttu, með tilvísun í samning SÞ og með áliti umboðsmanns Alþingis. Þykir mér líklegt að þau úrslit hafi nokkuð markað þær reglur sem hér birtast.

Eitt atriði vantar þó sárlega í þetta uppkast til að það geti talist viðunandi fyrirmynd. Það varðar þau tilfelli að öryrki á sjálfur bifreið á sínu nafni en getur af einhverjum ástæðum ekki notað hana. Þó öryrkjar séu fæstir í stakk búnir til að kaupa sér bifreið hefur sumum þó tekist það, t.d. með styrk Tryggingastofnunar ríkisins. Mér er kunnugt um að sveitarfélag hefur sett sér þær reglur að öryrki sem á bíl eigi ekki rétt á akstursþjónustu. Meðan hann getur nýtt sinn bíl kann slíkt að vera eðlilegt; enda ætti hann þá að vera jafnsettur ófötluðum, eða nærri því. Hinsvegar er óviðunandi að sú synjun gildi þegar hann af einhverjum ástæðum getur ekki nýtt sinn bíl; t.d. vegna þess að bíllinn er bilaður eða bílstjóri forfallaður.

Því er nauðsynlegt að þessar viðmiðunarreglur taki einnig til þessara atriða: Að þær tryggi fötluðum án nokkurs vafa akstursþjónustu ef hann getur ekki nýtt eigin bíl, enda er hann þá í sömu aðstöðu og þeir sem engan bíl eiga.

#2 - 22.01.2020

Umsögn barst en birtist ekki í gáttinni samkvæmt ákvörðun ábyrgðaraðila samráðsmálsins. Upplýsingalög gilda, sjá nánar í Um samráðsgáttina

Afrita slóð á umsögn

#3 Akraneskaupstaður - 30.01.2020

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Öryrkjabandalag Íslands - 30.01.2020

Viðhengi