Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.12.2019–10.1.2020

2

Í vinnslu

  • 11.–29.1.2020

3

Samráði lokið

  • 30.1.2020

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-322/2019

Birt: 20.12.2019

Fjöldi umsagna: 3

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt (milliverðlagning)

Niðurstöður

Niðurstaða í stuttu máli er sú að ráðuneytið tók tillit til umsagna þeirra sem bárust að mörgu leyti.

Málsefni

Í frumvarpi þessu er lagt til að lögfestar verði reglur um sektarheimild ríkisskattstjóra þegar skjölunarskyldir lögaðilar fara ekki að ákvæðum 5. mgr. 57. gr. laga um tekjuskatt, nr. 90/2003, í milliverðlagningarmálum.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lagt til að skýra orðalag 5. mgr. 57. gr. laganna með þeim hætti að ljóst sé að skjölunarskylda taki einnig til viðskipta lögaðila við fasta starfsstöð sína.

Þá er lagt til að fá ríkisskattstjóra heimild til að leggja stjórnvaldssektir á lögaðila sem brýtur gegn skjölunarskyldu lögaðila skv. 5. mgr. 57. gr. tekjuskattslaga. Í milliverðlagningarreglum í 3.‒6. mgr. 57. gr. er fjallað um verðlagningu í viðskiptum milli tengdra lögaðila.

Skort hefur á að lögaðilar sinni skjölunarskyldu sinni skv. 5. mgr. 57. gr. laganna og hefur skjölunarskyldan þar með ekki virkað sem skyldi. Þykir því ríkt tilefni til að leggja til sektarheimild ríkisskattstjóra í þeim tilvikum sem lögaðili brýtur gegn skjölunarskyldu sinni skv. 5. mgr. 57. gr. tekjuskattslaga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

gudrun.torfadottir@fjr.is