Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.12.2019–22.1.2020

2

Í vinnslu

  • 23.1.2020–19.9.2021

3

Samráði lokið

  • 20.9.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-320/2019

Birt: 20.12.2019

Fjöldi umsagna: 4

Annað

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Örorka og málefni fatlaðs fólks

Drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu skv. 29. gr. laga nr 40/1991

Niðurstöður

Þann 22. apríl 2020 voru samþykktar leiðbeinandi reglur fyrir sveitarfélög um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk, sbr. 29. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga, að hafðri hliðsjón af umsögnum sem bárust um gáttina.

Málsefni

Félagsmálaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að leiðbeiningum fyrir sveitarfélög varðandi akstursþjónustu samkvæmt 29. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 m.s.b.

Nánari upplýsingar

Skv. 29. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga skal fatlað fólk eiga kost á akstursþjónustu sem miðar að því að það geti farið allra sinna ferða með þeim hætti sem það kýs og á þeim tíma sem það velur gegn viðráðanlegu gjaldi. Markmið akstursþjónustu er að gera þeim sem ekki geta nýtt sér almenningsfarartæki vegna fötlunar kleift að stunda atvinnu og nám og njóta tómstunda. Jafnframt skal fatlað fólk eiga rétt á akstursþjónustu á vegum sveitarfélaga vegna aksturs á þjónustustofnanir og vegna annarrar þjónustu sem það nýtur samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Þá kemur fram að ráðherra skuli setja nánari leiðbeiningar um akstursþjónustu í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga og hagsmunasamtök fatlaðs fólks þar sem m.a. skal kveðið á um tilhögun á akstri utan sveitarfélags og kostnaðarskiptingu vegna akstursþjónustu í dreifbýli. Sveitarstjórnum er jafnframt heimilt að setja reglur um þjónustuna á grundvelli ákvæðisins og leiðbeinandi reglna ráðherra. Þá er sveitarfélögum heimilt að innheimta gjald fyrir akstursþjónustu samkvæmt gjaldskrá sem sveitarstjórnir skulu setja og skal gjaldið vera sambærilegt gjaldi fyrir almenningssamgöngur á viðkomandi svæði.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Félagsmálaráðuneytið

frn@frn.is