Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.12.2019–3.1.2020

2

Í vinnslu

  • 4.1.2020–21.2.2021

3

Samráði lokið

  • 22.2.2021

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-323/2019

Birt: 20.12.2019

Fjöldi umsagna: 14

Drög að reglugerð

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Drög að reglugerð um innflutning hunda og katta

Niðurstöður

Unnið var úr umsögnum og reglugerðardrögum breytt lítillega.Það bárust um 14 umsagnir í samráðsgátt auk einnar í tölvupósti. Haldnir oru fundir með tveimur aðilum vegna umsagna þeirra. Reglugerðin var síðan birt nr. 200/2020. Frekari reifun málsins sjá Niðurstöðuskjal.

Málsefni

Með drögum að reglugerðinni er lagt til að gerðar verði breytingar á regluverki sem gildir um innflutning á hundum og köttum til landsins.

Nánari upplýsingar

Ráðuneytið óskaði eftir áhættumati frá Preben Willeberg, fyrrum yfirdýralækni Danmerkur, vegna innflutnings hunda og katta til landsins með sérstakri áherslu á hjálparhunda. Í kjölfarið óskaði ráðuneytið eftir því að Matvælastofnun tæki afstöðu til matsins auk þess að leggja mat á hvort almennt væri mögulegt að stytta almenna sóttkví fyrir alla hunda og eftir atvikum ketti. Þá óskaði ráðuneytið eftir því að stofnunin tæki til skoðunar að slaka á kröfum um sóttkví fyrir leiðsögu- og hjálparhunda.

Með vísan til álits framangreindra sérfræðinga eru gerðar tillögur um breytingar á regluverki sem gildir um innflutning á hundum og köttum til landsins. Meginbreytingarnar eru eftirfarandi:

1. Breytingar á innflutningskröfum fyrir hunda og ketti sem felur m.a. í sér aukinn undirbúning í útflutningslandi fyrir innflutning, þ.e. hvað varðar bólusetningar, rannsóknir, meðhöndlun og heilbrigðisskoðun.

2. Einangrun hunda og katta verður stytt úr fjórum vikum í 14 sólarhringa.

3. Hjálparhundar eru sérstaklega skilgreindir og skulu sæta sömu innflutningsskilyrðum og aðrir hundar að því undanskildu að 14 sólarhringa einangrun geti farið fram í heimasóttkví undir eftirliti Matvælastofnunar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla og landbúnaðar

postur@anr.is